Frækorn - 27.03.1907, Blaðsíða 14
98
FRÆKORN
þá upphæð í verksmiðjuna, til að geta
aukið starfsmagnið. Á þenna hátt
geta þeir orðið meðeigendur vorir
næsta ár.
Með þessu fyrirkomulagi mundi
hver einstakur hafa áhuga á starfinu,
því við ætlumst til að allir fái svo
hátt kaup, að þeir geti lagt nokkuð
af mörkum af daglaunum sínum. Hver
einstakur vinnumaður í verksmiðjunni
yrði þá meðstarfandi, og eignin væri
hans eins og vor, og sé þaðvandað-
ur maður, mundi hann bera umhyggju
fyrir framgangi starfsins, í stað þess,
sem margir daglaunamenn gjöra nú,
reyna að vekja óánægju og leitast við
að koma verkföllum af stað«.
»Eg mundi verða afarglöð, ef þessu
gæti orðið framgengt. — En mundu
samt eítir því, að það litla, sem þú
getur komið til vegar, verður hvern-
ig sem fer ekki nema eins og dropi í
hafinu. Pað mun ekki einn þúsund-
asti af vinnuveitendum fylgja dæm þínu.
Rú veizt hve alment það er meðal
manna að líta eingöngu á sinn eigin
hag. Heimurinn verður jafnt eftir sem
áður fullur af fátækum heimilislausum
mönnum«.
»Eg er ekki í minsta efa um að þetta
fyrirtæki hepnist, Anna. Skrifarinn
okkar, Donglas, er sá duglegasti í fé-
laginu, að formanninum undanskildum,
og þar að auki mjög aðgætinn og því
engu síður t'ær um að líta eftir hinu
smæsta sem hinu stærsta. En við
ætlum ekki heldur að byrja á þessu
til að auðga okkur; tilgangur okkar
er eingöngu sá, að hjálpaöðrum sem
ekki eru eins vel staddir og við. Ekki
einn einasta dollar af hreinum ágóða
ætlum við að láta renna í okkar sjóð.
Við ætlum að hjálpa bræðrum okkar
vegna Krists. Hljótum við þá ekki
að öðlast blessun í ríkulegum mæli?
Mun hann jafnvel ekki líta á starf
vort, eins og það væri gjört fyrir
hann?« (Framh.)
Til þeirra, sem efast.
Rótt þú, sem þetta lest, sért ekki
trúaður á biblíuna, heldur blátt áfram
véfengir orð hennar og mátt guðs, þá
getur þú þó eigi með heilbrigðri skyn-
semi neitað, að engin bók er til, sem
geymir betra siðalögmál en hún, á
hvaða veg sem skoðað er, og hvern-
ig sem þú hártogar það og snýrð út
úr, þá getur þú þó ekki á nokkurn
hátt hrakið eitt orð, sem í henni stend-
ur. F»ú getur ekki einu sinni með heil-
brigðri skynsemi sannfært sjálfan þig
um að hún sé röng.
Lítum vér aftur í tímann, þá sést
það en þá betur, að orð guðs og fyr-
irheit hafa kraft, og að guð er ekki
vanmáttugur.
Hinn mikli spekingur Sókrates, sem
var fæddur í Aþenuborg á Grikklandi,
löngu fyrir Krists burð, þegar orð
guðs og fyrirheit voru engum kunn
nema hinni útvöldu þjóð, ísraelsmönn-
um, geymdi í hjarta sínu fullvissu um,
að einhver vera væri til, sem stjórn-
aði og ríkti, vera með ótakmörkuðum
krafti. Þetta innrætti hann æskulýðn-
um en var að síðustu til dauða dæmd-
urfyrir þessa skoðun sína, álitinn villu-
trúarmaður. Hélt hann þá sína heims-
frægu varnarræðu, sem styrkti enn bet-
ur þessa skoðun hans. Drakk hann
eitur með mestu rósemi, og dó þann-
ig fyrir skoðun sína.
Petta sýnir, að jafnvel á meðal heið-
ingja finnast þeir, sem nærri því ó-
sjálfrátt leiðast til að trúa á guð og
lifa honum samkvæmt því Ijósi, sem
þeir hafa.