Frækorn - 15.03.1905, Blaðsíða 9

Frækorn - 15.03.1905, Blaðsíða 9
FRÆKORN 49 Regar allir menn af einum ættboga eru kristnir, og auðvitað álíta, að þeir séu til orðnir til þess að þjóna öðr- um, þá myndi ekki finnast einn mað- ur, sem væri svo grunnhygginn að ræna eða drepa neinn þeirra, sem hjálpa honum og þjónar. Miklucho Maclay1 tók sér bólfestu meðal hinna ruddalegustu manna, sem kallaðir eru »villimenn«, ogþví fór svo fjarri, að hann væri drepinn, að villimenn- irnir elskuðu hann og hlýddu honum, aðeins vegna þess, að hann óttaðist þá ekki og heimtaði ekkert af þeim, heldur gjörði þeim gott. Ef kristinn maður þar á móti lifir í ókristilegu félagi, sem ver sig sjálft og eignir sínar með valdi, og hann er hvattur til þess að taka þátt í vörn- inni, þá er það honum eggjun til þess að inna af hendl hina fyrstu og mik- ilsverðustu skyldu sína. Kristinn mað- ur hefir komist til viðurkenningar sann- leikans aðeins til þess að bera öðr- um vitni um hann einkum sínum nán- ustu, sem eru honum tengdir með skyldleikans eða vináttunnar böndum; og kristinn maður getur aðeins bor- ið sannleikanum vitni með því, að hann ekki hverfi til sömu villunnar, sem hinir aðrir, og fylli hvorki flokk þeirra, er árásirnar gera, né heldur hinna, sem verjast, heldur gefi að- sækjendunum alt, sem hann á, og sanni það í verkinu, að hann sækist einungis eftir því að gjöra guðs vilja, og hræðist ekki annað en það að falla frá guði. Stjórnin getur samt sem áður ekki leyft neinum meðlim þjóðfélagsins að sleppa því að viðurkenna undirstöðu stjórnarlaganna, eða að koma sér hjá því að uppfylla almennar borgara- skyldur. Hún heimtar þessvegna af kristnum manni, að hann sverji, sitji í réttinum og gegni herþjónustu, og ef hann færist undan því að hlýða á- skoruninni, er honum hegnt með út- legð, fangelsi eða máske lífláti. En kristnum manni eru kröfur stjórnar- 1) Frægur rússneskur ferðamaður og landnemi. innaraðeins ný áskorun til þess að gjöra skyldu sína. Hann lítur á kröfur stjórn- arinnar, sem ráðstöfun er menn, sem ekki þekkja sannleikann, hafa gert. Og þess vegna getur kristinn maður, sem þekk- ir sannleikann, ekki látið hjá líða að vitna uin hann fyrir öllum þeim, sem ekki þekkja hann. En jafnframt því sem hann verður að þola ofbeldi, fangelsi eða dauðahegningu, fær hann tækifæri til þess að bera sannleikan- um vitni, ekki aðeins í orði, heldur í verki. Öll ofbeldisverk, svo sem ófrið- ur, ráti og víg eru ekki verk ótam- inna náttúrukrafta, heldur eru það viltir menn, sem ekki þekkja sannleik- ann, sem valda þeim. Og því meira böl, sem þessir menn baka kristnum manni, þeim mun fjar- lægri eru þeir auðvitað sannleikanum, og þurfa þessvegna því fremur að komast til hans viðurkenningar. En kristinn maður getur ekki leitt aðra menn til viðurkenningar um sannleikann , án þess, að hann bægi þeim frá þeirri villu, sem þeir menn, er gera á hluta hans, eru flæktir í, og að hann sýni það með því að launa þeim ilt með góðu. Aðeins í þessu er fólgin skylda kristins manns og lífsgildi hans, sem dauðinn jafnvel ekki getur haggað. — Mennirnir, sem eru sameinaðir hverj- ir öðrum með svikræðinu, mynda eins og samanhangandi heild, og hið illa í heiminum er einmitt sameiningarafl fjöldans. Alt skynsamlegt starf mannsins mið- ar að því að rjúfa þessa samheldnn Allar byltingar eru tilraun til þess að sundra þessari heild með valdi. Rað er trú manna, að þeir eyðileggi heild- ina með því að sundra henni og ráða þessvegna að henni; en viðleitni þeirra til þess að sundra henni, miðar ein- ungis til þess að styrkja eindrægni hennar. Enda þótt þeir af alefli rísi önd- verðir gegn henni, eyðilegst þó ekki samloðunin milli hinna sérstöku hluta hennar, meðan ekki kraftur, sem kem- ur innan að, berst úttil hinna smæstu

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.