Frækorn - 15.03.1905, Blaðsíða 14
54
FRÆKORN
„Nei", sagði Sullivati, þessir Indiánar fyrir-
gefa aldrei móðganir."
„Þeir gleyma ekki heldur nokkurntíma vina-
legri athöfn", bætti Mary við. „Eg ætla að
sauma fjöðrina í veiðihúfuna þína og svo fel
eg Þ'g guði á vald, elskan mín. Eg veit vel,
að hann getur samt sem áðnr varðveitt þig,
en eg held, að það sé eitthvað til í því, sem
faðir minn svo oftiega sagði, að vér ætlum
aldrei að vanrækja að viðhafa öll leyfileg ráð
oss til tryggingar. Orðtak hans var: „Treystu
guði eins og barn, en gjörðu það með skyn-
semi; því vér verðum að gjöra nokkuð sjálfir,
ef vér eigum að komast áfram, og vér megum
ekki vænta þess, að kraftaverk verði framkvæmd
fyrir oss, á meðan vér höldum að oss hönd-
um í aðgjörðaleysi." „Kæri Suilivan", bætti
hún við eftir litla þögn, „nú, þegar faðir minn
er dáinn og horfinn, hugsa eg miklu nieira
um það, sem hann sagði, en á meðan hann
var hjá mér, og eg er hrædd um að það sé
algjörlega rangt af okkur, að lifa því lífi, sem
við lifuin; eg finn, að ef guð vildi fara
með okkur eins og við verðskuldum, nrundi
hann sieppa af okkur hendinni, af því við
höfum gleymt honum."
Tárin stóðu í augum Mary, meðan hún tal-
aði. Framh.
Heima
hjá bænum mínum, í fagra dalnum, vaxa feg-
urstu blómin, sem eg hef séð á æfi minni. - En
hversvegna naut eg þeirra ekki lengur? Hinn
sterki straumur tímans færði mig burt, og
öldur lífsins 'éku mér á báritm sínum, og
nú hafa þær sett mig í höfuðborg íslands, en
hversu lengi á eg að verða hér? Vér getum
altaf þirlað upp grúa af spurningum, en hver
getur svarað þeini? Jú, guð getur svarað
þeim, og hann li.tur hjól tímans leysa úr
hinum vandasömustu spurningum vorum, svo
ótvírætt að vér þurfura eigi að efast. Þegar eg
var lítill, tíndi eg fallegustu blómin, sem eg
fann, og sýndi mömmu og hún sagði, að ef
eg væri góður, þá mundi eg ltka verða fall-
egur eins og blómin.
Eg hlustaði á orð móður minnar með eftir-
tekt og fór að hngsa um, hvernig eg ætti að
fara að því, að verða góður drengur; það
þurfti eg að verða og eg sá líka nóg til þess.
Að verða eins fallegur, og beztu og fegurstu
blómstrin, það var nú ekki lítið í varið. Eg
fór nú að skoða þessi undragrös í stækkunar-
gleri úr gömltim gleraugum, sem átt hafði
amma mín; og hvað þau urðu þá falleg og
skýr og margfalt stærri og tígulegri en áður.
Veturinn kont, og blómin mín huldust sttjó
og frosti, svo eg gat ekki séð þau. Eg gleymdi
nú smásaman, að eg þurfti að verða góður til
þess að líkjast blómunutn mínum. Veturinn
kom og flutti ntig burt frá bænum mínum og
eg hef ekki séð hann stðan. Nú er eg hættur
að tína blóm og sýna mömmu, og nú heyri
eg ekki lengur dæmisögur hennar af blómstr-
ttnum og útskýnng hennar á þei t. Sumum
sögununt og ántinningunum, sem hún kendi
tnér, er eg búin að gleyma. Eg verð að fara
að grafa og þá er eg viss utn að eg muni
finna mítt dýrustu frækorn.
C.
---------•««-------
Þú ert með mér
Mikið fagnaðarefni er það, að vér vitum, að
vér eigum föður á himnum. Eins og barnið
finnur skjól í faðmi móður sinnar eða veit sig
óhult við hlið föður síns, þegar það verður
hrætt, þannig flýjum vér í öllum mótgangi og
hættum lífsins til hins mikla guðs, föður vors
á himnum. Sértu faðir eða móðir, þá muntu
hafa séð barn þitt vakna af værum svefni og
heyrt það gráta og kalla á pabba eða möminu.
Barnið hafði máske dreymt vondan drattm. —
Þú gekkst að rúmi þess, iagðir hönd þína á
litla höfuðið og sagðir: Vertu rólegt, barnið
mitt, mamrna og pabbi eru hjá þér, og jafn-
skjótt varð barnið þitt rólegt og sofnaði, því
það var óhrætt í nærveru þinni. Fannig leít-
um vér í þrengingum vorum í bæn til föður
vors á himnum, því vér vitum, að hann er
með oss og að þá er ekkert að óttast.
(Þýtt).
Ráðning
á 1. biblíugátunni í 3 tbl.
Elzti maðurinn, sem biblían getur um, er
Enok, sem var lifandi tekinn til himíns án
þess að deyja.