Frækorn - 08.03.1906, Síða 8
80 FRÆKORN
í stað þess að »sanna« kristindóminn
rriyndi andatrúin (gæti hún annars nokkru
áorkað í þessu tilliti, sem hún ekki getur)
gjöra það eitt að svifta kristindóminu
trúnni á aðaikenningu hans: trúnni á
guðdóm Knsts.
Nýja Kirkjublaðið fór 1. f. m. að
tala um andatrú og kristindóm, en þó
ekki svo, að nokkur maður gæti skiiið,
hver væri skoðun biaðsins í þessu máli.
Meira átti að koma í næsta tbl. Svo leið
og beið, þangað til von var á blaðinu
aftur; það kom þá loksins um þann 24.
(var dagsett þ. 20.), en ekkert orð um
andatrúna; ýmisiegt gersamlega óþarft
var látið sitja í fyrirrúmi. Blaðið fyrir
1. marz er ókomið enn (þ. 8.) Það lítur
heizt út fyrir, að ritstjórarnir geti ekki
komið sér saman um andatrúna, enda er
það sorglegur sannleikur, að. ýmsir guð-
fræðingar, sem standa að »N. K.«, munu
vera helzt til um of á bandi »andanna,«
og getum vér ef til vili komist að því
síðar.
Fréttir.
Stórkostlegt manntjón.
A mánudaginn flutti loftskeyti þá fregn,
að stór skaði hafi orðið á fiskiskipum
við Noregsstrendur (Lofoten?) á föstu
daginn var. Höfðu 1200 manns verið
úli á sjó, á bátum, er ákaflegt stórviðri
skall á, og er haldið, að mikil! hluti
þeirra hafi farist. Nokkrir menn, sem
af komust, höfðu séð marga báta á hvolfi.
/ Austurríki
hefir stjórninHagt fyrir þingið frumv.
um almennan kosningarétt, og er haldið,
að ef það nær fram að ganga, þá verði
Þjóðverjar í minni hluta, en hingað til
hafa þeir verið þar hinn drotnaiidi þjóð-
flokkur. Rar í landi er þjóðflokkarígur
mjög mikiil og ekki ótrúlegt, að ríkið
gliðni alt í sundur áður langur tími líður.
(Jngverjar og Austurríkismenn.
Alt litlit er fyrir, að sambandið milli
Austurríkis og Ungverjalands verði bráð- |
um slitið. Hefir Ungurum lengi verið I
lítt gefið um konung sinn, sem jafnframt 1
er keisari í Austurríki. Nú fyrir skömmu
sagði ráðaneyti konungs af sér, en kon-
ungur gat engan fengið úr meiri hluta
flokknum til þess að taka að sér mynd-
un nýs ráðaneytis. Hann fékk þá yfir-
herforingja sínum í Ungverjalandi vald í
hendur til þess að rjúfa þingið, en þing-
menn mótmæltu því, að siíkt væri í sam-
ræmi við stjórnarskrá landsins. Var þá
herflokkur scndur inn í þingsalinn og
þingmenn reknir út. Efri málstofan hlýddi
þó þingrofsboðinu.
/ Brasiliu
er forsetakosning ný afstaðin og heitir
sá Alfonsó Penna,'sem kosinn er.
Halldór Daníelsson
bæjarfógeti fór til útlanda nú fyrir helg-
ina og dvelur ytra um tíma sér til heilsu-
tiótar. Embættið annast í tjarveru hans
Páll Einarsson sýslumaður í Hafnarfirði,
nema formeusku í bæjarstjórri; hana hefir
á hendi Jón Magnússon skrifstofustjóri.
Embætti Páls sýslumanns gegnir Sig-
urður Eggerz cand. jur.
Rúðgert er að reisa nýlt barnaskóla-
hús á Seltjarnarnesi, en selja hið gamla.
Faxafióa-ísfélagið hefir nýlega haldið
aðalfund og stendur hagur þess mjög
vel. Pað borgaði hluthöfum 12°/0 af
hlutafénu og að a’uki fengu þeir 50 kr.
skuldabréf hver, er greiða skal af 4V2n/0
í vexti. Arstekjur félagsins höfðu verið
rúmar 16 þúsundir, en kostnaður rúmar
12 þúsundir. Sturla kaupmaður Jónsson,
er víkja átti úr stjórninni í þetta sinn,
var endurkosinn.
Ábyrgðarfélag fyrir mótorbáta er nú
stofnað hér í sambandi við þilskipa-
ábyrgðarfélag Faxaflóa, eða sem sérstök
deild af því, er eingöngu taki að sér
ábyrgð á mótorbátum. Pessi deild hefir
fjárhag sinn út af fyrir sig og tekur eng-
inn þátt í skaða né ágóða aðalfélagsins.
BRÚKUÐ ÍSLENZK C,
FRÍMERKI OO
BRÉFSPJÖLD ^ íþ
kaupir >s
D. ÖSTLIUND.
Prentsm. „Frækorna."
'V. NJ
'^5