Frækorn


Frækorn - 24.12.1907, Qupperneq 10

Frækorn - 24.12.1907, Qupperneq 10
398 FRÆKORN BæKur ðð rit. Anders Hovden: Bóndinn. Kvœðabálkur. Matthías Jochumsson íslenzkaði. 120 bls. R.vík. Prentsmiðja D. Östlunds. 1907. Bók þessi er nýútkomin. Frágang- urinn rnjög vandaður. Um efni bók- arinnar og höfund hennar ritar séra Matthías þetta í formálanum : „Þegar ég ífyrra kyntis 't kveðskap höfundar þeirra tjóða, er hér koma á prenti t íslenzk- um búningi, vaknaði óðara sú ósk hjá mér að islenzka þau. Gekk mér það einkum til, að þar er svo átakanlega vel lýst eðli og œfi- kjörum þeirra frœnda vorra i Norvegi, er eg hygg að oss íslendingum (sérstaklega i torsóttum sjávarbygðum) séu líkastir og lik- ast á sig komnir hvað örlög og atvinnu snertir. Andrés Höfði (Anders Hovden) tysir þar í tjóðum eigin sveitungum sínum og œttingjum— lýsir þeim eins. og skáld og vitur maður bezt má gjöra, án atlra öfga og údúrdúra, blátt áfram og þó með íþrótt og andagift, eins og kjörin eðlilegast falla hjá slikum lýð frá vöggu tilgrafar. Það annað, sem mér gekk til að þýða kvœðabálkinn, var hin mikla líking á eðlisháttum vorra bœnda og vors lands og hinna norsku Sunnmœr- inga og þeirra strandbygða. Vonar mig, að hvað sem finna má til foráttu þýðingu minni, muni bcendalýður vor, sem kvœðin les, í þeim víða kannast við sjálfa sig, og að fátt mœti þar fjarskylt þeirra reynslu og hugsunarhcetti. Sagan er í sjálfu sér fá- breytt og stutt: ötull og óbreyttur fátaskl- ingur (Óli) ryður sér braut til magurs bú- skapar á beru rjóðri, en stundar jafnfram veiðiskap á báti sínum. Konu kvongas hann vœnni og duglegri. \ En er bezt gengur, byrjdr ólánið. Bónd; lendir í skipreika og berst i land einn á kili; hann verður við það farlama, en búið fer í skuldir hans. Þó kemst hann úr verstu kreppunni ajtur, enda fara elztu synir hans til Ameríku, grœða þar fé og hverfa síðan heim aftur til liðs og lausnar karli og kerling. Annar þeirra brceðra (Þórir) ger- ist þroskamaður mikill, enda á hann konu samboðna sér. En er hans vegur er með mestum blóma, týnast synir hans á sjó og svo sjálfur hann, en Odd berá landí öskr- andi nœturhríð, einn á kili (eins og afi hans fyr). Hann er þá unglingur og elzt upp með móður sinni. Heitir hann henni því að fara aldrei framar úl á hið fláráða djúp. En er pilturinn sýkist af sæþrá, leyfir hún um siðir, að hann fari. Hann hverfur út í lönd og — kemur aldrei aftur. Síðustu kvœðtn eru um móðurinnar síð- asta strið, og tekur skáldið þar djúpsund og skilur furðu vel við svo sorglegt efni. Skáld þetta er maður hálffimtugur og er prestur og nafnkunnur rœðumaður, friður maður sýnum, frjáúslyndur og þó djúpvitur, allra manna skemtilegastur. Svo þótti hann oss, er hann heimsótti land vort í flokki • skólakennaranna frá frændþjóðum vorum i fyrra. Séra Andrés hefir þegar ort mikinn kvœðafjölda — alt á nýnorsku - og er tal- inn með hinum tápmestu yngri Ijóðaskáldum Norðmanna." Bókinni fylgir mynd af höfundinum og af norskum bónda við plóginn. Verð bókarirmar er 1 kr. 50 au. Til umhugsunar. Langar heimsóknir, langar bænir og langar ræður gjöra sjaldan nokkuct gagn, en þreyta marga. Vertu þess vegna íáorður. Tíminn er takmark- aður, lífið er stutt. Byrjaðu strax á málefninu. Lærðu að stytta og sleppa úr því, sem má missast. Forðastu allar krókaleiðir. Hafðu ekki langan inngang, og gættu þín fyrir útúrdúr- um —; hættu, þegar þú hefir ekki meira að segja. Notaðu ekki tvær setningar, þar sem þú kemst af með eina, eða tíu orð, þar sem tvö er nóg. Pegar þú nájgast guð, þá bið hann blátt áfram um það, sem þú óskar eítir. Preyttu ekki aðra með orð- mælgi í bæn þinni og legðu ekki á- herslu á að biðja fallega. Bið til guðs, eins og þegar barn biður föður sinn. — d.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.