Gjallandi - 01.04.1907, Blaðsíða 7

Gjallandi - 01.04.1907, Blaðsíða 7
GJALLANDI „Yalurinn41. Isfirzki „hræfuglinn“ er í 28. tbl. 1. árg. (vonandi þeim síðasta) að finna að prentun á „Skólablaðinn" En betra væri „hræfuglinum“ að plokka bjálkann úr auga sínn, en að leita að flís í auga „Skólablaðsins". Ekkert íslenzkt blað er ver prentað en „hræfuglinn", en það láta þó allir sér á sama standa, því enginn les hann hvort sem er. í sama tbl. og sömu grein er hræfugliun að drita á „Bjarma“ og ferst hon- um það illa, en það verður ætíð bót í máli „að ómerk eru ómaga orðin“. Annars er „hræfuglinn“ til flestra hluta óbrúk- anlegur, þó eru dæmi til þess að reynt hafi verið að nota hann á salernum. En eftir ástæðunum, er varla von á að „hræfuglinn“ sé betri, því hvernig er hægt að ætlast til þess af „aumingja stráknum“ að hann geti ritað nokkra grein með viti, þegar þess er gætt, að hrokinn og sjálfsálitið skip- ar öndvegið í dagfari hans. Nýtt kvennablað virðist „Þjóðhvellur1- vera orðinn, öllu heldur ábyrgðar- maður hans. Ritstjðri „Gjallanda“ vill leiða athygli heilbrigðsisnefndar Reykjavíkur, að nátt- úrufegurðinni og rósailmnum, í portinu við húsið nr. 4íLækj- argötu. Yæri það eitthvafl þægilegra og notalegra fyrir nefnd- ina að þefa af jurtum þeim er þar vaxa, en að neyðast til að þurfa sí og æ að vera með nefið ofan í hverri saltmetis- kyrnu hér í bænum. „Fjallkonan“ stýrislaus. „Nú er af sem áður var“ þegar „Fjallkonan“ var í hönd- um beztu manna. Hún hefir ekki átt neina sældardaga síðan andarnir tóku við henni. Þó birti yfir henni sem snöggvast hérna á dögunum ; en skammgóð reyndist birtan sú. Líklega dregst hún nú aftur inn í andamyrkrið. Málbein. Fegursta sjónin. Hjá Ingólfshvoli, sá eg sýn fegursta, tveim útlendingum lenti saman, þetta mátti ekki svo til ganga, svo Latur hélt, en Bani barði og braut.

x

Gjallandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallandi
https://timarit.is/publication/185

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.