Frækorn - 15.03.1905, Blaðsíða 15

Frækorn - 15.03.1905, Blaðsíða 15
FRÆKORN 55 Dönvigs björgunar-dufl. fslenzku blöðin hafa flutt fregnir um þessa uppfundningu hins norska skipstjóra. Oss er ánægja að geta flutt mynd af duflinu. Pað hefir vakið mikið um- tal. Eftir þeim tilraunum, sem gerðar hafa verið í Noregi, munu sjómenn þar alment álíta að sér sé borgið, hafi þeir björgunardufl Dönvigs með sér á sjóinn. Rað er úr stáli og svo traust að það bilar ekki í hvaða stormi sem er. Það er ætlast til. að það geti orð- ið mönnum sérstaklega að gagni, þar sem björgunarbátar reynast ónógirí gtormi og sjógangi. Rað mun geta rúmað hér um bil 12 til 15 menn ásamt nægum forða til fleiri daga. F*að virðist vera sjálfsagt fyrir út- gerðarmenn og sjómenn, hér á landi, að reyna þetta björgunaráhald á ís- lenzkum skipum. Vilji ekki útgerð- armennirnir leggja út í þann kostnað, sem af því leiðir, þá ættu sjómanna- félögin að taka höndum saman um slíka tilraun. Mannslífin eru of dýr- mæt til þess að fara forgörðum svo tugum skiftir árlega, hér hjá oss, sé á annað borð nokkur kostur að af- stýra því.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.