Frækorn


Frækorn - 27.03.1907, Blaðsíða 10

Frækorn - 27.03.1907, Blaðsíða 10
04 FRÆKORN Trúfrelsið. Um þetta efni skrifar hinn nýi rit- stjóri »Fjallkonunnar«, hr. cand. jur. Einar Arnórsson ágæta hugvekju í 1. tölublaðið, sem út kom eftir er hann tók við stjórn hennar. Át' þeirri grein leyfum vér oss að prenta upp 2 kafla, um leið og vér mælum með greininni í heild sinni og tjáum blaðinu þakkir fyrir hana. ».Trúfrelsið íslenzka er í raun og veru varla nema pappírsfrelsi oghlýt- ur að vera það svo lengi sem ríkið verndar og styrkir eitt trúarfélag frem- ur öðru. Önnur trúfélög eiga að vísu rétt á að fá viðurkenningu fyrir tilveru- rétti sínum og rétt til þess að vera í landinu, ef þau kenna enga þálærdóma, sem stríða gegn lögum og velsæmi. En þau fá engan styrk af almannafé. þjóðkirkjan þar á móti á samkv. stjórn- arskránni styrks rétt og verndunar af hálfu ríkisins, ogekki nóg með það. Þótt menn hafi sagt sig úr þjóðkirkj- unni, þá verða þeir samt að gjalda til hennar þar til þeir hafa sannað, að þeir hafi gengið í annað viðurkent trú- arfélag. A þennan hátt lafir fjöldi manna í þjóðkirkjunni, án þess, að hann trúi kenningum hennar eða á nokkurn hátt sé hlyntur henni. Petta skapar að eins ytra band milli kirkj- unnar og einstaklingsins. — Fróðlegt væri að vita, hversu margir hér á landi teljast til ’ jDjóðkirkjunnar, eingöngu fyrir þá sök að þeir eru orðnir því vanir, hafa verið uppaldir í henni og sjá sér ógagn í því að segja sig úr henni af ytri ástæðum. T. d. er viss trúarjátning í orði kveðnu heimtuð til þess að fá veitingu fyrir ýmsum em- bættum hér á landi, og enginn getur því þjónað þeim eða fengið veitingu fyrir þeim, sem eigi játar kenningum þjóðkirkjunnar, enda vafasamt, hvort nokkur »vantrúaður« maður lögum samkv. gæti fengið embætti hér á landi«. »Hér má einnig benda á það, að kensla í trúfræðum þjóðkirkjunnar er lögboðin í barnaskólum. Af þessu leiðir, að foreldrar, sem ekki hafa efni á að kosta uppfræðslu barna sinna á annan hátt en að láta þau sækja skól- ana, og þeir eru margir, verða að hlíta því, að ýmsum trúarkenningum sé þar troðið í börnin, sem foreldí* arnir alls eigi trúa, og eftil vill kenna þeir börnunum alt annað um þau efni, svo að börnin vita ekki hvoru þau eigi að trúa heldur, því sem skólinn kennir, eða því sem foreldr- arnir kenna þeim. Ýms fleiri dæmi mætti nefna. Pessi ættu að vera nægileg til þess, að nú- gildandi löggjöf fullnægir hvorki þeim kröfum, sem eftir hlutarins eðli og núverandi menningarstigi ætti að gilda, né heldur ákvæðum stjórnarskrárinnar. Rar stendur, að enginn skuli missa rétt til nokkurra borgaralegra eða pó- litískra réttinda fyrir sakir trúar sinn- ar. Þessu er ekki unt að íylgja, á meðan ríkið hefur eitt trúfélag á kostn- að annara. Af þessu sést, að trúfrelsi og þjóðkirkja eða rikiskirkja eru ó- samrýmanleg hugtök. Enn fremur ná lögin frá 19. febr. 1880 um borgaralegt hjónaband alt of skamt. Eftir þeim lögum geta hjónaefni gift sig löglega án kirkju- legrar athafnar, ef þau eru ekki ját- endur sama viðurkenda trúarfélags eða alls einskis trúarfélags. Annars eru þau neydd til að láta prestinn gefa sig í hjónaband. Öllum ætti að minsta kosti að vera levft að giftast borgaralegu hjónabandi.« Hreyfingar í frelsisáttina eiga sér stað víða um heim. Nýskeð hefir löggjafaþing Breta samþykt yfirlýsing til stjórnarinnar, að það teldi aðskilnað ríkis og kirkju æskilegan. Um framgang þess máls í Frakklandi er öllum kunnugt. — í Danmörku og Noregi stendur það of- arlega á dagskrá. Hvenær skyldu menn hér á landi vakna upp til þess að sjá, að ríkis- kirkja og alls konar trúarófreisi sé — »bjarnargreiði« kristindóminum og gagnstætt einföldum mannréttindum ? ------------------

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.