Frækorn - 24.12.1907, Síða 12
400
FRÆKORN
Barnabæn.
Andantíno.
j. /.
Ó, fað - ir, gjör mig lít - ið Ijós um lífs míns stutt-a skeið, til
i. j j /. t i l i i i-
m
I®
feSEÍEE
^Mrrfr^VrrVT ^ rTpff
hjálp-ar hverjum hal og drós, sem hefur vilzt af leið, sem hef-ur vilzt af leið.
i i.
Matth. /ochumsson.
r
Msmt.
. — Sá hlær að sársauka, sem aldrei
hefir reynt hann.
— Þú hefir aldrei gefið heiminum
það, sem er meira vert en hreinskilið,
vingjarnlegt upphvatningarorð.
— Að kannast við það, að maður hafi
haft rangt er hinn beinasti vegur til að
sýna, að maður er orðinn skynsamur.
— Að gjöra guð dýrðlegan, er hið
hæsta markmið hins trúaða, stjórn guðs
hefir hann til að styðjast við, og í boð-
um guðs finnur hann þá innilegustu gleði.
— Sá eini maður, sem þú alveg nauð-
synlega þarft að betra, ert þú sjálfur.
— Það er mjög erfitt að koma manni
á rétta leið með því að binda við hann
félagsskap, í því sem ilt er.
— Hafðu sífelt eitthvað fyrir stafni,
svo freistarinn finni þig ekki iðjulausan.
Hieronymus.
— Enginn hlutur er dýrmætari en
tíminn, þó er enginn hlutur jafn lítils
metinn.
— Kærleikurinn gjörir manninn útlits-
fagran, hylur lýtin og veitir nýjan kraft.
— Þar, sem kærleikann vantar, er
hverri yfirsjón haldið á lofti.
— Meðvitund um synd vora án þekk-
ingar á guði Ieiðir til örvæntingar.
— Hneigðu þig fyrir auðnum, og
hann mun brátt heimta, að þú kyssir
fót sinn.
— Trú er lykillinn að forðabúri guðs;
þar finnum vér alt, sem vér þurfum bæði
| fyrir sál og líkama.