Frækorn


Frækorn - 08.03.1906, Qupperneq 6

Frækorn - 08.03.1906, Qupperneq 6
78 FRÆKORN Þegar eg kom inn í skóginn og fór að virða fyrir mér trén, hveit eftir annað, virtist mér þau tré, sem voru lengra inn í skóginum vera hentugri en það og það tréð, sem eg var að skoða. Þannig eigraði eg tré frá tré án frekari aðgjörða, unz eg var kom- inn gegn um skóginn. Hinum megin skógarins kom eg að mjög blómlegum aldingarði. Fyrir innan garð-hliðið sá eg ungt og fag- urt kirsuberjatré, þakið ávöxtum. — Nú kom freistingin. Eg stóð þarna hjá trénu, og virti fyrirmér hina þrosk- uðu ávexti þess. Það var mér full- Ijóst, að eg hafði enga heimild að taka eitt einasta ber af trénu. Þar eð garðurinn var nokkuð langt frá bústað eigandans, og enginn maður nálægt, fóru að renna á mig tvær grímur að klifra upp í tréð, og fá mér glaðning at hinum girnilegu og þrosk- uðu kirsuberjum. Eg sem sé gleymdi þvf, að guðs alskygna auga hvíldi á mér, þar sem eg stóð forsælis við tréð. Eg lét að kalli freistingarinnar, og klifraði nú upp 1 tréð, og fór að slíta kirsuberin af greinum þess Vegna þess eg óttaðist að einhver gæti álengdar séð mig þar sem eg var uppi í trénu, fundust mér berin alls ekki góð í munni. Eg tók þá til bragðs, að brjóta af nokkrar greinar, alþaktar berjum, sem eg hugsaði til að gjöra mér gott af á heimleiðinni, því eg áleit, að eg myndi njóta smekks- ins betur, þegar hræðslan við það, að einhver kynni að sjá mig uppi í trénu, væri horfin. Eg sá að efstu greinar trésins voru bognar af þunga ávaxtanna. Þangað klifraði eg. Eg tók um grein, og ætlaði að sníða hanai af með hnífnum mínum. Retta gjörði eg í einskonar óttablöndnum ofurhug. Pegar eg svo ætlaði að að láta skríða til skarar, og bregða hnífnum á grein- ina, varð hann laus, og hraut úr hend- inni og straukst með fullum hraða þvert yfir fingurna á vinstri hendinni, sem eg hélt um greinina með, og skar inn að beini. Eg gat ekki séð blóð án þess að Iíða í ómegin. Pegar eg sá blóðið streyma úr hverjum fingri, hné eg í öngvit og datt til jarðar. Eg stóð upp eftir byltuna, án þess að verða var við nokkur meiðsli af henni. Eg vafði vasaklút mínum um sárin og hraðaði mérheim. Erindi mitt hafði meir en mishepnast; eg hafði ekki rekið erindi mitt, samkvæmt skip- un föður míns, heldur framið afbrot °g gjört inig óhæfan að hjálpa hon- um við uppskeruna. Faðir minn veitti mér þungar átöl- ur, og hótaði mér hegningu, þegar sár mín væru gróin. Móðir mín batt um sár mín og sýndi mér móðurlega hluttekningu. Samvizkan áklagaði mig fyrir að hafa með þessu aflað mínum kæru foreldrum hrygðar. Margar vikur liðu áður hinn mikli áverki greri. Nú eftir 40 ár eru örin á fingrunum jafn auðsæ og glögg eins og þegar sárin voru nýgróin. Ef ör- in á fingrunum hefðu verið einu af- leiðmgarnar af þessu tiltæki mínu, hefði ekki verið neitt um það að segja. En sálin særðist ekki síður en líkam- inn. Samvizkan misti rósemina og friðinn, sein enginti maður gat bætt henni aftur. Iðrunartárin gátu ekki afmáð afbrot mitt. Ekkert nema blóð jesú getur læknað særða sál. Kæru börn, eins og örið verður eft- ir, þar sem sárið hefir verið, eins munu æskusyndirnar skilja eftir spor sín. Minning þeirra mun verða eftir í meðvitundinni eins og örin á lík- amanum. Ulum vana æskunnar verð- ur ef til vill útrýmt, en hann mun á- valt skilja eftir me-rki sín. J J- þýddi.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.