Frækorn - 27.03.1907, Blaðsíða 6
90
FRÆKORN
Guð er með oss.
Hrind þú sorg, sem hjartað sker,
hafðu sinnið káta.
Drottinn með þér ætíð er;
ekki skaltu gráta.
Seinna lífið eilíft er,
andans hrynur stofa.
Drottinn með þér ætíð er,
æ hann skaltu lofa.
Ónáð lát ei auka þér
áhyggjurnar þínar.
Drottinn með þér ætíð er,
ástin hans ei dvínar.
Drotni einum dýrðin ber,
drottinn sár vili græða.
Drottinn með þér ætíð er,
upp því lít til hæða.
(Eliza H. Morton. — J. J. þýddi.)
»Svartiskóli.«
Eftirfylgjandi lýsing á víndrykkju-
húsi er tekin úr trúarjátning Waldensa
og Albigensa, sem út var gefin árið
1120:
Víndrykkjuhúsið er staður sá, þar
sem margar syndir koma í ljós. Pað
er skólahús djöfulsins. Par framkvæm-
ir hann þau furðuverk, sem þessum
stað eru samboðin.
í sannkristnum söfnuðum gjörir
guð dásamleg undraverk: hann gefur
blindum sýn, lætur halta ganga, mál-
lausa mæla og daufa heyra.
Pað, sem djöfullinn vinnur í vín-
drykkjuhúsinu, er guðs verki gersam-
lega gagnstætt.
Þegar drykkjumaðurinn gengur inn
á drykkjuhúsið, gengur hann upprétt-
ur, sjón hans, heyrn og mál er í eðli-
legu ástandi. En þegar hann kemur
þaðan aftur, getur hann ekki stigið
óskeift spor, hann sér naumast, hvort
dagur er eða nótt, og honum vefst
tunga um tönn.
Það, sem fer fram í drykkjuhúsinu
eða skóla djöfulsins, er: óhóf, blóts-
yrði, meinsæri, lygar og guðlastanir
ásamt ýmsu óþokkaæði og ódreng-
skap, einnig deilur og sundurlyndi,
morð og illkvitni.
(Úr ensku. J. J.)
„Þann dag og tíma veit enginn fyrir“.
»Lögberg« birti 3. jan. þ. á. heil-
miklnn spádóm um — heimsenda. —
Hann eigi að koma urn lok 1908, en
fyrir þann tíma eiga alls konar skelf-
ingar að dynja á, meðal annars eigi
»New York stærsta borg heimsins* að
eyðileggjast«, o. fí., o. fl.
íslenzku blöðin hér á landi hafa
hingað til ekki skift sér af þessum ógn-
ar-spám — sjálfsagt af þeirri ástæðu
meðal annars, að menn eru vanir, að
slíkir spádómar eru orðnir margir og
allir reynst þvaður. Ótal sinnum hafa.
þessir og hinir spáð, að heimsendir
yrði þá og þegar, og margsinnis hef-
ir verið sagt fyrir dagur og tími, þegar
heimsendir ætti fram að koma.
Eitt trúmálablað hér hefir samt ný-
skeð hirt spádóminn og þykir hann
merkilegur vegna þess, að — konu
nokkra í Hafnarfirði hafi um aldamót-
in síðustu dreymt draum á þá leið, að
* Einkennilegur andi mun hafa veitt spá-
manninum fræðsht þessa, sem gengur í berhögg
við þann sannleika, sem allir ofurlítið mentað-
ir menn þekkja, að Lundúnaborg, en ekki New
York, sé mesta borg heimsins.