Frækorn


Frækorn - 08.03.1906, Síða 1

Frækorn - 08.03.1906, Síða 1
Verði þinn vilji. Eftir dr. R. A. Torrey. Slá upp í Matth. 27, 39. og 42. Hér mætir þér það, sem er átakan- legast í öllu lífi Jesú hér á jörð. Hann er í Getsemanegarði. »Og hann gekk litlu lengra fram, féll fram á ásjónu sína, bað og sagði: »Faðirminn, ef mögulegt er, þá víki frá mér þessi kaleikur, þó ekki sem eg vil, heidur sem þú vilt! »Fá fór hann í öðru sinni, baðst fyrir ogsagði: »Faðir minn, ef það er ekki mögulegt, að þessi kaleikur víki frá mér, án þess eg drekki hann, þá verði þinn vilji!« Hann sýndi kærleika sinn til guðs föðurs, með óbifanlegri hlýðni við vilja föðursins, þrátt fyrir að þessi vilji færði honum óumræðilegar hjart- ans kvalir og angist. Vér höfum aðra opinberun yfir það, hvernig Jesús óttaðist krossinn. Það voru ekki einungis hinar líkamlegu þjáningar, heldur miklu framar sálar- kvalirnar, sem voru orsök í þeim ótta. Hvað hans líkamlegu þjáningum við- víkur, þá hefir aldrei nein mannleg vera lifað, sem hefði verið fær um að þola þær þjáningar, sem Jesús leið. Pess meiri þroska sem taugakerfi mannsins hefir náð, því sárari verða líðanirnar í taugum og líkama; og líkami Jesú var fullkomnastur allra. Hann hafði »gnótt lífs« í ríkari anda enn nokkur önnur mannlegvera hefir nokkrusinni haft, og varðþaraf leiðandi að óttast kvalir dauðans, með meiri sálarangist en mögulegt hefði verið fyrir nokkra manneskju. Og þetta var ekki hið einasta. Það voru ekki einungis hinar líkamseðlis- legu kvalir, svo hræðilegar sem þær voru, en á krossinum átti hann að berabyrði syndanna, standa í sporum syndarans, sem er yfirgefinn af guði. Hann hrópaði: »Guð minn! Guð minn! Hvers vegna hefir þú yfirgef- ið mig?< Og þegar hann fann, að hann nálgaðist meir og meir hin ótta- legu úrslit, og enn fremur hinar hræðilegu sálarkvalir, hopaði hann frá þeim, og blóðið braust út af svitahoiunum á enni hans í hinu hræðilega sálarstríði. En mitt í hinni voðalegu baráttu, þegar hans blóðugi sveiti sýndi, að hjarta hans ætlaði að bresta, sagði hann : Faðir, ekki sem eg vil, held- ur eins og þú vilt!« Slíka trú þurfum vér nú á tímum — ótakmarkaða undirgefni undir guðs vilja, sem ekki víkur fyrir neinu, þrátt fyrir þann ótta, sem mannleg náttúra heíir af því—sem getur geng- ið fram mitt í stríðinu og sagt: »Faðir, ekki sem eg vil, heldur sem þú vilt.« * * * í 40. sálmi Davíðs lesum vér: »Mig langar til að gjöra þinn vilja, minn

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.