Frækorn - 07.06.1906, Page 2
178
FRÆKORN
muntu aldrei lifa í hlýðni við guð.
Vinir mínir, þó þér ekki lærið annað
í dag þá reynið að líkjast meistara yðar
í þessu, að gleðjast ekki við hrós heims-
ins, og hryggjast heldur ekki þótt hann%.
ámæli yður; hið eina fyrir yður að hugsa
um er þetta : er verk mitt guði þóknan-
legt, — gefur hann mér vitnisburð, — fæ eg
heiður hjá honum? Þetta er leyndar-
dómurinn við það líf, sem helgað er
guði, að menn taka ekki vitnisburð eða
heiður af nokkrum öðrum. Þetta mundi
vernda oss frá að gjöra margt sem vér
erum í vafa um að rétt sé og sumir
hafa með höndum svo lengi að það
verður meginregla í lífi þeirra. Hversu
oft freistumst vér ekki til að víkja af
veginum til þess að þóknast þeim, sem
oss þykir vænt um.
Margir álíta að það sé hættulegt fyrir
prédikara að segja slíkt, af því hann
með þessu hreki marga frá sér, sem
annars mundu verða honum til mikillar
hjálpar við trúboðsstarfsemi hans. En
vér þurfum engra, nema drottins hjálp.
Látum oss ekki sækjast eftir heiðri hjá
nokkrum öðrum en guði; en verum að-
gætnir og lifum þannig að vér sífelt get-
um haft hans vitnisburð.
Guðs dýrð.
Virðum fyrir oss tvö dæmi, sem af-
mála kærleika Krists til föðursins. Jóh.
17, 4. »Eg hef lokið því verki, sem
þú fékst mér að vinna.< Hann sýndi
kærleika sinn til föðursins, ekki einungis
með því að byrja guðs verk, heldur einn-
ig með því að fullkomna það. Hvar
fullkomnaði hann það? svarið erjóh. 19,
30; En er Jesús hafði edikið til sín tek-
ið, sagði hann: »F*að er fullkomnað,«
og hann hneigði höfuðið og fól guði
anda sinn. A þennan hátt fullkomnaði
hann verk föðursins á krossinum. Eg
og þú byrjum á guðs verki og eitthvað
þemur í veginn, en vér vinnum það
samt sem áður. Mikil sjálfsafneitun ligg-
ur fyrir oss, en vér gefumst þó ekki
upp, en að lokum —- hvað er það sem
blasir við okkur? Krossinn. Eigum
við að geta haldið stríðið út til enda, er
það einungis fyrir kraft krossins Krists.
Lengra en það komumst vér ekki.
Jesús hefir sýnt oss veginn. Regar
hann byrjaði göngu sína fékk hann í
fyrstunni hrós, þegar á leið, mætti hann
tortrygni, síðan var breiddur út ósannur
orðrómur um hann, svo kom veruleg
ofsókn. En hann hélt áfram alt til kross-
ins og stóð stöðugur, þar til hann dó á
honum og sagði: >það er fullkomnað.«
Hér sjáum vér hvað vér þurfum —
þann kærleika, sem fullkomnar það verk,
er guð hefir fengið oss að vinna, jafnvel
þó það ætti að fullkomnast á krossinum.
Enn er ein opinberun á kærleika hans
til föðursins — hin helzta af þeim öllum,
hana finnurn vér á tveim stöðum, hjá
Jóh. 7, 18. og 17, 4. »Hver sem talar
af sjálfum sér, sá leitar eigin lofdýrðar,
en sá sem leitar þeim heiðurs, sem sendi
hann, sá er sannorður og prettalaus.« —
Eg hefi gjört þig dýrðlegan á jörðunni,
eg hefi lokið því verki, sem þú fékst
mér að vinna.« — Petta talaði Jesús, hóf
augu sín til himins og sagði: »Faðir!
tíminn er kominn, gjör son þinn dýrð-
legan svo að sonurinn einnig geti gjört
þig dýrðlegan .
Kærleiki Krists til guðs, kom fram í
því, að leita einungis hans dýrðar. Hann
hafði elnungis einn tilgang með alt sem
hann gjörði — guðs dýrð. Hann bað
um að guð mætti verða dýrðlegur. Hann
leið og dó til að gjöra guð dýrðlegan.
Þetta var í raun og veru einfalt líf. Ein-
ungis ein ráðandi hugsun gegnum alt
lífið — að gjöra guð dýrðlegan.
Framh.
--------<•••■------