Alþýðublaðið - 05.05.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 05.05.1963, Blaðsíða 10
r Ritstjóri: ÖRN EIBSSON Handknattleikslið Hellas. Standandi frá vinstri: Bertil Sárneman þjálfari, Bert Jo- hansson, Per GuVÍström,, Björn Gullström, Gustaf And erson (á bak við), Lennart Erlksson, Ragnar Arve og Björn Wedelin. Fremri röð frá vinstri. Nils Georg Horn hammer, I^jiand Mattsson, Lennart Ring, Rickard Jo- hansson og Sven Thelander. (7 þessara manna eru í ís- landsförinni. KNATTSPYRNA ERLENDIS Mánudagur, 29. apríl. 1. deild. Liverpool 0 Sheffield Wedd. 2 2. deild. Huddersfield 0 Middlesbro 0 Þriðjudagur, 30. april. 1. deild. Burnley 2 — Nott. For. 2 - W. Bromwich 1 - Wolves 0 Þetta er sænska handknattleiksliðið Hellas frá Stokkhólmi. Ármann - Hellas kl. 8,15 í kvöld 2. deild. Chelsea 2 — Leeds 2 Grimsby 3 — Walsall 1 Rotherham 1 — Charlton 2 Scunthorþe 1 — Sunderland 1 Skotland, mánudag. Dundee Utd. 1 — T. Lanark 0 Hearts 4 — Celtic 3 Rangers 1 — Rotherwell 1 ■ S5EH Mðvilcudagur 1. maí. Tottenham 3 — OFK Belgrad 1 Dundee 1 — Milan 0 Miki5 að gera enska golfkennaranum BREZKI golfkennarinn, Mr. Ro- bert Bull, sem Golfsamband ís- lands réði hingað fyrir skömmu hefur nú byrjað kennslu sína hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Hefur hann fengið allmarga nýliða í tíma, og gengur þeim vel að ná tökum á íþróttinni. Ennþá ern örfáir einkatímar Iausir, og geta þeir sem óska pant- að tíma hjá Pétri Björnssyni í síma 18700 kl. 10—11 daglega, svo lengi sem lausir tímar verða fáanlegir. Til 10. maí verður kennarinn einn- ig í leikfimissal Laugardalsvallar- ins alla daga kl. 17—18.40, og má hver sem er koma þangað og kynn- ast golfíþróttinni og fá leiðbein- ingar, hvort sem menn eru með- limir GR eða ekki. í kvöld kl. 8.15 íeikur sænska handknattlciksliðið Hellas fyrsta leik sinn hér á landi og mætir Ármenningum. Leikurinn fer fram að Hálogalandi. Með Ármanni í kvöld leikur Ragnar Jónsson, FH, en hann er þjálfari Ármannsliðs- ins. Búast má við að leikurinn verði skemmtilegur. Leikmenn Hellas Eftirtaldir leikmenn Hellas koma til íslands. (Þess ber þó að gæta, að ekki kemur nema annar hvor þeirra Christian Laurent eða Jan Hodin. Laurent kemur ef liann fær orlof úr herþjónustu, annars Hodin.) Hans Friborg, markvörður, 32 óra prentari. Varamaður Lennart Ring í A-liði Hellas. Hefur leik- ið 20 leiki í A-liðinu. Mjög efni- legur, og fær nú verulega eldskírn. Alf Gustafsson, varamarkmaður, 17 óra námsmaður. Mjög efnilegur. Nils-Georg Hornhammer, hægri bakvörður, 32 ára bankalögmaður. Hefur leikið einn landsleik. Forpi. handknattleiksdeildar Hellas. Mjög virkur leikmaður með gott keppn- isskap og hefur frábæra hæfileika til að hvetja liðsmenn sína. Rickard Johansson, vinstri bak- vörður, 24 ára rafvirki. Hefur leikið 6 landsleiki. Mjög góð skytta og lýkur aldrei leik án þess að skora. Hann er flokksstjóri liðs- ins. Skoraði 76 mörk í 18 leikjum í „Allsvenskan" í ár. Bert Johansson, miðvörður, 33 ára embættismaður. Fyrirliði liðs ins. Hefur í 10 ár verið traustur varamaður í A-liði Hellas og bætir frammistöðu sína með hverju ári. Hættuleg vinstri handar skytta. Sven Thelander, hægri fram- herji(, 29 ára trésmiður. Hefur leikið einn landsleik. Hefur stöð- ugt verið í A-liðinu síðan hann var 17 ára. Sóknharðasti maður liðsins og ein bezta skyttan. Skor- aði 50 mörk í ..Allsvenskan" í ár. Lennart Eriksson, miðframherji, verzlunarstjóri. Fjölhæfasti leik- maður liðsins og jafnvígur í öll- um stöðum. Björn Danell, vinstri framherji, 21 árs brunavörður. Hefur leikið einn landsleik. Vann sig nú í ár upp í hóp beztu handknattleiks- manna Svíþjóðar. Álitinn hraðasti og viðbragðsfljótasti leikmaður Svía. Staðsetningar hans eru f’á- bærar. Mjög skotharður. Christer Laufent, hægri framherji, 1. deild. Birmingham 3 — West Ham 2 Blackburn 4 — Manch. City 1 Fulham 2 — Bolton 1 Manch. Utd. 1 — Sheff. Wed. 3 Sheff. Utd. 2 — Aston Villa 1 2. deild. Cardiff 2 Plymouth 1 Luton 3 — Swansea 1 Newcastle 5 — Stoke 2 Portsmouth 1 — Preston 2 Southampton 5 — Derby 0 Skotland. Kilmarnock 2 Dundee Utd. 2 Partick 2 — Falkirk 0 Raith R. 1 — Dunfermline 2 Úrval SV-lands gegn Hellas Laugardaginn 11. maí kl. 16.00 leika Hellas og úrval SV-lands í íþróttahúsinu á Keflavíkurflug- velli. Úrvalsliðið er skipað sem hér segir: Hjarti Einarsson FH Guðmundur Gústafsson (Þrótti) Einar Sigurðsson (FH) j Guðlaugur Iljálmarsson (R) Sigurður Einarsson (Fram) ! Ingólfur Óskarsson (Fram) Hörður Kristinsson (Á) \ Guðjón Jónsson (Fram) Ragnar Jónsson (FH) _ ” j Sigurður Óskarsson (KR) Sigurður Hauksson (Víking) Kristján Stefánsson (FH) * Dómari: Magnús Pétursson. Ath. Landsliðsnefnd HSÍ hefur valið þetta lið, en áskilur sér rétt til breytinga á því, ef þurfa þykir. 20 ára stúdent. Afar efnilegur leik- maður. Skæður línu-leikmaður og vinstri handar skytta. Per Olof Nordn, framherji, 19 ára stúdent. Ekki sterkur en mjög tekniskur leikmaður. Allan Malmsten, framherji, 22 ára stúdent. Góður línuleikmaður og hefur mjög góðan samleik. Jan Hodin, vinstri framherji, 20 ára stúdent. Hættuleg vinstri hand ar skytta og mjög skotharður. Sven Hellstadius, bakvörður, 21 árs stúdent. Mjög efnilegur leik- maður. Verður væntanlega fastráð inn í A-liðið á næsta keppnistíma- bili. BO Johansson, bakvörður, 24 ára benzinstöðvarstjóri. Miðvörður í B-liðinu. Árangursríkur unglinga leiðtogi. Þjálfari: Bertil Sarneman, þjálf- ari, 54 ára embættismaður. Var framherji og afbragðsgóður leik- maður á árunum 1930-1940. Var kunnur fyrir snjöll vinstri handar skot. Fararstjóri: Gösta Hákansson, 48 ára forstjóri. Hann er gjaldkeri aðalstjórnar félagsins. Kunnur frjálsíþróttamaður á yngri árum. Sænskur meistari í 4x400 m. bijð-" hlaupi 1943. Frá 10.—31. maí mun kennar- inn dveljast í Vestmannaeyjum, en 1. júní hefjast kennslustundir aftur í Reykjavík, og byrjar þá kennsla fyrir nnglinga eftir kl. 5 á þriðjudögum. Ennfremur Ieikur kennarinn hringi á nýja vellinum með þeim, sem vilja, á kvöldin og um helgar. Frá Víðavangs- hlaupi Hafnaríjarðar Þessi mynd var tekin er Víðavangshlaup Hafnarfjarð . ar fór fram á Sumardaginn fyrsta. Það er viðbragðið . í I. flokki. Annar frá hægri er sigurvegarinn, Páll Ei- ríksson. , » > 10 5. maí 1963-— ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.