Frækorn - 08.03.1906, Qupperneq 4
76
FRÆKORN
»Guð, ef þú ert til, þá bið eg þig að i
sýrra mér, hvort Jesús Kristur sé son- |
ur þinn; ef hann er það, þá lofa eg
að trúa á hann sem frelsara minn og
að játa hann sem frelsara heimsins.«
»Já«, svaraði hann, »eg vil einnig
gjöra það; en það hjálpar ekki neitt.
Rað stendur alveg sérstaklega á fyrir
mér.«
»Enn þá eitt«, byrjaði eg aftur, »Jó-
hannes segir í guðspjalli sínu (20, 31);
,Retta er skrifað, svo að þér tryðuð,
að Jesús er Kristur, sonur guðs, og
Svo að þér, sem trúið, hafið lífið í
hans nafni.‘ Jóhannes segir hér, að
hann hafi skrifað guðspjall sitt til
þess að veita mönnum sannanir fyrir
því, að jesús er Kristur, sonur guðs.
Viljið þér kynna yður rökleiðslu hans?
Viljið þér lesa Jóhannesarguðspjall?«
»Eg hefi lesið það aftur og aftur«,
anzaði hann. >Eg get lesið stóra kafla
af því utanbókar, ef þér viljið heyra
það.«
»Nei, eg óska aðeins, að þér lesið
það enn einu sinni á nýjanhátt: Hvert
sinn, er þér byrjið að lesa, eigið þér
að biðja þessabæn: ,Guð, ef þú ert
til, þá sýndu mér, hvað satt sé í þeirri
grein, sem eg nú ætla að lesa, og eg
vil breyta eftir því, sem þú sýnir mér
sem sannleika’. Lesið ekki mikið í
einu. Leitist hvorki við að efast né
trúa. Verið þér aðeins reiðubúinn til
að verða sannfærðuraf sannleikanum.
Lesið með eftirtekt, og þegar þér er-
uð búinn að lesa guðspjallið, látið mig
vita, að hverri niðurstöðu þér kom-
ist.«
»Já«, sagði hann, *egskal gjöra alt,
sem þér hafið beðið mig um, en það
hjálpar ekki neitt. Rað stendur alveg
sérstaklega á fyrir mér.«
»Látið þér það ekki á yður fá«,
sagði eg og endurtók hin þrjú atriði,
sem hann hafði lofað að gjöra, og
svo skildum við.
Hérumbil 3 vikum síðar talaði eg
eitt kvöld í syðri hluta borgarinnar.
Eg sá vin minn þar. Eftir að sam-
koman var á enda, kom hann til mín
og sagði: »Rað var sannarlega eitt-
hvað í þessu.«
»Rað vissi eg fyrirfram«, svaraði eg.
Eg tókst því næst á hendur að fara
austur í Massachusetts og halda fyr-
irlestra við nokkra háskóla. Regar eg
kom 'aftur, var mér haldinn velkom-
endafundur. Maðurinn var á þeim
fundi. Hann kom til mín ogspurði:
»Eruð þér vant viðlátinn ?«
»Ekki svo, að eg hafi ekki tíma til
að tala viðyður*, svaraði eg. Við fór-
um inn í herbergi út af fyrir okkur.
»Eg get ekki skilið, að eg nokkurn-
tíma gat hlustað á orð þessara manna«,
sagði hann, og nefndi nokkra vantrú-
aða rithöfunda og unitara-presta. Alt
sem þeir fóru með, finst mér nú vera
vitleysa.
»Bibiían skýrirþað fyrir yður«, sagði
eg. »Lesið 1. Kor. 2, 14.: »Holdlega
sinnaður maður skilur ekki það, sem
guðs anda tilheyrir, því það erheimska
fyrir honum, og hann getur ekki skil-
ið það, því það hlýtur andlega að
dæmast.« Nú, þegar þéreruð komn-
ir í rétta afstöðu til sannleikans, hefir
guð opnað augu yðar, svo að þér
sjáið hann.«
Hann náði takmarkinu háleita, óbif-
anlegri trú á Jesúm Krist sem guðs
son og á ritninguna sem guðs orð, og
ef þér efist um þessa sögu, þá getið
þér sjálfir sannfærst um sannleika henn-
ar með því að íylgja ráðleggingunni,
sem hún hefir að geyma.