Frækorn - 24.12.1907, Qupperneq 6
394
FRÆKORN
Vakandi söfnuður mun vænta til-
komu drottins og leitast við að vekja
heiminn og frelsa hann með fagnaðar-
erindinu. Pess vegna hljóta teiknin
á nálægð tilkomu hans og hin mikla
neyð ekki-kristinna og nafnkristinna
þjóða að gera áskorun þessa ti! sam-
eiginlegrar bænár ei^n átakanlegri.
Og þegar vér þannig söfnumst til
þess að ákalla guð, skulum vér minn-
ast þess vel, að vér þurfum ekki að
sigra neinn óvilja frá guðs hálfu, heid-
ur aðeins að samverka með honum,
sem er viljugur og máttugur »að
gjöra fram yfir alt, það, sem vér biðj-
um eða skynjum.« Hversu auðug
að eilífum afleiðingum getur því ekki
þessi bænavika orðið, ef vér ekki að-
eins leitum og öðlumst fyllingu guðs
anda, heldur líka felum sjálfa oss,
anda, sál og líkama, honum, þannig,
að hann megi stjórna oss og leiða
oss til hvers konar þjónustu sem
hann megi kalla oss til í útbreiðslu
fagnaðarerindisins.
Við erum, kærir bræður, yðaríkær-
leika drottins vors Jesú Krists,
R. Hon. Lord Polwarth
forseti.
Mr. H. Martyn Gooch
ritari.
(Auk þess er í enska frumritinu mikilí
fjöldi af helstu Bandalagsmönnum út um
heiminn, en þeim nöfnum er slept hér sak-
ir rúmleysis. — Þýð.)
Ræðtmxtar og sambænaefni.
Sunnudaginn 5.janúar.
Rceðutextar:
»Kenn þú oss, herra, að biðja.« Lúk.
11, 1.
»Hingað til hafið þér enkis beðið í
mínu nafni; biðjið, og þér nmnuð öðl-
ast.« Jóh. 16, 24.
»Látum oss því með djörfung nálgast
náðarstólinn.« Heb. 4, 16.
»Og er þeir höfðu beðist fyrir . . .,
urðu þeir allir fullir af heilögum anda,
og kendu guðs orð með djörfung.« Pgb.
4, 31.
Mánudaginn 6. janúar.
Þakkargjörð og auðmýking.
Þakkargjörð fyrir alla náð á liðna
tímanum, og fyrir sérstaka blessun í sam-
bandi við bænaviku síðasta árs; fyrir
aukna löngun hjá mörgum til þess að
gera guð dýrðlegan í heilögu líferni, og
fyrir áhuga á því að boða fagnaðarer-
indið; fyrir þá blessun, sem fylgir al-
mennum friði í heiminum; fyrir alla þá,
sem kallaðir hafa verið héðan úr heimi
í trausti og ótta drottins.
Auðmýking vegna ófullkomleika vors
bæði sem einstaklinga og félags, og hve
oss vantar á að ná því marki, sem guð hef-
ir sett oss bæði fyrir líf og starf; fyrir
flokkadrætti og stríð, sem enn sést í söfn-
uðunum; fyrir þá óvirðing, sem margir
gera orði guðs og nafni Krists, þótt þeir
beri nafn hans.
Dœn um lifandi reynd á hinu dýr-
mæta blóði Krists og krafti þess til að
veita frið og hreinsa sálir; um nýja op-
inberun anda og kraftar; um meiri dýrð
handa nafni drottins vors Jesú Krists í
og með fólki hans, og um fljóta, per-
sónulega endurkomu hans.
Sálm. 95. — Sálm. 100. Dan. 9, 16.
-19. Róm. 7, 18.-25. - Fil. 4, 4,-
9. - 1. Jóh. 1, 5.-10.
Pridjudaginn y.janúar.
Ailsherjar-kirkjan: Lofgjörð og bœn fyrir
„likamanum eina,“ sem Kristur er höfuð á.
Lofgjörð fyrir vaxandi bróðernistilfinn-
ingu meðal þeirra, er eiga hann sem
drottin; fyrir sérhvert merki upp á ein-