Alþýðublaðið - 09.05.1963, Blaðsíða 10
Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON
HKRR vann Hellas
verðskuldað 22-í
Annar leikur sænska liand-
. knattleiksli'6'sins Hellas hér á
landi, var mun skemmtilegri en sá
fyrsti. Svíarnir mættu Reykjavíkur
úrvali að Hálogalandi í fyrrakvöld
og sigraði úrvalið eftir all spenn-
andi Ieik með 22 mörkum gegn 18.
Sigur Reykvíkinga var að vísu al-
drei í hættu, en ekkert mátti þó
út af bera.
Fram-
Hellas
í kvöld
Sænska meistaraliðið Hellas
leikur þriðja leik sinn fiér á
landi í kvöld og mætir nú ís-
landsmeisturunum Fram.
Eftir frammistöðu Svíanna
í þeim tveim leikjum, sem þeir
hafa leikið hér, má búazt við
sigri Fram í kvöld. Báðir að-
ilar tefla fram sínum sterkustu
mönnum og Svíarnir sögðu I
viðtali við íþróttasíðuna í gær,
að þeir myndu leggja sig fram
til hins ítrasta í kvöld, því
að mikið væri í húfi að fá góða
útkomu gegn íslandsmeisturun
um.
★ Fyrri hálfleikur 8-7.
Gunnlaugur skorar fyrsta mark
leiksins fyrir úrvalið, en Richaid
Johansson jafnar, en síðan ná
Reykvíkingar forystu, er Hörður
skorar örugglega úr vítakasti. Leik-
urinn var harður fyrstu mínút-
urnar og áberandi hvað sænsku
leikmennirnir léku betur en gegn
Ármanni á sunnudaginn. SérstaK-
lega var þó vörnin þéttari.
Svíum tekst aftur að jafna, er
Thelander skorar með góðu skoti.
En Reykvíkingar ná frumkvæðinu
fljótt aftur, er þeir skora þrjú
mörk, Karl, Sig. Einarss. og Karl
og úr því hefur úrvalið ávallt yfir-
höndina, en fyrri hálfleik lauk
með sigri Reykvíkinga 8 gegn 7.
★ Öruggur sigur.
Reykvíkingar skora þrjú fyrstu
mörk síðari hálfleiks og þá er stað
an 11-7 Þannig var munurinn mest
allan hálfleikinn. Svíarnir léku á-
kveðið og af mikilli hörku allan
tímann, en það dugði ekki, Reykja
víkurúrvalið var betra og vann
verðskuldaðan sigur 22-18.
Úrvalið féll ekki nógu vel saman
en margir einstaklingar voru góð
ir. Gunnlaugur átti ágætan lelk,
varnarspil hans var sérstaklega
gott. Sigurður Einarsson og Þor-
steinn Björnsson áttu einnig góðan
leik.
Mörk úrvalsins skoruðu: Ingólf
ur 5, Gunnlaugur, Karl og Sig-
urður Einarss. 4 hver, Guðjón og
Hörður 2 hvor og Sigurður Dags-
son 1
Mörk Hellas: Thelander 5, R.
Sigurður Einarsson átti
góðan leik gegn Hellas á
þriðjudagskvöldið. Svíunum
gekk illa að átta sig á línu-
spili Sigurðar og hér skorar
hann örugglega.
Johansson 4, Dannel, Hedin og
Hornhammer 2 hver og Lennart
Eriksson.
, Dómari var Hannes Þ. Sigurðs-
son og dæmdi ágætlega.
Vormót ÍR fer
fram 19. maí nk.
Vormót ÍR í frjálsum íþróttum
fer fram á Melavellinum sunnu-
daginn 19. maí n.k. og hefst kl. 14
Keppt verður í eftirtöldum
greinum: KARLAR: 200 m. hlaup,
800 m. hlaup, 200 m. grindahlaup,
1000 m. boðhlaup, hástökk, lang-
stökk, kringlukasti, spjótkasti og
sleggjukasti. Auk þess verður
keppt í 100 m. hlaupi kvenna, 60
m. hlaupi og kringlukasti sveina
og Iangstökki drengja.
Þátttökutilkynningar sendist
skrifstpfu vallarstjóra, Melavell-
inum í síðasta lagi 15. maí.
„u.
Hér hefur Svíum tekist að brjótast í gegn um vörn Reykvíkinga.
10 9. maí 1963- — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Enska knattspyrnan
Nú fer að líða að því, að knatt-
spyrnutímabilinu ljúki í Englandi
og eigá liðin aðeins 2-4 leiki eft-
ir. Leicester, sem átti mikla mögu-
leika á að sigra bæði bikar og
deildarkeppnina missti tvö dýr-
mæt stig á laugardag og má
heita vonlaust um sigur í deild-
inni.
Tottenham sigraði Sheff. Utd.
og skoraði Greaves, 37. mark sitt
fyrir klúbbinn í vetur, og er það
nýtt markamet yfir eltt tímabil
hjá Tottenham.
Aston Villa tapaði ellefta leik
sínum í röð og er nú komið í
mikla fallhættu.
Stoke tapaði þrlðja leik sínum
í. röð og eru langt frá því að vera
Sfuggir.með sæti í 1. deild næsta
ár.
Á mánudag fóru fram þessir
leikir:
1. deild:
Bolton 0 - Sheff. Wed. 4
Manch. Utd. 2 - Arsenal 3
2. deild:
Cardiff 1 - Preston 1
Derby 3 - Norwich 0
Huddersfield 4 - Swansea 1
Middlesbro 2 - Leeds 1
Skotland.
-m^'r j
Bikarkepnnin, úrslit:
Rangers 1 - Celtic 1.
Leikið aftur miðvikud. 15. maí.
í Skotlandi sigraði Rangers -
Airdrie með 2:0 og eru þar með
orðnir deildarmeistarar þrátt fyr
ir að þeir eiga sex leiki óleikna.
Rangers o? Celtic gerðu jafn-
tefli 1:1 í úrslitum bikarkeppn-
innar og vorn Rangersmenn held-
ur nærri sierinum, þrátt fyrir að
McLean, sá, er lék með St. Mirr-
en í fyrra, m°Mdis<- og væri til lít
ils gagns eftir bað. Liðin leika
aftur miðvikodaeinn 15. maí og
má búast við 134 000 manns í ann-
að sinn. Ekki slælegar tekjur af
þessum tveim leikjum.
vramh. á 12. síðc
Brasilía Eng-
land jafntefli
LONDON 8. maí (NTB-Reuter).
England og Brazilía gerðu jafntcfli
á Wembley í dag, 1 mark gegn 1.
Hinn glæsilegi leikvangur var þétt
setinn áhorfendum. Englendingar
börðust eins og Ijón allan leikinn
en leikur Brazilíumanna bar öll ein
kenni sýningar „show.“ Stunduin
leit alls ekki út fyrir að þeir hefðu
áhuga á að skora, heldur aðeins
að halda boltannm. Er 18 mín. voru
liðnar af leiknum skoraði h. útherji
BraziHu Pepe af 25 m. færi. Mark
vörður Englendinga Gordon Banks
heyrði aðeins hvinmn í boltanum.
Englending-i- vel í byrj
un og þetta var fyrstá skotið á
enska mark -”'m mínútum
fyrir leikslok 'u Englending-
ar, það var Douglas h. útherji, sem
það gerði. Pp’- '~'r eVVj með, hann
meiddist lítill-ga í bílslysl í Ham
borg um helgina.
Þetta var 6. leikur heimsmeistar
anna í Evráí'-<>rðinni. Þeir hafa
unnið 2, tapað 3. en þetta var
fyrsta jafnteflið.