Frækorn


Frækorn - 27.03.1907, Blaðsíða 15

Frækorn - 27.03.1907, Blaðsíða 15
FRÆKORN 99 Annað dæmi er um heiðingjann Kornelíus er skírðist. Sbr. Pgb. 10. Neró með alla sína grimd gat ekki vakið í brjósti hinna fyrstu kristnu manna neina efasemd. Peir gengu í opinn dauðann með rósemi og sýndu þannig, að guð er máttugur í veik- leikanum. Pannig eru ótal dæmi í veraldarsög- unni; vér sjáum kynslóðir koma og hverfa í örlagadjúpið; en guðstrúin hjá þeim öllum hin insta þörf oghin innilegasta unun. Og öll sú stjórn og alvizka, sem fram við oss kemur á degi hverjum, sú náð og mildi, sem vér verðum fyr- ir, alt er vottur þess, að almáttugur og óumbreytanlegur guð stjórnar og ræður. T. O. A. Símskeyti frá Ritzaus Bureau. Kh. 19. marz kl. 5 sd. Konungskoman. Mælt er, að konungur ætli að leggja á stað í íslandsferð sína 24. júlí. Konungur og Haraldur konungson ferðast á Birma. En ríkisþingmennirnir sér. Tveggja daga viðstaða í Færeyjum og komið við þar í Kirkjubæ. [Ferðaáœtlun konungs óbreytt. Ut af fregninni, sem símskeytin fluttu 19. þ. m. um breyting á komutíma konungs hingað, sendi ráðhernnn fyrirspurn til stjórnarráðsins í Kaupmantiahöfn um það, hvort nokkur tilhæfa væri í þessu. Hann fékk aftur svar 20. þ. m. og segir þar, að ferðaáœtlun konungs sé óbreytt.] Námusprenging í Klemrossiln (?) í Rínarlöndum oglétust þar 73 menn. s J’lt’ •rctcir air. Símskeyti til Blaðskeytasam lagsins. (»R.vík«, »Austri«, »Frækorn«.) Eftirprentun bönnuð. Kaupmannahöfn, 22. marz. Rússland. Stolypin hefir birt þing- inu stefnu-yfirlýsing sína og tekur þar fram, að Rússland eigi að breyt- ast í lögbundið ríki (constitutionelt). Boðar margvísleg endurbóta-frumvörp Æstar umræður í þinginu; sósíalistar veittust að stjórninni. Pó enduðu um- ræðurnar með því, að gengið var til dagskrár án nokkurrar rökstuddrar yfirlýsingar. ískyggilegar bænda-óeirð- ir og gyðinga-ofsóknir. Rúmenia. Par hefir orðið regluleg orrusta milli bænda og gyðinga. Her- mennirnir eru óáreiðanlegir, stjórnin hikandi, hefir þó boðið að vopna einn herflokk. Pingið hefir samþykt að kveðja til herþjónustu ált varaliðið. — 30000 bændur veita borginni Jassi (í Moldau, á landamærum Rússlands) umsát. _____________ Dáinn er í París Berthelot efnafræðingur og þingmaður í öldungadeildinni. Slys i þingsal Rússa. Pað bar til í þinghöll Rússa í Péturs- borg, að loftið féll niður í fundarsal fulltrúadeildarinnar (dúmunnar). Enginn meiddist. En lengi verður verið að gera við salinn. Slysið olli miklu uppnámi meðal stjórnarandstæðinga. Enginn veit, hvað valdið hefir. Meiðyrðasektir. Ritstjóri Ekstrablaðsins í Khöfn, Frejleif Olsen, hefir verið dætndur í 5800 kr. sektaútlát og málskost’.tað fyrir meiðyrði um 121 vinnuveitendur. Ýmsar fréitT. Seyðisfirði, 18. Mars, kl. 9 síðd. »ísl Falk« kom í dag til Eskifjarðar með 3 þýzka botnvörpunga: »Preussen«, »Schleswig« og »Brandenburg«; hafði tekið þá við Ingólfshöfða. Þeir voru sektaðir um 1200 mörk (1080 kr.) hvers afli ger upptækur og veiðarfæri. I Hafis. »Mors0« kom hingað í dag;

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.