Frækorn


Frækorn - 27.03.1907, Blaðsíða 13

Frækorn - 27.03.1907, Blaðsíða 13
FRÆKORN 97 »Já, Anna, eg get ekki séð nokkra ástæðu til þess, að leggja stórfé til að eyðileggja atvinnu annara, með þeim eina tilgangi að auka tekjur mín- ar. Þeir hafa eins mikinn rétt til að lifa og reka verzlun eins og eg. All- ir þessir menn eru að reyna að koma sér áfram, til að verða sjálfstæðir menn, hvað efnahag snertir, en ráðagjörðin sú í kvöld, mundi að miklu leyti, ef ekki algjörlega varpa um koll fram- tíðarvonum þeirra«. »En Wilkie«, greip frú Kinnear fram í, »hvað ætlar þú þá að gjöra við eigur þínar? Ekki geturðu látið þær liggja ávaxtalausar. Rað er skylda þín að brúka þær; því það er skylda hvers manns að brúka efni sín og hæfileg- leika«. . »Anna«, sagði hr. Kinnear- í svo al- varlegunt málrómi að henni varð hverft við. »Eg ætla að verða guðs barn — fæðast á ný. Og eg trúí því, að eg sé nú þegar orðinn hans barn. Eg álít því hvern rnann bróður minn í vissum skilningi; en það er skylda mín að gæta bróður míns. Þess vegna ætla eg héðan af með þinni hjálp, og með blessun míns himneska föður og trausti til hans, að breyta samkvæmt þessari reglu. Meiri hlutann af eig- um mínum hef eg hlotið sjálfum mér að fyrirhafnarlausu; og það eg frek- ast til veit, hef eg eingis aflað með brögðum, sem gætu skaðað aðra. En nú er eg fast ákveðinn í því að brúka þær á þann hátt, að eg géti veitt sem flestum fátækum mönnum tækifæri til að vinna fyrir daglegu brauði sínu. Og ennfremur, Anna mín, ef þú ert því samþykk, þá vil eg selja þetta skrautlega hús okkar, og byggja ann- að minnaog ódýrara, nær útjaðri borg- arinnar. Mér finst við, sem guðs börn getum ómögulega með góðri samvizku búið í húsi sem kostar 100,000 doll- ara, þegar vér vitum að svo fjölda- margir menn eiga ekkert þak yfir höf- uðið. Augnamið voi t er eilífðin, og heimilið, sem vér festum liugann við, ætti ekki að tilheyra þessum heimi«. »Eg hef sjálf«, svaraði írú Kinnear, »hugsað alvarlega um þetta mál, og eg er því ekkert mótfallinn að ,búa í ódýrara húsi, en hvernig hugsar þú, að það gæti orðið fátækum til hjálp- ar? Ætlar þú að gefa þeim húsið til íbúðar. Ef svo væri, þá er eg hrædd um að fáir mundu kunna að meta gjöfina, og þá vantaði eins fyrir það eitthvað til að lifa á«. »Það er rétt, Anna, hver sem hef- ur heilsu og krafta, á sjálfurað vinna fyrir heimili sínu. í guðs orði erum vér ekki einungis ámintir um að vinna, heldur höfum vér þar mörg fögur dæmi ötullar starfsemi, svo sem Krist, Pál postula ogaðra æðstu guðsmenn. -Eghefí stuttu máli hugsað mér, að gefa fátækum mönnum tækifæri til að vinnasér brauð, og gjöra framtíð þeirra svolítið bjartari. Eg hef lengi hugsað alvarlega um þetta mál, því eg hef lengi séð það fyrir, sem kom fram í kvöld. Eins og þú veizt, er skrifari félagsins á sama máli og eg og hann mun eflaust ganga úr félaginu á morgun. Pegar kemur lengra fram á vorið, ætlum við að byrja á verksmiðjuiðnaði, sem hlýtur að borga sig vel. Par getum við að lík- indum, áður en ár er Iiðið, haft vinnu fyrir nálægt 200 manns; og höfum við hugsað okkur að borga þeim góð daglaun frá byrjun. Svo þegar árs- reikningunum er lokið, ætlum við að skifta ágóðanum milli allra þeirra manna, sem vinna í verksmiðjunni, í hlutfalli við launaupphæð, og gefa jafnframt öllum tækifæri til að leggja

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.