Gjallandi - 01.04.1907, Side 2
2
GJALLANDI
Stefna og tilgangur „Gjallanda“.
Fyrir nokkru kom oss til hugar að gefa út blað það, er
hér kemur fyrir almeuuiuíssjóuir, og „OjallancUx nefnist.
Stefna hans er, að hafa afskifti af öllum þeim málum, er
hann til spyr, eða hefir þekking á, og getur yfir komist.
Tilgangur hans er, að vera „fyrir fólkið", og vonum vér
að það takist, og „Gjallandi“ vor verði skemtinn og ræðinn
og nái alþýðuhylli og þá er tilganginum náð.
vGjallandiu. Nafnið bendir á, að hann ætlar ekki að
fara í launkofa með það. er hann veit og hefir þekking á.
Vonum vér, er hann hefir byrjað á „gjalli“ sínu, að bergmál-
ið undir taki, og hljóðið berist berg af bergi, og stall afstalli,
og má þá segja, að hljóðalaust hafi hanu eigi í heiminn fæðst.
Eigi ætlum vér að ábyrgjast, að hann sé bráðnauðsynleg-
ur inn á hvert heimili á Islandi, en það er víst, að hann er
eins nauðsynlegur sem allflest þau kblöð, sem segjast vera
nauðsynlegust.
„Gjallandi1* kemur út eftir hentugleikum kaupenda hans,
nefnil.: eftir því sem hann er betur keyptur, eftir því kemur
hann oftar út. En ef hann selst illa, því peninga kostar
hann, þá getum vér skotið því að lesendum hans, að hann
er ekki ófeigur.
Um verð á „Gjallanda“ er það að segja, að þaðerekki
ákveðið, og kann vel að vera að dagprísar verði á honum,
að hann stígi í verði með degi hverjum, en að verð hans
lækki, frá því upphaflega, kemur ekki til mála, og er því
bezt að kaupa hann sem fyrst.
Stefna og tilgangur „Gjallanda“ er, „að vera ekki við
eina fjölina feldur“.
Vér vonum hann verði kær gestur íslendingum, börnum,
konum og körlum, yfir höfuð að tala, og verði þeim til fróð-
leiks og skemtunar. Með þá ósk og von leggjum vér út á
djúpið og birtum hið fyrsta blað hans.