Frækorn


Frækorn - 08.03.1906, Qupperneq 2

Frækorn - 08.03.1906, Qupperneq 2
74 FRÆKORN guð! og þitt lögmál er inst í rnínu hjarta.« Hér sjáum vér kærleika Krists til íöðursins opinbera sig í virkiiegri gleði af að gjöra hans vilja. Sá guðs vilji, sem meintur er í 40. Sálminum, er, að Kristur skyldi fórna sjálfum sér sem friðþægingarfórn. Guð sagði: »Gef þú líkama þinn út sem íórn — ekki lengur fórn af dýrum. Fórnaðu iíkama þínum! Eg hefi til- búið þér líkama; fórnaðu honum sem virkilegri fórn, sem fórnir gamiatesta- mentisins eru að eins sem myndir og skuggar í samanburði við.« Hann leit einungis upp til föðursins og sagði: »Mig langar til að gjöra þinn vilja. < O, hvílíkur friður oggleði að geta gefið líf sitt út eins og fórn. — Hve oft kemur það ekki fyrir oss, sem vér enganveginn getum ráðið bætur á. Vér setjum oss þá niður og segjum: »Eg beygi mig fyrir drottins vilja« Ffann beygði sig einnig, ekki einung- is fyrir guðs vilja, heldur fann hann sina gleði i þvi. Eitt af því, sem hrífur mig mest við innsetningu kvöldmáltíðar-sakra- mentisins, er, að drottinn, þá hann tók brauðið, gjörði hann þakkir; og sömuleiðis þá hann tók kaleikinn gjörði hann þakkir. Eg hygg, að margir af lesendunum muni hafa heyrt þetta mörgum sinn- um án þess, að hugsa mikið um það. Hvað þýðir það annað en, að hann gefi út líkama sinn og úthelli blóði sínu! og hann þakkaði guði fyrir það, þakkaði guði fyrir einkarettindi kross- ins. Fólk segir möglandi: Eg hlýt að bera krossinn minn.« En Jesús tók brauðið og vínið, sem miðaði tii hinnar miklu fórnar, sem hann átti að færa og sagði: »Faðir, eg þakka þér.« Hversvegna? Afþví hann elskaði guð. Vér sjáum þessa gleði í guðs vilja, birtast í honum frá æsku. Þú minn- ist hans í musterinu. (Lúk. 2, 49.) Foreldrar hans höfðu haldið heim- leiðis, en snéru aftur og fundu hann eftir nokkra leit í musterinu, og þau urðu öldungis íorviða. Móðir hans sagði: »Faðirþinnog eg leituðum þín harmþrungin.« En hann svaraði: »Hvers vegna leituðuð þið mín? Vissuð þið ekki, að mér bar að vera í míns föðurs húsi.« Óvissi maðurinn. Eftir dr. R. A. Torrey. Fyrir nokkrum árum hélt eg í Chi- cago fyrirlestur fyrir nemendum mín- um um það, hvernig vér eigum að hegða oss gagnvart efasemdar- og vantrúarmönnum. Fyrirlestrarsalur vor í Chicago er opinn fyrir alla, og oft er það blandaður söfnuður, sem þar kemur saman: kristnirmenn og Gyð- ingar, rómversk-kaþólskir og mótmæl- endur, trúaðir menn og efasemdar- menn, agnostikarar (óvissumenn) og guðsafneitarar. Við lok nefnds fyrirlesturs kom kona dr. Gordons heit. frá Chicago til mín og sagði: Tókuð þér eftir manninum, sem sat við hlið mína, meðan þér voruð að tala?« Eg hafði tekið eftir honum, af því eg hafði einusinni haft stutt samtal við hann. »Meðan þér voruð að tala«, hélt frú Gordon áfram, >heyrði eg hann segja: Eg vildi óska, að hann reyndi þessa aðferð við mig.« ♦ Rað myndi eg með gieði vilja gjöra,« anzaði eg.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.