Frækorn - 24.12.1907, Blaðsíða 3
FRÆKORN'
391
heimsins ljós; hver, sem fylgir mér,
mun ekki ganga í myrki, heldur hafa
lífsins ljós.«
Göngum í þessu ljósi, og líf vort mun
verða sífeld jólaglegi, unz vér fáum að
sjá hann og verða honum lík, þegar
hann kemur sem konungur konunganna
og drottinn drottnanna.
_______^_________ s. /•
Móðir Jesú.
Dýrkun Maríu lægi nær, ef Jesús
hefði ekki sagt:
»Hver er móðir mín og hverjir eru
bræður mínir? Og (hann) benti með
hendinni á Iærisveina sína og sagði:
Þessir eru móðir mín og bræður mínir;
bví hver, sem gjörir vilja míns himn-
eska föður, hann er minn bróðir, systir
og móðir.« Matt. 12, 48,—50.
Vér getum svo undurvel sett oss í
spor konunnar, sem Lúkas segir frá með
þessum orðum:
»En svo bar við, þegar hann (Jesús)
var að tala . . ., að kona nokkur með-
al fólksins hóf upp raust sína, og sagði
við hann: Sæll er sá kviður, er þig
bar, og þau brjóst, er þú mylktir.»
En Jesús vildi ekki stofna til neinnar
Maríu-dýrkunar, og því segir hann:
»Já, að vísu, sælir eru þeir, sem heyra
guðs orð og varðveita það.« Lúk. 11,
27. 28.
— Það er alt.
— Viltu, sem þetta lest, verða hlut-
takandi í sælu og náð Maríu?
Hér er aðferðin: Jesús segir: »Heyrðu
guðs orð og varðveittu það.«
María tók á móti guðs lífi í sitt líf
En orðið er guð, og það var orðið,
sem varð hold, þegar Jesús fæddist.
»Orðið varð hold og bjó með oss.«
Jóh. 1, 14.
Tekur þú á móti orðinu, guðs orði,
þá er þér sýnd sama náð og móður
Jesú. »Leyndardómur guðrækninnar« er:
»Guð birtist í holdinu« (1. Tim. 3, 16.)
— ekki einasta í holdi Maríu, heldur í
holdi hvers þess, sem heyrir guðs orð
og varðveitir það.
Ó guð, gefðu oss að gjöra það, svo
Jesús gæti um oss sagt:
»F>ú ert móðir mín, systir eða bróðir.«
---
Guðs reiði.
— — — Eg vil tala vel um guð, og
eg vil segja: Guð hefir aldrei verið
reiður nokkrum manni. Hvernig eigum
vér þá að útskýra reiði hans ? Pað skaltu
lieyra:
Maður nokkur átti fimm börn. Svo
kom hálsveikin og tók eitt þeirra. Hann
brældi hús sitt með brennisteini og sótt-
hreinsaði það, sem hann gat. En árið
eftir kom veikin aftur og tók enn eitt
barnið. F*á brendi hann rúmfötin, mál-
aði hús sitt og hélt, að nú væri engin
hætta framar. En sóttin var enn þá ekki
farin. Hún tók sig upp aftur og tók
þriðja barnið.
Hvað gerði faðirinn svo ?
Hann var fátækur, en samt brendi hann
hús sitt með öllu, sem í því var, og
setti sig í skuld fyrir annað hús. Þá
j fyrst var sóttin drepin, og hinum börn-
unum tveimur var bjargað.
Hann brendi aleigu sina, faðirinn. Svo
voða reiður var hann? Hverjum ? Barn-
inu sínu ? Nei, hann reiddist sóttinni,
af því að hún vildi drepa barnið hans.
Þannig er reiði guðs, einmitt þannig.
Hann er eyðandi eldur — gagnvart synda-
sóttinni, af því að hún ætlar að drepa
syndarann, sem hann elskar svo heitt.
Anders Hovden.
'