Alþýðublaðið - 20.04.1961, Page 1

Alþýðublaðið - 20.04.1961, Page 1
Hér segir frá viðburðum, sem gerðusf fyrir 20 árum, og hefðu gefað breyft örlögum íslendinga gHpÉ 111» vv"'.- ■ • V V m ■ •'■•■■■■' ^i^S®í?sS/fílií;vsisSj#^^Í^ ' 5 $$$$#&$ >>'• •. . . Vví'i'-v.vví'Vyv :..'. > .■:.: • • -.:■ • ';»■ • - V NÝLEGA er komin út í Bandaríkjunum, og síðar í mörgum öðrum löndum, bók- in „The Rise and Fall of the Third Reich“ eftir William Shirer. Segir hún frá þýzku nazistunum allt frá stofnun flokksins til æðstu valda, svo og frá hruni þeirra og tapi heimsstyrjaldarmnar. Er þetta voldugt verk, yfir 1200 síður, skrifað á skemmtileg- an og læsilegan hátt. Hafði Shirer, sem dvaldist árum saman í Þýzkalandi sem blaða maður, varið mörgum árum eftir styrjöldina til að rann- saka þýzk skjöl, sem lentu í höndum Bandamanna. í þessu verki er á nokkrum stöðum getið um ísland.og eru það atvik, sem snerta sögu ís- lands á styrjaldarárunum. — Þótt ekki sé þetta mikið fyr- irferðar, sýnir það greinilega, hversu mikils virði það er fyrir íslendinga að safna öll- um slíkum heimildum saman, áður en þær glatast. ísland kemur að sjálfsögðu við sögu í sambandi við orr- ustuna um Atlantshafið og vopnaflutninga frá Banda- ríkjunum til Bretlands, svo og í sambandi við þann mögu leika, að Bandaríkin yrðu þátttakandi í striðinu. Shirer telur, eins og margir aðrir, að Hitler hafi haft mjög takmark aðan skilning á hernaði á sjó, en hugur hans verið allur við hemað á landi. Hann hafi því fyrirskipað kafbátum sínum að fara mjög gætilega fyrstu tvö ár styrjaldarinnar að því er Bandaríkjamenn varðaði, reyna að skjóta ekki á skip þeirra og gefa þeim ekki þann ig tilefni til að hefja þátttöku í styrjöldinni. Hitler hafði sterka tilfinningu fyrir því, að Þjóðverjar mættu ekki berj- ast á mörgum vígstöðvum í einu, og hann hugsaði sér sýnilega, að snúa sér að Banda ríkjunum eftir að hann hefði gersigrað Sovétríkin. Þýzku f lotaforing j ar nir litu að ýmsu leyti öðru vísi á heildargang stríðsins en Hitl- er. Þeir töldu það óhjákvæmi legt, að Bandaríkin tækju þátt í styrjöldinni, og aðeins spurning, hvenær það yrði. Hvöttu þeir Hitler til að búa sig- undir það, meðal annars með þvf að leggja undir sig ísland. Strax eftir fall Frakklands í júní 1940 hvatti Reader flotaforingi með stuðningi Görings, Hitler mjög eindreg- ið til að leggja þá þegar undir sig fröns'ku 'Vestur-Afríku og helztu eyjar Norður-Atlants- •hafsins, þar á meðal ísland, Kanaríeyjar og Azoreyjar. — Var höfuðröksemdin sú, að Þjóðverjar yrðu að hindra, að Bandaríkjamenn næðu fót- festu á þessum eyjum. Fyrir íslendinga er athygl- isvert að hugleiða þessar til- lögur Readers og Görings. Ef Hitler hefði samþykkt þær, og þær hefðu verið fram- kvæmdar þegar í stað, hefði margt getað orðið á annan veg en varð. Bretar voru sem óðast að skipuleggja varnir gegn hinni yfirvofandi innrás Þjóðverja á Bretlands- eyjar. Er vafasamt, að þeir hefðu getað sent nægilegan liðsauka til íslands, ef Þjóð- verjum hefði þá ekki tekizt að ná landinu í fyrstu lotu. Hefðu Þjóðverjar náð hér fót festu og komið upp flugvéla- og kafbátastöðvum, má telja víst, að fyrstu afskipti Banda ríkjamanna af sriðinu hefðu verið að reyna að ná íslandi aftur úr höndum nzista. En svona fór ekki. Hitler samþykkti ekki tillögu Read- ers og Görings, þótt hann léti í ljós áhuga á þessum fyrir- ætlunum. Hann vildi ráðast inn í England og sigra Sovét- ríkn. Þá mundi aðstaða Banda ríkjamanna verða svo veik, að það yrði vandalítið að koma þeim fyrir kattarnef. Þrátt fyrir þessa ákvörðun, Framhald á 11. síðu. MMWMmmMMMMMMMW ij Hvalfjörður jj ij / stríðinu ! < í síðasta stríði var ís- J! Iland bækistöð til að ráða !; Norður-Atlantshafi, erns J! og sjá má af myndinni að !! neðan, sem sýnir Hval- fjörð fullan af herskip- j! um á stríðsárunum. Naz- !; istar hugsuðu sér ísland ;! einnig sem stökkpall til !l árása á Bandaríkin, Efri !; myndin er tekin á amer- J! ískri skipalest úti fyrir i; íslandi, en nazistar urðu ;! ofsareiðir, þegar Banda- Jí ríkjamenn tóku við her- !; vernd íslands 1941. ;!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.