Frækorn - 01.03.1910, Qupperneq 6

Frækorn - 01.03.1910, Qupperneq 6
Ferð til Bandaríkjanna, (Framh.). Eg reyndi að komast hjá því að segja neitt um Cooks-málið við þennan ameríska ritstjóra. En ekki komst eg alveg frá því að svara honum. Og svörin mín hirti hann. — Og bætti ríflega við! Eg heimsótti rit- stjóra að kveldi dags. Næsta morgun kom blaðið út með þá »stórfregn«, að ritstjóri írá ís- landi hefði náðst til viðtals, og að liann hefði skýrt frá áliti sínu í Cooks-málinu. Blað rit- stjórans væri wíslands stærsta blað»(!) og væri aðallega helg- að Norðurheimsskauts-starfi«(!!!) Ritstjórinn hefði skýrt frá mörgu viðvíkjandi landinu, og »skýrði« eða »óskýrði« blaðið ameríska frá þessu á sinn hátt. Eg reiddist auðvitað með sjálfum mér og hélt, að sjálf- sagt væri að fá leiðrétt verstu vitleysurnar. Eg talaði við tvo vini mína um þelta og sagðist ætla að heimta af blaðinu að taka leiðréttingu. En þeir töldu mig alveg af því. Blöð tækju ekki leiðréttingar. Það væri svo alment, að blöðin skrökvuðu og »skálduðu«, að enginn kipti sér upp við það, — Og þar sem eg var við að ferðast frá þessari borg til Battle Creek, þar sem móðir mín og systir búa, hætti eg við leiðréttingarnar. En eg var samt ekki laus við Cooks-málið. Eg kom að kveldi dags til húss móður minnar og systur. Enginn vissi um komu mína, hélt eg. Og hér ætl- aði eg ekki að koma nærri inál- unum, sem verið var að rífast um. En ekki heppnaðist mér lengi að vera laus við þau. Daginn næsta, er eg var hjá móður minni og systur, sem hafa hús fyrir utan borgina, sé eg ókunnugan mann steína að húsinu. Eg sá móður mína fara til móts við þennan mann. Hann spvr, hvort ekki væri staddur þar í húsinu ritstjóri frá íslandi. — Hún játar því. — Hvort unt væri að fá að tala við ritstjórann. »Jú, ekki efast eg um það. það ersonurminn, sem þér eigið við. Eg skal biðja hann að tala við yður«, sagði móðir mín. Og eg hitti manninn. Eg sá undir eins, að hann var blaða- maður og spurði hissa, hvernig hann vissi um mig. Jú, blöðin í Battle Creek hefðu fengið símskeyti frá Detroit um að ritstjórinn frá Islandi væri væntanlegur til borgarinnar, og þvi hefði blaðamaðurinn haldið spurnum uppi, þangað til hann náði í mig. Og erindi hans? Það var að fá mína »mikil- vægu« meiningu um dr. Coold Ekki var til neins að beiðast lausnar frá honum. Slíkir snat- ar sleppa ekki »fórnum« sínum við fyrsta mótlæti. Eg »áminti hann um sannsögli« jafnalvar- lega og nokkur dómari, og sagði honum svo hitt og þetta, — sem hann svo hirti og fór með í blaðið. Og skárra var það en lijá hinum. (Frh.). Heldur mikil „trúræknií‘, og líkast til ekki af beztu teg- und, gerir vart við sig nú í Reykjavík, síðan farið var að tala um halastjörnuna. í’að er farið að heyrast hjá ekki svo fáum, að aðventistar trúi því og kenni, að heimsend- ir standi til nú í maí mánuði, þá er halastjarnan kemst næst jörðu. Það er sagt, að eg sem for- stöðumaður aðventista hér pre- diki nú orðið ekki um annað. Ut af þessu skal eg lýsa því yíir, að fgrir öllnm þessnm sög- um finst enginn hinn minsti flugufótar. Þær eru tilbúningur manna, og annað ekki. Aðventistar trúa engu slíku. Sjálfur hef eg aldrei í nokk- urri ræðu nefnt halastjörnuna á nafn, og engan aðventista hef eg lieyrt setja hana í sambandi við heimsenda. Aðventistar trúa því, að »endir allra liluta nálgist«, að »tilkoma Krists sé nálæg«, en hinsvegar trúa þeir því, að þann dag og líma veit enginn, eins og Jesú segir. Um þau tákn, sem boða end- urkomu Krists og enda veraldar, lief eg áður ritað í »Frækorn- um« og mun framvegis við Og við rita um það efni. En Halley’s halastjarna kem- ur þeim málum ekki við. Rvík 28. febr. 1910. David Östlund. Leiðrétting: Undir fyrstu myndinni á bls. 20 (síðasta bl.) stendur i annari línu »frömuður«, en á að vera for- m a ð u r. Samkomur. Snnnndag- kl. 6,30 síðd. í Sílóam. Inngangur frá Bergstaðastrœti.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.