Frækorn - 15.03.1905, Side 6
46
FRÆKORN
ungur lét hreinsa musteríð, í Jerúsalem
(V. 8-15).
Aldrei finnum vér vilja drottins og
ráðsályktanir vilja hans, nema vér
hreinsum oss hver um sig og gjörum
oss að musteri drottins, — að bústað
guðs í heilögum anda.
í 1. Sam. 14, 36. er það beinlínis
kallað að »nálgast drottin«,ef menn
spyrja hann. Má bera það saman við
orðin í 5. Mós. 5, 27:
»Gáttu nú nær og heyrðu, hvað
drottinn vor guð segir«, Ekki fjar-
lægir drotni, heldur lifandi í návist
hans, getum vér fengið að heyra raustu
hans, og þekkja hans vjlja.
Enn þá oftar er haft orðtækið: -drott-
inn láti sína ásjónu lýsa yfir oss*
(Sálm. 67, 1). Það eru djúpsett orð.
Ljósið, upplýsingin. kemur frá augliti
drottins. Ef vér viljum fá upplýsingu
um, hvar vilji guðs á veg, verðum
vér þess vegna sí og æ að »ganga
fyrir augliti drottins«. Rað stendur
og á öðrum stað: »Ljós tendrast
þeim réttláta* (Sálm. 7 — 9, 11). Hér
er ljósið talið ávöxtur réttlætisins, þ.
e. sannarlegs trúarlífs.
Á öðrum stöðum er upplýsingin,
um vilja drottins, talin ávöxtur guð-
hrœðslunnar. »Ótti drottins er upp-
haf vizkunnar< (Orðskv. 1,7.) eða
ávöxtur heiiags anda, eins og í Spek-
innar bókQ, 17: Hver hefir nokkurn-
tíma þekt vilja þinn, svo að þú eigi
veittir speki og sendir þeim heilaga
anda af hæðum«?
Rekkingin á guðs vilja er og talin
óaðgreinanleg frá eftirbreytni Krists.
»Hver, sem fylgir mér, skal ekki ganga
í myrkri, heldur hafa lífsins ljós«
(Jóh. 8, 12.) Eða frá endurnýjungu
hugarfarsinsins: »Lagið yður ekki
eftir öld þessari, heldur takið hátta-
skifti með endurnýjungu hugarfars
yðvars, svo að þér farið að reyna,
hver sé vilji guðs, hvað hann er góður,
velþóknanlegur og fullkominn« (Róm.
12,2).
Svona mætti tina til heilt safn af ritn-
ingarstöðum, ti! að sanna það, að
allar tilraunir til að fá að vita vilja
guðs eru árangurslausar, nema vér
lifum í guði. Augu vor eru döpur
af því, að hjarta vort er sjúkt (Harma-
grátur 5, 17). Ress vegna verðum
vér að öðlast nýtt hjarta til þess að
fá skýra sjón. Vér verðum að helg-
ast og hreinsast, verðum að lifa voru
lífi í návist guðs og fyrir augliti hans,
verðum að lifa í heilögum anda og í
eftirbreytni Krists. Alt þetta kemur
að lokum í einn stað niður, aðal-
kjarninn er þetta:
Lífið er Ijós mannanna. Frh.
--------------
Á mótlætistímanum
Á meðlætistímunum, þegar alt fer
að óskum, þegar guð veitir oss það,
sem vér þráum, og lætur fyrirtæki
vor lánast, er auðvelt að lofa og veg-
sama guð. En þegar guð segir við
oss: »Það, sem eg gjöri skilur þú
ekki nú«. Regar hann rífur niður
það, sem vér byggum, og uppfyllir
ekki óskir vorar, þá skiftast mennirnir
greinilega í tvo flokka, guðsbörn og
heimsins börn, þá greina guðs börn
sig frá heimsins börnum. Hin síðar-
nefndu mögla og örvænta, en guðs
börn beygja sig í auðmýkt undirguðs
handleiðslu, því þau vita, að hans
ráðstöfun er hin bezta, og orð hans,
sem sagt hefir: »Komið til mín allir
þér, sem erfiði og þunga eru hlaðnir,
eg mun endurnæra yður«, það orð
hans er sannleikur og hann hefir
gefið oss það til leiðbeiningar. Rað
orð skal vísa oss veginn, og veita
oss frið og gleði á göngu vorri.
-------♦♦*----