Frækorn - 08.03.1906, Qupperneq 7
FRÆKORN
79
William Booth.
Vér gjörum ráð fyrir, að lesendur
Frækorna« vilji gjarnan sjá mynd þessa
manns, sem er orðinn kunnur um allan
heim sem stofnandi og yfirforingi (»gen-
eral«) Hjálpræðishersins.
Booth er fæddur 1829. Varð snemmi
gagntekiun af lifandi kristindómi og fór
ungur að taka þátt í starfi til eflingar
guðs ríkis. Var lengi framan af medó-
dista-prestur, en fann árið 1865 upp á
því að stofna »Hjálpræðisherinn«, sem
lesendur »Frækorna« þekkja að einhverju
leyti af starfi hans hér á landi; »herinn«
fékk enga verulega útbreiðslu fyr en árið
1878. Nú er hann kominn mjög víða.
»Hjálpræðisherinn« hefir víðast hvar
gert mikið gott, sérstaklega í stórborg-
um erlendis, og síðast en ekki sízt ber
að muna eftir þvf, að hann hefir víða
gert mikið gott í mannúðaráttina. »Gen-
eralinn« hefir í því sýnt þá atorku, þann
skilning og þá tilfinningu fyrir neyð og
vesaldóm manna, sem er stórkostlegt dæmi
upp á starfandi kristindóm. Rannig hef-
ir hann — eins og sagt er í síðasta tbl.
— nú gengist fyrir því, að flytja 10,000
fátæklinga frá Englandi (London) til Kan-
ada og koma þeim þar fyrir við jarð-
yrkju. Slíku er ætíð vert að halda á
lofti.
Andatrúin og blöðin.
>Fjallkonan« virðist vera talsvert íinari
í sókninni síðan »Fróðárundrin nýju«
(þ. e. sögur Faustinusar í »Politiken«)
koniu út. Hún reynir að bjarga sér með
að láta mikið yfir því, að Sig. Trier hefði
ekki fengið að rita í »Politiken« gegn
Faustinusi. En sú tilraun varð henni
skammgóður vermir, þegar »Þjóðólfur»
tók það fram, að Sig Trier hefði ritað
i 3 greiner í »Politiken« gegn Faustínusi,
| og eftir öllu að dæma hefði hann átt að-
{ gang að blaðinu með alt, er hann vildi
koma í það um málið. Pá sló blíða
logni yfir »Fjk.« Hún var orðin orð-
laus.
»Þjóðviljinn« er í síðasta tbl. að fræða
lesendur sína um annað líf eftir kenn-
ingum andanna. A því er auðvitað ekk-
ert annað að græða en það, að menn
fá að sjá, hve dæmalaust grunnhygnir
andatrúarmennirnir eru í skoðunum sfn-
um. Eitt er samt vert að benda á í
^Pj^ðvilja^-greininni, setn sé það, að þar
er berum orðum sagt, að andatrúi sé
trúarbrögð vantrúarmannanna, hún sé fyrir
þá, sem ekki geta fest trú á guðs orði í
heilagri ritningu, né á Jesú Kristi, sem
guðs son Og fyrir þá, sem svo langt
eru leiddir á glapstigu í andleguni efnum,
er lítið að fá, enda segja andarnir, að
guð birtist þeim ekkert frekar í öðru lífi
heldur en hér, — þ. e. »andarnir« hafa
þá í rauninni — samkvæmt játningu sjálfra
sín —ekkert að bjóða hinum »trúuðu«
vantrúarmönnum.
■»Reykjavíkx svarar 3. þ. m. einkar-vel
ritgjörð E. H. í »Skírnir«. E. H. er alt
í einu orðinn kristindómsfrömuður, og
andatrúin er óbrigðult méðal til þess ac
gjöra menn kristna, álítur hann. Hann
heldur því fram, að ef andatrúin færi
mönnum heim sanninn um »framhald lifs-
ins«, þá væri búið að sanna kristindóm-
inn, þá væri vissa fengin fyrir því, að
Jesús Kristur sé guðs sonur o. o. frv.
— En E. H. gáir ekki að því, hve mik-
il hugsunarvilla þetta er, sem hann fer
með; því allir sjá það, að þó Pétur og
Páll gætu birzt eftir dauðann, þá sannar
það alls ekki guðdóm Krists; það sannar
þá jafn-mikið guðdóm Péturs og Páls.
»Reykjavík« ályktar því alveg hár-rétt, að