Frækorn


Frækorn - 27.03.1907, Blaðsíða 8

Frækorn - 27.03.1907, Blaðsíða 8
92 FRÆKORN Þótt vér séum fáliðuð og fólksþurfaudi þjóð, þá þurfum vér engu að síður að j eiga þenna dag oss til hvíldar, og þér, J húsbændur og húsmæður, er eigið yfir I fólki að segja, níðist ekki svo á hjúum ykkar þennan dag; örvið þau heldur til þess að verja honum þannig, að það geti orðið þeim til mestra nota og blessunar, sjálfum þeim og öðrum til góðs eftir • | dæmis. Einnig er það mjög sorglegt að sjá og vita, að menn nota sunnudaginn til fugla- veiða. F*að er alsiða, að menn gangi bæði úr sveitum og kaupstöðum með byssur sínar og liafa þetta fyrir hvíldardags- skemtun. Slíkt lýsir skort bæði á trú gagnvart guði og á tilfinningu gagnvart skepnunum, sem þeir drepa sér til skemt- unar (!). Hver sem þú ert, er iest þessar línur, Iáttu ekki heiminn og fánýtar lystisemdir hans kæfa hjá þér góðar og guðrækilegar tilfinningar. Láttu daglegu störfin ekki blinda þig svo, að þú kastir allri guðs- blessun frá þér. Svo virðist, að það ætti að vera hlut- verk og siðferðisleg skylda yfirvalda og j presta að lifa betur eftir, en gjört er, að ónauðsynleg vinna væri ekki unnin á sunnudögum, því mikið mætti gjöra, ef áhuga ekki vantaði frá þeirra hálfu og reisa alvarlegar skorður við því, að sunnu- dagurinn væri betur helgaður en nú á sér alment stað hér á landi. G. E. Vér erum hinum heiðraða greinarhöf- undi sammála um það, að »helst til mikið kæruleysi« eigi sér stað hjá æði mörgum með vanbrúkun »hvíldardagsins,« sem : samkvæmt kenningu þjóðkirkjunnar ætti að halda helgan. Og meira mætti segja, en höfundurinn segir; benda mætti á það, að hvíidardaggs- leysið hjá almennningi hér er svo alment, að sunnudagurinn mun t. d. varla haldinn á nokkuru islenzku /iskiskipi hér við íslands sirendur. Prestarnir hér tala góð orð ár eftir ár til fiskimannanna, áður en þeir leggja út á hafið, og hvetja þá til ^kristilegs sjó- mannalífs«, vitandi, að svona er farið með sunnudaginn — hvíldardag þeirra —, en varast eins og heitan eldinn að gefa þeim í nokkra áminning um að halda hann helgan. — Annaðhvort er það, að þetta er ó- fyrirgefanlegt kæruleysi af kennimanna- stéttinni, — eða þá, að hún trúir því, að engin skylda sé fyrir kristið fólk að halda nokkurn dag sem hvíldardag. Hvort sem er, þá er þetta grátlegt á- stand í kristnu landi. Og víst er um það, að aðrar kristnar þjóðir fara öðruvísi með hvíldardag sinn. Og sjómennnirnir ís- lenzku sjá það líka hjá mörgum erlend- um sjómönnum, að þeir haldá sinn helgi- dag á hafi eins og á landi. Annars getum vér ekki efast um það, að sú viðurkenning manna, að helgihald sunnudagsins hvíli algerlega á mannlegum grundvelli, sé alls ekki skipaður í heilagri ritningu, sem að eins þekkir einn hvíldar- dag: sjöunda daginn, — sú viðurkenn- ing er og verður sennilega Þrándur í Götu f sunnudags-málinu hér eins og annarsstaðar. Ritstj. Hitt og þetta, »Lofið mér að deyja i friði«. Voltaire, hinn alkunni frakkneski guðsafneitari, var á banasæng sinni hvattur af presti til þess að viðurkenna guðdóm Krists. Þá sneri hann andlitinu frá þeim, sem voru að tala við hann, og sagði: »í guðs bænum, lofið mér að deyja í friði«. Leþe-fljótið. Forngrikkir héldu, að endurminning- arnar frá þessum heimi yrði mönnum þjáning í öðrum heimi, svo miili þessa heims og hins settu þeir Leþe-fljótið »uppspretta gleymskunnar«. En ját- endur Krists þurfa einskis gleymsku- straums við frá þessum heimi yfir á sælunnar strönd. Golgata er hérna megin — og það nægir oss. Maclaren. Kristniboðinn litli. Lítill drengur var sladdur á samkomu, þar sem beðið var um peninga til kristniboðsins- Hann gaf sig fram og sagði: »Egáengapen- inga til að gefa drotni til kristniboðsins, en ef til vill gæti hann tekið mig fyrir kristniboða*.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.