Frækorn


Frækorn - 24.12.1907, Page 9

Frækorn - 24.12.1907, Page 9
FRÆKORN 397 Leystur ur fangelsinu. (Pgb. 12.) Pétur postuli er settur ífangelsi. Hann er ekki sorgbitinn eða örvæntingarfullur. Hann er glaður yfir því að hafa rækt skyldu sína og boðað náðarlærdóm Krists til frelsunar mönnum; hann kveið ekki ókomna tímanum, því hann vissi, að Jesús var að tilbúa stað handa Iæri- sveinum sínum og ætlaði svo að sækja þá, svo þeir yrðu þar, sem hann væri. Hann var glaður og fagnandi, þó hann þýrfti að mæta ofsóknum. Hann vissi, að þeir, sem líða með Jesú, munu einn- ig verða gerðir vegsamlegir með honum. Ó, hvað Pétur var hamingjusamur, jafn- vel í fangelsinu, þar sem 16 stríðsmenn áttu að gæta hans, af því hann þekti Jesúm og elskaði hann! Hann hafði nóg til að hugsa^um og gleðjast yfir þarna í fangelsinu. Hann treysti drotni sínum af öllu hjarta og svaf rólegur milli tveggja stríðsmanna nóttina áður en Heródes ætlaði að láta leiða hann fram. Alt í einu Ijómaði birta um húsið og engill drottins stóð sýnilegur við hlið Péturs og vakti hann; samstundis duttu af honum fjötrarnir, og engillinn bauð honum að girða sig, binda á sig skó, taka á sig yfirhöínina og fylgja sér út. Pétur gjörði eins og honum var sagt, en hélt, að hann sæi sýn, engin tálmun varð á vegi þeirra, járnhliðið, sem án efa hefir verið ramlega læst, lauk sér sjálft upp fyrir þeim, þeir gengu dálítin spöl, en svo hvarf engill- inn. Pegar Pét- ur kom til sjálfs sín, sá hann,að guð hafði sent engil til að frelsa hann úr höndum Heródesar. Hann fór síðan til vina sinna, sem höfðu safnast saman og báðutil guðs án afláts fyrir honum. Peir fengu bæn ' sína uppfylta og glöddust mjög við komu hans, en hann sagði þeim nákvæmlega frá, á hvern hátt drottinn hefði frelsað sig. »Ef þér eruð stöðugir í mér og mín orð hafa stað hjá yður, þá megið þér biðja hvers þér viljið, og það mun yður veitast.« Jóh. 15, 7. 6'. J Betra er að vera félaus en vinalaus.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.