Frækorn - 15.03.1905, Blaðsíða 5

Frækorn - 15.03.1905, Blaðsíða 5
FRÆKORN 45 eins og Rosseau, er hann einu sinni í æsku sinni vildi fá að vita, hvort hann yrði hólpinn eða fyrirdæmdur. Hann réð þá af, að kasta steini i tré (!); ef hann hitti, þá yrði hann hólpinn, en annars fyrirdæmdur. Hann hitti. »Pví eg sá til að hafa steininn stóran og standa nærri«. (Játningar IV). Ellegar táknið er í sjálfu sér svo tvírœtt, að það g.efurengan úrskurð, eins og Goethe henti, þegarhann var ungur. Hann langaði þá til að fá að vita, hvort það væri guðs vilja, að hann yrði málari. Hann var á skemtigöngu. Fram með veginum rann íítil á, sem ýmist glampaði á í sólskininu eða píltrén héngu fram yfirhana,ogskygðu á hana. Hann réð þá með sér, að kasta vasahnífnum sínum í ána með vinstri hendinni. Ef hann nú sæi, hvar hnífurinn dytti í ána, þá átti hann að verða málari; en ef trén skygðu á, þá átti hann ekki að verða það. En þetta helga svar varð tví- rætt. Trén földu hnífinn sjónum hans, er hann sökk, en vatnið skvettist í háaloft, eins og buna. Hann var jafn- nær. Engin stoð er vantrúarmanni að því, þó hann viiji láta svo sýnast, að þessi andlausa spurningaraðferð hans sé kristileg, svo sem með því, að fletta upp í biblíunni og gjöra svo orð drottins að spámanni. Guðs orð er verk heilags anda og verður ekki skilið, nema með aðstoð andans; það má því ekki nota, nema á andlegan hátt. Ritningin getur ekki uppfrætt oss, nema í trúnni á Jesúm Krist (2. Tím. 3, 15); þar af leiðandi getur ritningin ekki heldur uppfrætt oss um, hvað sé guðs vilji í hverju einu, sem fram við oss kemur í lífinu, nema í trúnni á Jesúm Krist. Öll dauð og andlaus notkun guðs orðs endar því nær alt af á einhverju af því þrennu, sem tilfært er hér að framan; orð guðs verður ekki annað, en leikhnöttur sjálfsviljans. Til þess að hagnýta sér guðs orð, verða menn að halda stöð- ugt við orð drottins (Jóh. 8, 31). þ. e. lifa í guði. Lífið í guði er því fyrsta skilyrðið fyrir þvi, að vér verðum uppfræddir afguði. Retta brýnirritningin svo oft fyrir oss, og iðuglega, í orðinu var lífið, og lífið var Ijðs mannnanna (Jóh. 1, 43). Retta er aðalritningarstaðurinn um lífið í guði. Samahugsunin kemur t'rarn í mörg- um myndum í ritningunni. Regar ísraelslýður átti að fara inn í Kanaans land, þá stendur: »Og þeir skipuðu fólkinu: Þegar þér sjáið sátt- málsörk droftins, yðar guðs, og prest- ana, Levítana, bera hana, þá farið af stað og. fylgið henni. . . . Svo þér megið sjá þann veg, sem þér eigið að fara.« Og síðan segir: Þá sagði Jósúa við fólkið: helgið yður« ; (Jós. 3, 3 — 5, Helgun hvers einstaks manns var því skilyrðið fyrir því, að þeir gætu séð þann veg, sem þeir ættu að ganga með aðstoð arkarinnar. Orðin í bréfinu til hinna hebresku : »An heilagleika getur enginn séð guð«, lúta líka að því, hvernig vér getum séð veg drottins, þann, sem vér eigum að ganga, hvað sem oss ber að hönd- um í lífinu. í 2. Kron. 31. kap. e'r sama hugs- unin fólgin í Ijósu og lifandi dæmi. Þar er sagt frá þvi, að Jósías kon- ungur hafi fundið lögbók drottins, þá er vilji hans var ritaður á, er kon-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.