Frækorn


Frækorn - 27.09.1906, Side 7

Frækorn - 27.09.1906, Side 7
FRÆKORN 303 húsi, í dæmdum heimi! En guði sé lof, það er einn vegur til frelsunar, en líka einungis einn, og vegurinn er Jesús Krist- ur! Enginn veit hversu lengi þessi veg- ur stendur opinn. En eg bið yður, van raekið hann ekki! Málrómur móður minnar. Vinur minn sagði mér einu sinni sögu um áhrif vingjarnlegra orða. Kona nokkur gekk fram hjá veitinga- húsi, í því bili sem veitingamaðurinn var að hrinda ungum mánni út á götuna. Hann var mjög ungur og náfölur, augu hans og alt útiit bar vott um það að hann var kominn langt út á veg spill- ingarinnar. Hann krepti hnefann og full- vissaði veitingamanninn um það með eiði að hann skyldi hefna sín. Hann var svo reiður og utan við sig, að hann sá ekki konuna sem stóð við hlið hans, fyr en hún lagði hendina á handlegginn á honum og spurði blíðlega hvað acf hon- um gengi. Við fyrsta orðið hrökk nann saman eins og hann hefði fengið slag, og sneri sér fljótt við. Hann var náfölur og skalf eins og hrísla. Hann vírti konuna fyrir sér eitt augnablik, og sagði sfðan og andvarpaði Iít'ið eití: >Mér heyrðist það vera málrómurinn hennar móður minnar; hann var svo svipaður, en hún var löngu dáin.« »F*ér hafið þá átt móður, sem elskaði yður mjög heitt", sagði konan. Með þeirri ákefð, sem er einkennileg fyrir spilta, taugaveiklaða menn, fói haim að gráta og sagði já, eg átti góða móður og hún elskaði drenginn sinn mjög mikið. En síðan hún dó hefir ■ allur heimurinn verið á móti mér, eg hefi mist heiður minn, stjórn á sjálfum I mér, já, eg er eilíflega glataður ! »Nei, ekki eilíflega, því guð er miskun- j samur, og hans miskunsemi nær til hins mesta syndara«, sagði konan blíðlega. Þessi orð voru töluð í réttan tíma, og ! hittu strengi, sem lengi höfðu legið ó- hreyfðir í hjarta unga mannsins, og þeg- í ar hún fór heim, gekk hann á eftir henni. ! Hann skrifaði númerið á húsinu þar sem hún bjó, og nafnið á hurðinni í vasa- j bókina sína. Hann gekk heim í djúpum hugsunum, og með alvarlegan svip áföla andlitinu. Mörg ár liðu og konan hafði nær því gleymt þessu, sem vér höfum sagt hér frá þegar maður nokkur sendir henni nafnspjald sití og biður um að fá að tala við hana. Hún furðaði sig yfir hver það gæti I verið, hún gekk inn í daglegu stofuna, þar sat vel búinn Ungur maður; hann | stóð upp móti henni, rétti henni hönd- j ina og sagði með titrandi málrómi: íFyrirgefið frú, að eg ónáða yðurjen j eg hef ferðast langan veg til þess að fá tækifæri til að þakka yður fyrir hjálp sem þér veittuð mér fyrir nokkrum ár- ! um.« Konan varð alveg hissa og bað um skýring á þessu ; hún kvaðst ekki muna eftir að hún hefði séð manninn fyr. Eg hefi breyzt svo mikið«, sagði maðurinn, að þér getið ekki þekt mig aftur ; en þótt eg hafi séð yður að eins einu sinni fyr, er eg viss um eg gæíi þekt yður aftur hvar sem vera skyldi. Málrómur yðar er líka svo svipaður málróm móður rninnar.« Pessi síðustu orð mintu hana á unga ; manninn, sem hún hafði talað svo vin- j gjarnlega við hjá veitingahúsinu fyrir nokkrum árunt, hún fór að gráta — þau gretu bæði. Regar þau náðu jafn- væginu aftur, sagði hann frá hvernig þessi fáu vingjartiiegu orð hennar höfðu verið meðai til þess að frelsa hann, og

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.