Alþýðublaðið - 09.05.1963, Síða 2
| «nat]írsr: Gisll J. Astþórssop (áb? <.» benedikt Gröndal.—ABstoðarrltstjóri
j ■iörgvlu GuCmundsson - Fréttastjórl: Sigvaldi Hjálmarsson. — Simar:
; JS900 — 14 302 — 14 903. Auglýsingasími: 14 908 — Aösetur: Alþýðuhúsið.
j — Pren'smifja Alþýöublaösins, Hverfisgötu 8-10 — Askriftargjald kr. 65.00
, A mánuði. t laLsuiulu kr. 4 00 eint. Otgefandl: AlþýðUflokkurinn -
Erfiðleikar kommúnista
ALDREI munu fcommúnistar hafa átt eins erf-
j itt uppdráttar fyrir neinar kosningar eins og ein-
anitt nú. Lengi vel var íalveg óvíst, að 'kommúnist-
<ar mundu geta boðið fram við kosningamar, þar
, leð allt logaði í deilum og ófriði í herbúðum þeirra.
eevintýrið var á enda. Bandalag kommúnista við
Kommúnistum var það Ijóst, að Alþýðubandalags-
j Hannibalista hafði mistekizt. Og nú reið á að fá
nýja bandamenn til þess að gera nýja tilraun tiíl að
t afstýra fylgishruni kommúnista. Kommúnistar
%roru hræddir við kosningamar og treystu sér ekki
’ til þess að bjóða fram einir.
En 'hivers vegna óttast kommúnistar kosning-
; farnar? Þeir óttast þær vegna þess, að almenningur
fiér á 'landi hefur fyrir löngu gert sér það Ijóst, að
fcommúnistadeildin hér er aðeins útibú frá heims-
| kommúnismanum og lýtur algerlega boði mann-
tanna frá Moskvu. Uppreisnin í Ungverjalandi
1&56 og afhjúpanimar á glæpaverkum Stalins
, opnuðu augu margra fylgismanna kommúnista
íyrir því, hvílík ofbéldisstefna það er, sem íslenzk-
£r kommúni'star fylgja. Og það gekk fram af mörg
j tum fylgjendum Sósíafistaflokksins hér hve snar-
: Ui-indir foringjar íslenzkra kommúnista virtust
- vera. Á sama tíma og ýmsir erlendir kommúnista-
foringjar gagnrýndu ástandið í Sovétríkjunum
þögðu þeir Einar og Brynjólfur þunnu hljóði.
Það var þegar farið að halla undan fæti fyrir
icommúnistum fyrir þingkosningarnar 1956 og fyr*
frsjáaúlegt, að þeir mundu tapa fylgi. Þá kom
Hannibal þeim til hjálpar og ýmsir létu blekkjast
«m stund. En í kosningunum 1959 misstu komm-
únistar allt aftur, er þeir höfðu unnið 1956 og meira
til. Menn höfðu þá séð í gegnum hinn nýja hjúp
kommúnista. Bæjarstjórnarkosningarnar sl. ár stað
festu þetta enn og kommúnistum varð það enn ljós
ar en áður, að þeir gætu ekki gengið til kosninga
án þess að breiða yfir sig nýjan hjúp. Og loks tókst
Þeim að véla tvo uppgefna foringja Þjóðvamar-
flokksins, þá Gils Guðmundsson og Berg Sigur-
fojörnsson til fylgis við sig. Þeir foringjar kommún
ísta, er stóðu fyrir samkomulaginu við Þjóðvörn,
þóttust hafa staðið sig vel. En Sósíalistafélag
Reykjavíkur var á öðru máli. Það felldi að hafa
nokkurn þjóðvamarmann á framboðslista komm-
únista í Reykjaivík. En miðstjórn Sósialistaflokks-
ins- hundsaði algerlega afstöðu flokksdeildarinnar.
Engum er þó ljósara en kommúnistum sjálf-
•um, að hið nýja bandalag safnar ekki um sig neinu
fylgi. Það nýtur ekki einu sinni trausts í flokks-
félögum kommúnista og þjóðvarnarmanna. Og þeir’
sem utan standa láta ekki blekkjast.
<fl
HANNES Á HORNINU
í BLAÐINU SUNNLENDINGUR
segir Guðmundur Guðmundsson
Vík í Mýrdal: „Þá eru trygging-
arnar ómetanlegar fyrir verkafólk-
ið. Ég só eliki hvernig fólkið hefði
komist af án tryggingabóta, og nú
er komin í framkvæmd sú gamla
krafa að landið verði eitt verðlags-
svæði. Þetta eru ómetanlegar kjara
bætur. Mór skilst að það muni um
eftirlaun verkamannsins í dag, og
mig hefði munað um fjölskyldu-
bætur með mínum níu börnum.
Ætli þær séu ekki í ár yfir 2700
kr. á mánuði og hefðu því numið
um 32.000 krónum á ári fyrir mig.
Og þetta kemur til viðbótar við
kaupið, sem er alls staðar jafnt..“
ÞETTA ERU ATIIYGLISVERÐ
cg lærdómsrík orð, sögð af djúp-
stæðri reynslu manns, sem lifað
hefur tvenna tímanú, barizt á-
fram bjargarlítill og stuðningslaus
með stóran bárnahóp, en um leið
starfað sleitulaust áratugum saman
að því að koma fram umb. á kjörum
alþýðufólksins, og sér nú árangui'-
inn án þess að hafa notið ávaxtanna
meðan erfiðleikarnir voru mestir,
en fagnar árangrinum og hvetur
til áframhaldandi Baráttu.
Á HVERJU GETA MENN byggt
skoðanir sínar og afstöðu til op'ti-
berra mála öðru en bláköldum
staðreyndum reynslunnar sjálfrar
Þegar reynslan talar, þá duga eng-
in hróþ, cngar getsakir, engin
biaðaskrif, hvorki iast né rógur.
Hver og einn getur í einrúmi kann
að reynsluna — og dregiö sínar á-
lyktanir af henni. Það hefur tekið
langan tíma að korna þessum ör-
yggisbótum á fyrir fóikið. Fyrst
varð að vinna bug á vantrú og
tregðu, ótta við nýtt skipulag og
hræðslu að ástæðulausu.
OG ÞEGAR fyrsta áfanganum
var náð, að fá löggjafarsamkomuna
til að samþykkja tryggingakerfið
í sinni upprunaíegu næsta ófull-
komnu mynd, þá hófst baráttan
stig af stigi við að fullkomna það
og endurbæta, — og sú barátta
stendur enn. í samvinnu við Sjálf-
stæðisflokkinn, sem óhugsanleg
var fyrir tiltölulega fáum árum,
hefur nú tekist að stíga stærsta
skrefið til þess að gera trygging-
arnar nógu ifullkomnar.
ENN STENDUR ÞESSI BAR-
ÁTTA. Þó að tryggingarnar hafi
aldrei nálgast þaö meir en nú að
verða að þeim róttar- og kjarabót-
um, sem ætlast er til að þær verði
þá þarf enn um að bæta, — og AI-
þýðuflokkurinn ætlar sér, ef hann
fær afl til, að vinna markvisst að
því á r/jslu árum. Það þarf að
hækka fjölskyldubæturnar, ör-
orkubæturnar, þannig að þær verði
raunveruleg laun, án þess þó að
tekin sé ábyrgðin af fólkinu til
i dæmis með f jölskyldubötunum.
SLÍKT KERFI, sem er í raun
og veru framkvæmd jafnaðarsteín-
unnar í þýðingarmiklu atriði, /erð
ur ekki byggt upp á stuttum tíma.
Það eru nú liðin tæp þrjátíu ár
síðan fyrsti vísirinn að trygging-
unum var lögfestur. Síðan heíúr
kerfið verið að byggjast upp. Guð-
mundur Guðmundsson hefur gert
samanburð og birt hann í blaöi.
Þetta getum við öll. Og þeir, :>em
nú eru á miðjum aldri geta gert
sinn samanburð síðar og fagnað ár-
angrinum en þó því aðeins að Al-
þýðuflokkurinn njóti stuðnings
þess fólks, sem hann er að vinna
fyrir og hefur unnið fyrir. Ef
hann nýtur ekki þessa stuðnings, þá
getur hann ekki komið vilja sin-
um og stefnu fram.
Hannes á horninn,
DALVÍK DALVÍK
FLOKKSKAFFI
verður haldið í veitingastofu útibús KEA á
Dalvík föstudaginn 10. maí kl, 8,30 e. h.
Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra,
Eggert G. Þorsteinsson alþingismaður,
Friðjón Skarphéðinsson ■ alþingismaður
og Bragi Sigurjónsson ritstjóri
munu sitja kvöldkaffi þetta og svara fyrir-
spumum flokksmanna.
ALÞÝÐUFLOKKURINN.
DALV8K DALVÍK
g S. maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐI0