Frækorn


Frækorn - 24.12.1907, Qupperneq 2

Frækorn - 24.12.1907, Qupperneq 2
390 FRÆKORN f I guði i uppjicsðiim.11 Englar syngja lofsönginn við fæðingu guðs sonar. Englar vegsama þann ei- lífa kærleika, sem gaf föllnum mönnum lausnarann. »Mikill fjöldi himneskra her- sveifa* lofar guð. Reir höfðu séð hann í almætti sínu og heyrt hans orð: »Verði« ! og séð sköpunina. Peir höfðu séð hann í hátign guðdómsins og lofað hann. En nú skoða þeir skaparann í lítillækk- un, í eymd og neyð vor mannanna, skoða konung sinn sem lítið hjálparlaust barn, skilja, að þannig hefir hann litillækkað sig til þess að geta frelsað hið glataða; þannig hefir hann látið fæðast, af því að hann elskaði hið fallna mannkyn. Og því syngja hinir himnesku herskarar; *Dýrð sé guði í upphæðum, friður á jörðu, og velþóknan yfir mönnunum.« Sáluhjálp fallinna manna er ástæðantil lofsöngva englanna. Hún gerir guð dýrð- legan, jafnvel meir en sköpun nýrra heima. Og hún verður um eilífð ástæð- an að lofsöngum allra innbúa himins- ins og alheimsins. Jörð vor, þar sem syndin reit sína blóðugu sögu, mun fyllast af dýrð drott- ins og friðt, sem ekkert mun raska framar. Ut af föllnum mönnnm, sem hafa fæðst og fallið á þessari jörðu, hefir guð ákveðið að safna fólki »eftir sínu nafni«, sem mun lifa í réttlæti og heilagleika fyrir hans augliti um eiiífð. Og hvert merki syndar og spillingar mun hann taka brott, og endurleystir menn og heilagir englar munu geta sung- ið æ og eilíflega með sívaxandi skiln- ing og dýpri, helgri tilfinning: »Dýrð sé guði i upphæðum, friður á jörðu og velþóknan yfir mönnunum.« Eigum vér að taka þátt í þeim eilífa lofsöng, kæri lesari? Vér getum það því að eins, að vér meðtökum hann, sem er oss af guði sendur, þannig, að fæðing Jesú fari fram í oss fyrir trúna; því að fæðist hann í oss, þá endurfæðumst vér, og þá verð- um vér færir um að verða hluttakandi í þeirri eilífu dýrð, setn guð hefir ætlað oss í Kristi. Jólaljósin. (Sjá myndina á fyrstu blaðsíðu.) Hér situr Marteinn Lúther með fjöl- skyldu sinni kringum skreytt og Ijósum ljómað jólatré. Æskuár hans voru löngu liðin, hann hafði svo árum skifti unnið að siðbótarverkinu og orðið verkfæri í guðs hendi til þess að ljós lífsins orða fengi aftur að skína skært inn í hjörtu og heimili manna. Lúther elskaði guðs orð framar öllu öðru, og þess vegna var hann svo barnslega glaður yfir ljósunum á jólatréuu, því þau mintu hann á hið sanna Ijós, sem upplýsir hvern mann, er kom í heiminn. Og í sannleika getum vér fyrst notið jólagleði í fylsta skilningi, þegar vér látum Ijósin og hátíðahaldið minna oss á Jesúm, heimsins Ijós, hann, sem elskaði oss, sem í myrkrinu sátum, svo heitt, að hann yfirgaf þá dýrð, það Ijós, sem enginn fær til komist, svo hann gæti frelsað oss frá valdi myrkranna, en veitt oss hluttöku í arfleifð heilagra í Ijós- inu. Sé hann vort jólaljós og jólagleði, þá getum vér fagnað hverjum komandi jólum, og þó vér séum af æskuskeiði, þá nálgumst vér daglega meir og meir hið dýrðlega lífsins Ijós, sem jólaljósin benda til. En látum ekki þetta vera einungis bundið við jólaljósin, heldur hvert skifti, sem vér kveikjum eða sjáum ljós, þá minnumst hans, sem sagði: »Eg er

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.