Frækorn - 15.03.1905, Side 12

Frækorn - 15.03.1905, Side 12
FRÆKORN 52 merkislínu þjóðmennningarinnar. Á unga aldri hafði hann yfirgefið föðurland sitt, Eng- land, til þess að leita hamingjunnar meðal hitina vestheimsku bræðra sinna. Það var gullfagur og rólegur staður; húsið var bygt á hæð, sem hallaðist niður að suðandi læk, sem knúði áfram sögunarmyllu kippkorn fyrir neðan. Garðurinn var vel plantaður ávaxta- trjám og kálmeti, og meðal þeirra drógu stóru graskerin athygli manna mjög að sér, enda þótt þau hefðu ekki enn þá fengið gula lit- inn, sem prýðir þau að haustinu. í brekkunni, sem snéri til suðurs, lá aldin- garður plantaður fersku- og kirsiberjatrjám - hin síðarnefndu voru þá alþakin þroskuðum ávöxtum. í sömu átt lá mestur hluti eignarinnar; hann var vel yrktur, og stóð nú alþakinn, sumpart þriflegum jurtagróðri og sumpart maís, sem var í þann veginn að fá öx. I norður og austur frá húsinu láu stórir greniskógar, og fyrir aftan þá, tóku við ágæt veiðisvæði, og fóru landsmennirnir þangað oft, þegar hirð- ingin var á enda, til þess að fella villidýr til veírarafnota. Á þeim tímum, var ekki sérlega gott sam- lyndi á milli hvítra manna og Indíána, en Indíánar voru þá mjög tjölmennir, og óttuð- ust menn þá meira en nú. Það var þó ekki oft, sem þeir komu nálægt húsinu, sem vér höfum lýst; þó höfðu Minaterec-Indíánar sést stöku sinnum í útjaðri gre.iiskógarins, en ekki höfðu þeir framið nein ofbeldisverk, með því að þjóðin var vinveitt hinum hvítu. Það var skínandi fagurt kvöld í júnímánuði. Sólin var gengin undir, en himininn var ennþá upp- ljómaður af hinu yndæla geislaskini, sem eg þegar eg var barn, ímyndaði mér, að væri op- inberað mönnunum, til þess að sýna þeim, þegar hér á jörðunni nokkuð af dýrð hinnar nýju Jerúsalem. Máninn varpaði skærum ljóma yfir héraðið og sýndi sérhvern hlut í þeirri fögru mynd, sem vér einmitt höfum lýst. William Sullivan sat á þrepskildinum í húsi sínu, önnum kafinn við að búa út ljáinn sinn fyrir sláttinn. Hann var fríður maður, hafðí sólbrent andlit og hreinan svip. En enda þótt hann í rauninni væri góður maður, var hann þó fullur hleypidóma heiman að gagnvart Ameríkuraönnum alment og sérstaklega að þvi er snertir Indíánana í Norður-Ameríku. Þegar í æsku hafði móðir hans veitt honum góða fræðslu, og hafði hann hlotið betri ment- un, en flestir menn á hans tímum. En með tilliti til boðorða náðarboðskaparins, að því er til framkvæmdanna kom, var hann eins van- kunnandi, eins og hann hefði aldrei heyrt þau. Hann var Englendingur í húð og hár, og virti hvern þann lítils, sem ekki gat hrósað sér af því að (vera enskur) heyra til elskaða landinu hans. Einkum fyrirleit hanti og hat- aði Indíánana, og gleymdi því, að sá sem hefir öðlast gnægð með miklu betri ástæðum og forréttindum, og misþyrmir þó þeim, er verri í guðs augum heldur en þessi fáfróðu börn frumskógarins. Hann var svo önnum kafinn við vinnu sína, að hann tók ek i eftir því, að Indíáni nokkur, hár vexti í veiðimannsbúningi, stóð hjá honurn, fyr en þessi orð, sem töluð vóru í.biðjandi róm, hljómtiðu í eyrum hans: „Viltu gefa ógæfusömum veiðimanni dálít- inn kvöldmat og lofa lionunt að vera í nótt." Ungi bóndinn lyfti upp höfðinu, horfði á ókunna manninn með fyrirlitningu og reiðin skein út úr augum hans, um leið og hann svaraði í róm, sem var óvingjarnlegur eins og orð hans: „Snautaðu burtu, heiðin Indíánahundurinn þinn, þú færð ekkert hér." Indíánin'u leit niður fyrir sig en snéri sér aftur að htnum unga Sullivan og sagði t' bænarróm: „En eg er tnjög hungraður; það er langt síðan, að eg hefi borðað; gefðu mér aðeins brauðskorpu og kjötbein til þess að hressa mig á, það sem eftir er af ferðinni." „Snautaðu burtu, heiðni hundurinn þinn," sagði bóndinn, „eg hefi ekkert handa þér". Það virðist vera harðttr .bardagi í hjarta tndí- ánska veiðimannsins, þar sem dratnbið og neyð- in börðust um yfirráðin; en hið síðarnefnda sigraði og hann sagði með veikum rómi: „Gefðu mér aðeins bikar af kcidu vatni, því eg er mjög þreyttur." Þessi bæn hafði ekki meiri áhrif en hinar fyrri. Með háðung var honum vísað til lækj- arins, sem lá góðan spöl fyrir neðan húsið til þess að fá sér að drekka Þetta var alt sem hann gat fengið hjá manni sem kallaði sig kristinn, en sem leyfði hleypi- dómum og eigingirni að loka hjarta sínu - sem undireins mundi hafa opnast fyrir landa

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.