Alþýðublaðið - 09.05.1963, Side 7

Alþýðublaðið - 09.05.1963, Side 7
LÖGREGLAN í PARIS hefur komizt að' þeirri niðurstöðu, að þeir ökumenn þar í borg-, sem ekki hafa bílpróf, séu mikið öruggari í um- ferðinni, en þeir sem hafa próf. Tölufræðilegar rannsóknir sýna, að það líða að meðaltali 14 ár og 3 mánuðir áður en Parísarbúi, sem ekki hefur bílpróf, lendir í höndunum á lögreglunni vegna um ferðarbrota. Ilins vegar reyndist raunin sú með löglilýðna borgara, sem gengið höfðu undir próf og fengið ökuskírteini, að þeir lentu í lögreglunni eftir að meðaltali átta ár og sex mánuði. -SMÆLKI - SMÆLKI-SMÆLKI GEIMFERÐ ASÉRFRÆÐIN GAR frá sjö löndum í austri og vestri hafa orðið ásáttir um að veita geim förum sömu réttindi og sendiherr um og starfsmönnum við sendiráð eru veitt í því landi, þar sem þeir dveljast. Þetta er gert með það fyrir aug- um, að nauðlendi geimfari geim- skipi sinu í „óvinalandi", þyrfti hann örugglega ekki að eiga á hættu að verða handtekinn, eða neitt þess háttar. Saga, sem einu sinni hefur gerzt, hefur ósjaldan tilhneig- ingu til að endurtaka sig og sannast það eftirminnllega á ungu stúlkunni hér á myndinni: Hún er nefnil. engin önnur en Juliet Mills djttir hins víð- kunna leikara Johns Mills. John MiHs hóf lfláklistarferil sinn árið 1929, þegar liann var á hött unum eftir einhverri atvinnu, og rakst fyrir glettni örlaganna á leikhúsmann einn, Tyrone Guthrie, sem útvegaði honum hluíverk í „Jómsmessunætur- draxuni“ eftir Shakespears. Er ekki að orðlengja það, að Iilut- verki sínu skilaði John Mills af mikilli prýði og gerðist brátt vinsæll á leiksviðinu. Nú, rúmlega þrjátíu ármn síðar, hefur brugðið svo undar- lega við, að dóttir Mills, Juliet, hefur hlotið sitt fyrsta stóra hlut verk um ævina og er það ein- mitt í „Jónsmcssunæturdraumi“ Juliet MiIIs hlaut sitt fyrsta hlutverk fyrir sams kon ar glettni örlaganna og faðir hennar, þar sem hún tók við því í forföllum leikkonunnar, sem upphaflega hafði átt að hafa það á liendi. — Ilér á myndinni sjáum við Juliet Mills , gervi Titaniu í „Jónsmessu- næturdraumi.“ A-2 VEIRAN ÁTTI SÖK Á INNFLÚENZUNNI Inflúenzan, sem herjaði víða um Evrópu í vetur og vor, mun elga rætur sínar að rekja til A-2 velr- unnar, að því er Alþjóða heil- brigðismálastofnunin upplýsir. Veirurnar af þessari gerð eru ein kennilegar og nánast óútreiknan- i legar. Þær hafa yfirleitt átt sök á öllum mestum inflúenzufaröldrum, sem gengíð hafa yfir. Aðalinflúenzuveirurnar, A og B orsaka í stórum dráttum svipuð sjúkdómseinkenni hita, kulda köst, beinverki, hósta og almenn- | an slapplcika, og á stundum eiga þær til að valda lungnabólgu. En að sumu leyti eru þessar veirur þó ólikar. Vísindamenn vita ná- kvæmlega hvernig B-veirurnar hegða sér, en mn A-veirurnar vita þeir aftur á móti mikið minna. Til þessa hafa menn aldrei get- að sagt fyrir um hvenær inflúenzu- faraldrar mundu koma upp, eða hversu alvarlegir þeir yrðu. Stund um hafa inflúenzufaraldrar orðið feiknarlega mannskæöir, eins og til dæmis faraldurinn árið 1918 en í honum munu hafa dáið 15-20 milljónir manna, mest megnis ungt fólk. Asiu-inflúenzan sem var skæð um allan heim 1957-1958 var hlns vegar fremur væg og fáir létust úr henni. Alþjóða heilbrigðismálastofnun- in hcfnr nú komið upp aðvörunar- kerfi gegn farsóttum. Kerfið sam- anstendur meðal annars af 65 til- raunastofum í ýmsum löndum þar sem fylgst er nákvæmlega með sjúkdómum þeim er geta breiðst ört út. Ungur efahyggjumaður í söfnuði nokkrum, spurði hinn kunna prédik- ara Billy Sunday einu sinni eftirfar- andi spurningar.- — Hvað hét eiginkona Kains? Prédikarinn víðfrægi svaraði unga manninum á þessa leið án þess að láta sér bregða hið minnsta: — Ég er miög hlvnntur öllum þeim, sem af hiartans einlæcni leita sann leikans, en vður, imcrj maður, verð écr að gefa becsa ráðleooinmi: Sfefnið pkki sálnhiálr) vðnr f heinan vnða með hvf eð fnn.'ífnast um of um ann arra manna knmir. ★ Faðirinn (við son sinn, sem er að narta í epli): Þú verður að gæta þín fyrir ormunum, drengur minn. Sonurinn: Nei, pabbi minn, — þegar ég borða epli, verða ormarn- ir að gæta sín fyrir mér. ★ Prófessorinn, sem var mjög utan við sig, eins og prófessorum er gjarnt, var önnum kafinn (skrifstofu sinni, þegar kona hans kom inn. — Hefurðu séð þetta, sagði hún og veifaði framan ( hann nýútkomnu dagblaði. Ég sé ekki betur en and- látsfregn þín sé í blaðinu í dag. — Jæja anzaði prófessorinn ofur rólega án þess að Ifta upp. — Við verðum þá líklega að senda samúð- arskeyti. ★ — Er nokkuð til ( því, að Mac Tavish sé búinn að kaupa benzín- stöðina? — Eitthvað er sennilega hæft lí því, ég sé nefnilega, að það er búiö að taka niður skiltið, sem stóð á, að öllum væri frjálst að nota loft- dæluna án þess að borga fyrir. Skozkur piltur var að sýna frö einni, sem var á ferðalgi í heima- bæ hans, alla merkustu staðina þar. Ferðinni lauk við kirkjuna. Þar þakk aði frúin honum fyrir leiðsöguna, en þvert ofan í það, sem Skotinn hafði búizt við, þá greiddi hún hoiv um ekki evri fyrir ómakið. Þá sagði liann: Þér skuluð minn- ast bess, frú mín góð, að ef þér siáið að h'idd’n vðar er t-únd, þeg- ar hér kom;ð heim, að hér tókuö þér hana ekkert úr veskinu yðar. Einn morguninn þegar Angus' vaknaði, sá hann að kona hans var látin við hlið hans ( rúminu. Hann stökk á fætur op hlióp fraro á ffancrinn ocr kailaði níð’ur stlgann: Mnría. komd" hérna að stigarrurií al'rpcr imdir ains. Þjónustustúlkan kom að yörmu spori og vissi ekki hvað gekk eig Tnlega á. — Hvað er um að vera? spufðl hún, þegar hún kom móð og más- andi. — Sjóddu ekki nema eitf egg til morgunverðar ( dag, sagði þ& Angus. GARBO í KVIKMYND ? Blaðið Paese Scra £ Róm full- yrðir, að Greta Garbo hafi undir ritað kvikmyndasamning við ít- alskan leikstjóra um að leika í kvikmynd, sem tekin verði, á ít- alíu á sumri komanda. Meira en tuttugu ár eru Hðin síðan Greta Garbo lék síðast í kvilanynd. Fimmtudagur 9. maí. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónl. ——• 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Á frívaktinni"; sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.30 Veðus'- fregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Tónleíkai-). 18.80 Danshljómsveitir leika. .— 18.50 Tilk. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttlr. 20.00 Frá ljóðasöng í Austurbæjarbíói 11. marz s.l.: Jiri Koutny frá Tékkóslóvakíu syngur lagaflokkínn „Lieder- kreis" op. 59 eftir Schumann. Við píanóið: Árni Kristjánsson. 20.30 Erindi: Hvað er eilíft líf? (Grétar Fells rithöfundm). 21.00 Tónleikar Sinfóriíuhljómsveitar islands í Háskólabiói; fyrri hluti. Stjórnandi: William Strickland. Einleikari á pianó: Paui Badura-Skoda. a) Forleikur í ítölskum stíl í C-dúr eftir Schubert. b) Konsert í B-dúr fyrir píanö og hljómsveit (K456) eflír Mozart* 21.40 „Morgunvindurinn", smásaga eftir Berl Grinberg, í þýðingtt Málfríðar Einarsdóttur. (Jön Aðils leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Svarta skýiS“ eftir Fred Hoyle; XIX. (Örnólímf Thorlacius). 22.30 Djassþáttur (Jón Múli Árnason). — 23.00 Dagskrárlok. ' í.'—!.'•••••• V - ' ' HIN SfÐAN ALÞÝÍTUBUTÖiÐ — 9. maí 1963 ^

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.