Alþýðublaðið - 09.05.1963, Page 15

Alþýðublaðið - 09.05.1963, Page 15
' ryksuguna úr sambandi og fór eittlivað annað. Tíminn leið löturhægt. r Klukkan rúmlega hálftólf opn uðust útidyrnar og Vasari kom út. Hann stóð á þrepinu, starði upp í himininn, spennti vöðvana og andaði að sér fersku morgun- loftinu. Sólin var heit eftir næt- urregnið. Hann var kiæddur blá- um bómullarbuxum og í peysu- skyrtu. Hann virtist tröllaukinn. Sem lífvöi-ður var hann vissulega tilkomumikill. ' Hann gekk yfir að bílnúm, at- ’ liugaði hvort nóg olía og vatn væri á hornum og fór síðan inn aftur. ' Það var ekki fyrr en um há- degi, sem ég sá Rimu. Hún kom út í dymar og leit upp í loftið. ' Eg hrökk við, er ég beindi sjón- aukanum að andiiti hennar. Hún var föl ög það voru dökkir baug- ar undir augunum og kinnaroð- inn, sem hún hafði smurt á sig, gerði það að verkum, að svo virt- ist sem hún væri með grímu. ' Hún var fýld á svin. Hún steig inn í bílinn og skellti hurðinni liarkalega á eftir sér. Vasari kom út og bar baðkápur og handklæði. Vinnustúlkan kom fram i dyrnar. Hann sagði eitt- livað við hana, og hún kinkaði kolli, síðan steig hann upp i bií- inn og ók hurtu. Eg fylgdist með bílnum í sjón- aukanum. Hann stefndi í áttina til vesturhluta borgarinnar, þar sem fínu baðklúbbamir voi'u. Nokkrum mínútum siðar kom konan út, læsti útidyranum, — stakk lyklinum inn um lúguna, fór inn í bílinn sinn og ók burtu. Eg hikaði ekki. Þetta var of gott tækifæri til að láta það ganga sér úr gre;p- um. Það var hugsanlegt, að Rima •geymdi bvssuna, sem varðmað- urinn hafði verið drepinn með, í húsinu. Ef ég næði í hana, — mundi málið gegn mér vera mun veikbyggðara. Áður en ég færi úr felustað mir.um, grandskoðaði ég veginn og ströndina. Það var engan að sjá. Eg stóð fliótt á fætur og gekk hratt að húsinu. Eg opnaði hliðið og gekk upp stíginn. Til öryggis hringdi ég bjöllunni, þó að ég vissi, að eng inn væri þar. Er ég hafði beðið nokkrar mínútur, krækti ég lykl inum út um lúguna og opnaði dyrnar. Eg gekk inn í anddyr- ið og hlustaði. Það var ekkert hljóð, nema tifið í kltikku ein- hvers staðár í húsinu og leki í biluðum krana í eldhúsinu. Setustofan var til hægri. Stutt JFáíkimi jií.nasstá biaAsiilu st«JV ur gangur til vinstri lá til syefn- herbergjanna. Eg gekk inn ganginn, opnaði dyr og gægðist inn. Þetta var klæðaherbergi Vasaris. Buxur lágu vandlega samanbrotnar á stól, og rafmagnsrakvél var á snyrtiborðinu. Eg fór ekki inn, heldur gekk að næsta herbergi og fór inn. Það stóð hjónarúm við glúgg- ann og snyrtiborðið var fullt af snyrtitækjum. Grænn sloppur hékk bak við dymar. Þetta var herbergið, sem ég var að leita að. Eg hallaði aftur hurðinni, gckk síðan yfir að kommóðunni og fór að kanna innihaldið, hratt, en gætti þess þó að aflaga ekkert. Rima hafði sýnilega farið út í æðisgengin innkaup með pen- ingunum mínum. Skúffurnar voru sneisafullar af nælonundir fötum, treflum, vasaklútum, sokkum og svo framvegis. Ég fann ekki þyssuna. Ég beindi athyglinni að fata- skápnum. Um tylft kjóla hékk þar á herðatrjám og á gólfinu voru mörg pör af skóm. Á efstu hillunni sá ég pappakassa, sem bundið var um með snæri. Ég tók hann niður, ýtti snærinu af og opnaði hann. í honum voru bréf og nokkrar ljósmyndir, að- alega af Rimu silfurhærðri, tekn ar í kvikmyndaverinu. Athygli mín beindist að bréfi sem lá efst í bunkanum. Það var dagsett fyrlr þrem dögum. Ég tók það upp og las það. Castle Arms 234, Ashby Avenue, San Franciso. Elsku Rima, í gærkvöldi rakst ég á Wilbur. Hann er laus til reynslu, og hann er að leita að þér. Hann er byrj aður á dópinu aftur og hann er hættulegur. Hann sagði mér, að ef hann fyndi þig ætlaði hann að drepa þig. Passaðu þig því. Ég sagðist halda, að þú værir í New York. Ef hann gerir það, læt ég þig vita. Allavega skaltu halda þig burtu héðan. Ég er skítlirædd við hann, og hann meinar það, sem hann segir um að kála þér. Þarf að flýta mér að ná póst hirðingu. Clare. Ég var alveg búinn að gleyma því, að Wilbur væri til. Hugur minn beindist skyndi- lega að bar Rustys. Ég sá dym- ar aftur fyrir mér, er þær skellt- ust upp og hryllilega veran birt- ist. Hættulegur? Vægilega að orði komizt. Þá hafði hann verið eins banvænn og skellinaðra, er hann hafði nálgazt Rimu hálfbog inn, með hnífinn í hendinni. Svo hann var þá kominn úr fangelsinu eftir þrettán ár, og hann var að leita að Rimu. Þegar hann fyndi hana, ætlaði hann að drepa hana. Geysilegur léttir fór um mig. Þarna gat leiðin út úr ógöngun- um legið, lausrtin á vandamáli mínu. Ég skrifaði niður heimilisfang þessarar Clare í vasabókina mína og setti bréfið aftur i kassann, og kassann inn í fataskapinn. Svo hélt ég áfram leit minni að byssunni, djúpthugsandi. Það var af tilviljun, að ég fann byssuna. Hún hékk í snæri inn- an í einum af kjólum Rimu. Það var eingöngu vegna þess að ég af óþolinmæði ýtti til hliðar kjóla röðinni til að skoða á bak við liana, að ég fann fyrir henni. Ég leysti snærið og tók byss- una. Þetta var 38 millimetra lög- regluskammbyssa og hún var lilaðin. Ég stakk henni í rassvas- ann, lokaði skápnum og leit í kringum mig til að ganga úr skugga um, að ég hefði ekki skil- ið eftir mig nein ummerki. Svo, þegar ég var öruggur um það, gekk ég hratt að dyrunum. Um leið og ég opnaði dyrnar heyrði ég bíl stanza fyrir utan húsið. Ég stökk yfir að glugganum og hjarta mitt fór að slá ákaft. Ég var nógu fljótur til að sjá Rimu stíga út úr Pontiacinum. Hún hljóp upp stíginn og ég heyrði hana fálma eftir lyklinum. Þegar lykillinn snerist í ski'ánni, þaut ég hratt og hljóð- lega út úr svefnherberginu. Ég liikaði brot úr sekúndu í gangin- um, en gekk síðan inn í klæða- herbergl Vasaris. Ég lokaði hurð inni um leið og útidyrnar opnuð- ust. Rima gekk hratt framhjá klæða herberginu og inn í svefnlier- bergið. Ég stóð upp við vegginn þann- ig, að ef Vasari opnaði dyrnar mundi hurðin hylja mig. Allar taugar mínar voru spenntar og ég var hræddur og hjartað í mér barðist. Ég heyrði Vasari koma þung- stigan inn í anddyrið. Það varð hik, síðan heyrði ég hann ganga inn í setustofuna. Eftir nokkrar mínútur kom Rima út úr svefn- herberginu og kom til hans í setu stofunni. „Heyrðu, góða,“ sagði hann í kvörtunarróm, „geturðu ekki van ið þig af þessu? í guðs bænum? Við erum ekki fyrr farin eitthvað en þú verður að koma æðandi til baka til að fá skamrnt." „Ó, haltu kjafti!“ Rödd Rimu var ofsaleg og hörð. „Ég geri það, sem ég vil hér, gleymdu því ekki!“ „Já, já, en af hverju í andskot- anum hefurðu dópið ekki með þér, úr því að þú verður endi- lega að fá það? Þú ert búin að eyðileggja allan daginn núna.“ „Ég sagði þér að halda kjafti, var það ekki?“ „Ég heyrði til þín. Þú ert allt af að segja mér að halda kjafti. Ég er að verða dálítið leiður á því.“ Hún hló. „Dálaglegur brandari atarna! Og hvað ætlarðu svo sem að gera í því?“ Það var löng þögn, síðan sagði hann: „Hvaða náungi er þetta, sem þú færð peninga frá? Ég hef band er með ykkur?“ „Ekkert. Hann skuldar mér peninga, og hann borgar mér. Viltu halda kjafti um hann?“ „Hvernig stendur á, að hann skuldar þér peninga, vinan?“ ,,Heyrðu mig, ef þú hættir þessu ekki, geturðu hypjað þig. Heyrirðu það?“ „Nei, bíddu nú við.“ Rödd hans harðnaði. „Ég á í nógu miklum erfiðleikum eins og stendur. Ég segi þér, að ég hef áhyggjur af i þessum náunga. Ég held, að þú kúgir fé út úr honum, og það « er hlutur, sem ég er ekkert hrif inn af.“ „Ekki það?“ Rödd hennar var 1 liæðnisleg. „En þú ert hrifinn af að stela, er það ekki? Þú ert hrif • inn af að berja einhvern gamlan skarf i hausinn og stela pening- unum hans, er það ekki?“ „Hættu þessu! Ef þeir næðu f mig_ mundi ég fá árs tukthús, en f járkúgun . . . andskotinn! Mað- •" ur fær tíu ár fyrir hana!“ „Hver er að tala um fjárkúg- un? Ég sagði þér það: hann skuld ar mér fé.“ NÝKOMIÐ Úrval af sumarkjólaefnum, gott, fallegt og ódýrt. Verzlunin Snót Vesturgötu 17. r ALÞÝ0UBLAÐIÐ — 9. maí 1963 15

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.