Frækorn


Frækorn - 08.03.1906, Síða 5

Frækorn - 08.03.1906, Síða 5
FRÆKORN 77 Cæsar. Cæsar einvaldur stóð, brann í hjartanu glóð, þrungin afli var mund, sauð í æðunum blóð. Hetjusvipur á brún skýrði auðlesna rún, sem að þektist af hverjum en einkum hans þjóð. Hundvís höfðingja sveit til hans öfundsjúk leit, frægð hans vildi hún ná, skeytti minna um heit. Samtök hófu þeir fljótt, fyr en dimdi af nótt kvað við boginn, og lensan við brjóstinu hneit. Kappinn hraustur í iund sótti fjölmennan fund, þótt hann vissi sin örlög á komandi stund; þögull settist á bekk, til hans hópurinn gekk, sem að þangað var kominn að vekja ’honum und. Hljóðir hetjuna við hugðust tala um frið eins og drenglyndir menn, sem að sett hafa grið. Undir lævísin lá, flokkur morðkutum brá, sóttu vopnlausan kappann að þrælmenna sið. Cæsar varðist um hríð, en þó kom þar urn síð, að hann bugaði mergðin og hugarins stríð, sviftur sorgblíðri ró sagði’ um ieið og hann dó: ^Og þú sonur minn Brútus ert með þessum lyð.« Veik er kúgarans hönd, bljúg erkonungsins önd, ef að þegnarnir vakna og slíta sín bönd. Hvar er drotnarans þor? Hver vill ganga hans spor, þegar frelsið i almætti nemur sér lönd? Hallgr. Jónsson. Örin. »Hvaða ör eru þetta?« sagði María Iitla einhverju sinni við föður sinn, er hún sat í knjám hans og hafði greipt hönd hansílitlu, hvííu höndinni sinni.« sRessi ör, barnið mitt! Að segja þér, hvernig eg hefi fengið þau, myndi verða löng saga.« »Góði pabbi minn, segðu mér það, mér þykir svo gaman að heyra sög- ur.« »Ressi ör, barnið mitt, eru nú fullra 40 ára. Penna tíma hafa þau verið þögul vitni, gegn mér, um óhlýðni mína og gáleysi gagnvarí mínum góðu foreldrum, sem og yfirtroðslu guðs lögmáts.« »Ó, pabbi minn«, sagði María, »segðu mér hvernig það vildi til.« Faðir hennar sagði henni þá eftir- fylgjandi sögu: »Regar eg vat hér um bil 12 ára I gamall, var það einn bjartan og logn- mildan haust-dag, að faðir mjnn sendi mig út í skóg, sem ekki var langt í burtu, til að sækja trjástöngul, sem ! hann gæti notað til að ná niður epl- um af trjánum með. Eg tók litlu ex- j ina mína, og fór léttum tetum til skóg- arins, og hugði að framkvæma erindi mitt, höggva upp einhvern grannan trjástöngul, og hlaupa undireins með hann heim.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.