Frækorn - 08.03.1906, Qupperneq 3
FRÆKORN 75
»Hann stendur þarna í horninu,«
hvíslaði hún.
Eg þurfti samt ekki að ganga til
hans, því að þegar áheyrendurnir
höfðu farið úr sainum, kom hann til
mín og sagði: »Dr. Torrey, eg vil
ekki vera ókurteis gagnvart yður, erj
eg verð að segja yður, að reynzla
mín mótmælir hverju því atriði, sem
þér hafið kent þessum námsmönn-
um.«
»Hafið þér þá gjört það, sem eg
bað námsmenn mína að hvetja alla
efasemdar- og vantrúarmenn -til að
gjöra, um leið og eg fullvissaði þá j
um, að ef þessir gætu fengist til að
breyta þannig, eins og eg sagði fyrir, |
þá myndu þeir komast út af vantrú
og efa sínum, og ná fram til fullvissu |
og trúar á bibiíuna sem guðs orð, og
á Jesúm sem guðs son?>
»Já, eg hefi reynt það alt saman.
»Reynið þér það þá til gagns.«
Eg kallaði á skrifara minn og skip-
aði honum að skrifa eins og hér seg- |
ir:
»Eg trúi, að ti! sé skilyrðislaus mun- j
ur milli góðs og ills*), og eg gjöri
þann ásetning, að fylgja þessari trú
minni þangað, sem hún mun leiða
mig. Eg lofa að gjöra alvarlega til- I
raun til þess að vita, hvort Jesús
Kristur sé sonur guðs, og verði eg
sannfærður um, að hann sé það, þá
lofa eg að taka hann fyrir frelsara
minn og játa hann opinber!ega.«
Skrifari minn bjó út tvö eintök af
þessu loforði. Eg afhenti þau til
* Eg gat ekki látið hann skrifa: Eg
trúi tilveru guðs«; því þessi maður var
»óvissu-maður« (agnostikari) og trúði því
ekki tilveru guðs né afneitaði henni, og j
það verður ætíð að byrja með mann þar
sem hann er. — R. A. T. \
mannsins og spurði hann: »Eruð þér
fús á að skrifa undir þetta loforð?«
»Auðvitað«, sagði hann og skrifaði
nafn sitt á bæði eintökin. Annað braut
hann saman og lagði í mína vasa-
bók. Rví næst sagðihann: »f*að kem-
ur auðvitað ekkert út af því. Það
stendur alveg sérstaklega á fyrir mér.«
(Þetta var að því leyti satt, sem hann
hafði verið unitari, spíritisti, teosóf og
y'mislegt fleira; nú var hann algerðnr
óvissu-maður .)
Enn er eitt , bætti eg við. »Vitið
þér, að guð sé ekki til?«
»Nei«, svaraði hann, »eg veit ekki,
að guð sé ekki til. Sá maður er heimsk-
ingi, sem segir, að hann viti, að guð
sé ekki til. Eg er óvissumaður. Eg
hvorki fullyrði né afneita.«
»Rétt er það«, sagði eg. >Eg veit,
að guð er til. En það hjálpar yður
ekki. Viíið þér, að guð heyrir ekki
bænir?«
>Nei«, anzaði hann »eg veit ekki,
hvort guð heyrir bænir. Eg trúi því
ekki, að hann geri það, en eg veit
ekkert um það.«
»Eg veit, að hann heyrir bænir«,
hélt eg áfram, »en það hjálpar yður
ekki. Ef til vill hef eg samt lykil, er
geti opnað fyrir yður dyr þekkingar-
innar. Þér hafið tekið próf við ensk-
an háskóla?
Já.«
Pá þekkið þ 'rauðvitað aðferð nú-
tíðarvísindanna? Pér vitið, að ef nútíð»
arvísindin finna leiðarvísir til frekari
vissu, þá fylgja þau honum til þess
að sjá, hvert hann leiðir þau. Hér
höfum vér slíkan leiðarvísir. Viljið
þér knésetja aðferð nútíðarvísindanna
í trúarlegum vísindum yðar? Viljið
þér fylgja þeim leiðarvísir, sem eg
hef'í hyggju, og sjá, hvert hann leiðir
yður? Viljið þér biðja þessa bæn;