Frækorn - 15.03.1905, Side 3
FRÆKORN
»Alt það, sem nú skeður eða mun
ské héðan af, er samkvæmt hinu óum-
breytanlegu áformi guðs. . . . Hvert
duftkorn í tilverunni mun einu sinni
verða ódauðlegur andi. . . . Það er
hégómlegt að vera að tala um að yfir-
troða guðs lög; enginn maður getur
gert það. Rú geturformælt náunganum.
En syndgarþúþá? Nei! Rú göfgar
aðeins hið óæðra eðli þitt — þú hlýðn-
ast guði.
3. Enginn djöfull er til.
»Enginn djöfull er til. Pað er að-
eins vöntun á skynsemi, sem kemur
manni til að trúa tilveru slíkrar veru«.
Kristur er ekki upprisinn.
»Menn spyrja oss: Hvað varð af
líkamajesú? Vérsvörum: Vinir hans
stálu honum og færðu hann burtu.
Líkami Krists fékk aldrei líf eftir kross-
festinguna. Öll náttúran, sem er guð
vor, sannar þetta.
Maðurinn er sinn eigin dóm-
ari.
»1 hjata hvers manns er dómstóll
guðs. Par, en hvergi annarsstaðar, á
maðurinn að tilbiðja guð. Rar og
einungis þar er hægt að fá leiðbein-
ingu. Mennirnir eiga að dæma sjálfa
sig sem anda, og eiga ekki að mæta
fyrir neinum öðrum dómstóli. Ef þeir
fyrirdæma sjálfa sig, þá er það dóm-
ur þeirra; ef þeir fyrirgefa sjálfum sér,
þá eru þeir í sannleika frjálsir.«
6. Dauðir rísa ekki upp.
»Vér gerum ráð fyrir, að hinir góðu
bræður vorir vilji spyrja, hvort Jesú hafi
ekki risið upp frá dauðum. Vérsvör-
um: Nei, það gerði hann aldrei, og
gat heldur ekki gert.«
7. Maðurinn er sinn eigin
frelsari.
»Náttúru-trúarbrögðin eru hin einu
43
sönnu trúarbrögð. Þér eruð yðar
eigin frelsari«.
Andi var einu sinni spurður:
Dó Kristur ekki til þess, að vér
fyrir dauða hans gætum fengið eilíft líf ?
Andinn svaraði:
»Nei, dauði hans hefir ekki meira
að þýða fyrir syndir annara en dauði
hvers einstaks píslarvotts«.
Annar andi sagði:
»Enginn ætti að trúa á frelsara annan
en sjálfan sig. Sérhver maður er
frelsari, dómari, guð«.
8. »Vér skoðum andatrúna sem
endurkomu Krists.«
Framanprentuð ummæli andatrúar-
manna ættu að geta sannfært hvern
og einn um það, að andatrúin er ægi-
leg villa, og að enginn, sem vill vera
lærisveinn Jesú Krists, geti verið fylgj-
andi hennar.
„Hví efaðist þú ?“