Frækorn


Frækorn - 27.03.1907, Blaðsíða 16

Frækorn - 27.03.1907, Blaðsíða 16
100 FRÆKORN sneri aftur við Langanes sakir íss, — »Patría« kom að norðan í kvöld. Sagði talsverðan ís. Yfirforingi »Faikans* Saxild símritar ráðherra 20. þ. m. að hann sé kallaður heim og verði forstöðu- maður »Admiralitets«-skrifstofunnar. Fer héðan 6. apríl. Eftirmaður hans verður kapteinn Amundsen. Tryggvi konungur farist í hafís við Langanes. 18 manns vantar. Seyðisfirði 25. marz. Kong Trygve lenti í byinum á fimtudaginn (21.) í ísnum við Langanes og brotnaði. Skipverjar og farþegar, samtals 32, fóru í 3 báta föstudagsmorgun kl. 8. Lá var skipið að sökkva 13—15 mílursúður og austur afLanga- nesi. Laugardag kl. 2 kom einn báturinn að'landi í Borgarfirði nteð skipstjóra, jómfrúna, 3 há- seta og 9 farþega: Stefán jónsson verzlunar- stjóra á Sauðárkrók, konu hans, systur og syst- urdóttur, Arna Stefánsson frá Sauðárkrók, Tryggva Aðalsteinsson frá Seyðisfirði.KarlJón- asson frá Svínaskála, Heiga Isaksson og móðir hans frá Akureyri. Hina tvo bátana vantar, annan með 13 og hinn með 5, þar á nteðal 5 Islendinga: Jó- sef Jósefsson kaupmann frá Akureyri og 4 kvennmenn. Qufuskip Morso fer norður kl. 10. Samkvæmt skeyti frá Akureyri 25. marz til blaðsins „R.vík" vantar af farþegum er voru á Kong Trygve, séra Þorleif á Skinnastað og Jó- sef Jósefsson bókhaldari á Akureyri ogl5skip- verja. „Morso" kom frá Borgarfirði í kvcld með fólkið, er bjargaðist af „Kong Trygve". - Báts- maður Sundberg hafði Ídæðlítill setið við stýr- ið á bátnum nær alla leiðina frá skipbroitnu til Borgarfjarðar. Pessi maður (Sundberg) stýrði bát þeim er bjargaði strandmönnum af eim- skipinu „Norge" til Færeyja 1904. - Fólkið er alt hrest. — Með „Morso" fara í nótt til útlanda skipsmenn fjórir, og svo Stefán Jónsson á Sauðárkróki með konu, systur og systurdótt- ur. — Enn hefir ekkert frézt af hinum tveim bátunum. Lítil von talin urn þá. 2 mótor- bátar frá Eskifirði fara út að leita i nótt. - Sundberg er talsvert kalinn á höndum. Blönduósi, 25. marz. 22. þ. m. varð úti á réttri leið, nærri kominn heim, Júlíus Guðmundsson frá Bergi á Skaga- strönd í útsunnan hríðarfrosti. Hann lætur eft- ir sig konu og 7 börn á lífi, félaus. Skipshöfn bjargað. Annar báturinn með 8 manns, sem vantaði af Miðnesi eftir óveðrið, er kominn til skila, „Qammurinn", mótorbátur Thor Jensens, hit i hann úti í djúpi og bjargaði honum. Ennfremur kvað hann hafa orðið var hins bátsins, en einhverra orsaka vegna ekki getað bjargað. Nú kvað sá bátur rekinn mannlaus. Slys. 23. þ. m. meiddist til batta Sigurðnr Arna- son snikkari, aldraður maður héðan úr bæn- um; hann varð undir gafli afpakkhúsi Brydes- verzlunnar, er verið var að rifa. Seinustu erlend símskeyti. (Til Blaðsk'eytasamlagiris.) Kaupmannahöfn, 25. tnarz. Rúmenía. Bænda-uppreisniu í Rúmeníu er barátta útsoginna bænda gegn landsdrotnum (jarðeigendum) og umboðsmönnum þeirra, gyð- ingum, og Rúmeníukonu.tgi. — Endurbætur á landbúnaðarlöggjöfinni og gyðinga-löggjöfinni óhjákvæmilegar. — Uppreisnin breiðist injög út. Rússland. Pobjedonoszew, fyrverandi for- stjóri helgu sýnódunnar, er dáinn. ijóistur í J Skírdag og langafrjádag kl. 6V2 síðd. Laugardaginn fyiirpáska kl. 11. f. hád. Báða páskadagana kl. 6V2 síðd. _____________________I) ÖSTLUND. Kínakristniboðsfélagið. lur I’orst. Björnsson i. theol, í Bárubúð á udaginn langa kl. 8l/2 . Umræðuefni: páfa- veldið Og páfarnír. Sannar frásagnir um »heilaga (! !) feður« á stóii sankti Péturs. — Aðgöngumiðar verða seldir á miðvikudaginn í afgr. ísaf., hjá Guðm. Gamalíelssyni og í búð Ben. S. Pórarinssonar og við innganginn og kosta 25 au. TTQ nm 111*1 l:*'ngholtsstræti llKUIIl Lil 11, uppi á lofti, skírdag kl. 4 síðd., langafrjádag kl. 7 síðd. og báða páskadagana kl. 4 síðd. Samuel O.Johnson. Frœliorn, Heimilisblað með myndum kemur út í hverrí viku, kostar hér á landi 1 kr. 50 au., í Vesturheimi 60 ceuts. Borgist fyrir 1. okt. Ursögn ógild nema komin sé til útg. fyrir fyrsta okt. og úr- segjandi sé skuldlaus fyrir blaðið. Nýir kaupendur og útsölumenn gefi sig fram. Utg. geíur betri sölulaun en alment gjörist. D ustlund, útg., R.vík. Prentsmiðja „Frækorna".

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.