Frækorn


Frækorn - 27.09.1906, Side 4

Frækorn - 27.09.1906, Side 4
300 FRÆKORN Matt. 24, 2. og til þess spádómur Miaa 3, 12. yrði bókstaflega uppfylt- ur, þá plægði Terentínus Rúfus grund völl musterisins með plógjárni. (New- ton on the Prophecies bls. 329 330) ísraelsmenn voru seldir sem þrælrr í Egyptalandi og dreifðir um alla !örð- ina samkvæmt spádómum Móses. 5. Mós. 28, 02 — 68. (Newton on the Prophecies bls. 90 91.) Enn í dag finnast Gygingar meðal allra þjóða á jörðunni, þeir eru sífelt fráskildir öðru fólki og þekkjast venjulega á orðtæk- inu: »Hann er Gyðingur.« 5. Mós. 28, 37. Enn fremur sjáum vér, að þótt GyðT- ingarnir hafi ekki alment fastan að- setursstað eins og aðrar þjóðir, þá eru þeir verzlunarþjóð seui á þann hátt hetir áunnið sér mikil auðæfi eins og Rothschilds, svo þeir geta lánað mörg- um þjóðum. 5. Mós. 28, 12. Pað eru margir fleiri spádómar viðvíkjandi Gyðingum, sem ekki ekki er tækifæri að tala um hér, en uppfylling þeirra, sem þegar eru nefndir er óhrekjandi sönnun fyrir guðlegum innblástri biblí- unnar. Pjónar drottins hafa oft spáð fyrir þjóð og landi Egyptanna. >Egypta- land skal verðv að auðn og öræfum, og borgir þess skulu liggja í eyði sem aðrir niðurbrotnir staðir.< Ez. 29, 9. 12. Eg vil eyðileggja Patros (Efra Egyptaland) leggja eld í Sóan, og láta dóminn ganga yfir Nó, og eg vil útausa minni heift yfir Sín varn- arríki Egyptalands, og eyðileggja Ham- mon-No. Eg vil uppkveikja eld í Egyptalanbi, Sín skal titra og skjálfa, Nó skal yfirunnin verða og Nóf skal aðsókn mæta á björtum degi. Ung- ir menn í Ón og Búbastus skulu fyr- ir sverði falla, en aðrir innbyggjendur í útlegð fara. í Takpankes skal dag- urinn verða dimmuj, þegar eg sund- urbrýt ríkissprota Egyptalands og dramblætið yfir veldi þess niðurbæl- ist þar; ský skal hylja borgina þeg- ar dætur hennar verða að fara í út- legð. < Ez. 30,14 — 18. Pað (Egypta- land) ska! vera »lítilfjörlegt ríki, það ríki skal verða lítilfenglegra en önnur ríki, og það skal ekki framar hefja sig upp yfir þjóðirnar; eg skal lítillæka þá, svo þeir skulu ekki drotna yfir öðrum þjóðum. »Svo segir drott- fnn alvaldur, eg vil afmá skurðgoð- in og eyða afguðunum í Nóf, enginn egypzkur höfðingi skal framar til vera.« Ez. 29, 14 — 15.; 30, 13. Pessir spá- dómar um Egyptaland hafa komið fram. Höfuðstaðurinn í fornöld á Egypta- landi var hin stóra skrautlega og nafn- fræga borg Peba með sínum lOOhlið- um. Rústirnar vitna enn þá urn mik- ilfengi borgarinnar, hin skrautlegu hof, geysistóru myndastyttur stein- stólpa og sfinxer. Memfis var höfuð- borgin í mið og neðra Egyptalandi, en hún er ekki lengur til. Pað er einungis rústahrúga þar sem þessi borg stóð með sínum frægu goða- hofum. Rústir eru líka hinar einu leyfar sem eftir eru orðnar af Sóan, Pelúsíum, Búbastis og Takpankes. Fornaldarleyfar allra þessara bæja vitna mjög Ijóslega um innblástur bibl- íunnar. Eftir orðum spámannsins átti Egyptaland að helda áfram að vera til sem ríki, en eitt af hinum lítilfjör- legustu og um leið standa undir út- lendum þjóðhöfðingjum. Arið 340 f. Kr. leiðundírlok hin'þrítugasta höfð- ingja ætt í Egyptalandi, og þá komst stjórnin í hendur persneskum land- stjóra. Síðan varð þar grískt ríki und- ir yfirráðum Ptolómeanna, þar til að Klespatra dó, hér um bil 30 f. Kr.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.