Alþýðublaðið - 10.05.1963, Side 7

Alþýðublaðið - 10.05.1963, Side 7
Skýjakljúfar viö Buckingham höll VIÐ GLUGGA einti í Buckingham böll stóð stofustúlka og vcifaði hvítum vasaklút. í átta himdruð metra fjarlægð voru leynilögreglu menn með sjónauka og fylgdust með henni, i»eim til mikillar á- nægju sáu þeir stúlkuna og vasa- klútinn ekki greinilega. Þessa aðferð nota öryggisverðir brezku konungsfjölskyldunnar til að ganga úr skugga um, að í lagi _sé að reisa skýjakljúf í grennd við Buckingham höll. Þar sem leynilögreglumennirnir ▼oru með sjónauka sína mun inn- an skamms rísa skýjakljúfur, — nýtt Hilton hótel. Af efstu hæð- um hótelsins, úr þeim herbergj- um, sem sniia í suður, verður mjög gott útsýni yfir hallargarðinn, og þeir, sem búa í dýrustú íbúðun- um á efstu hæð hótelsins, munu jafnvcl geta séð gluggana á efstu hæð af hluta hallarinnar. En úr átta hundruð metra fjar- lægð sjá menn bara gluggana, trjá NÝ STJÁRNA Prófessor einn í stjörnufræði, dr. Peter van de Kamp, við stjörnu rannsóknastöð í Arizona, tilkynnti nýlega, að hann hefði fundið nýja reikistjörnu utan sólkerfis okkar, sem væri 1,5 sinnum stærri en Júpíter. Stjörnuna hefur hann ckki séð, en hann veit, að hún er í s.ex Ijósára fjarlægð frá Jörðu, og er á braut kring um Barnard stjörn- una. gróðurinn £ garðinum hindrar að i hótelgestirnir sjá drottninguna, | þegar hún fær sér skemmtigöng- i ur í garðinum. Stjóm hótelsins' hefur samt lofað að haft verði strangt eftirlit með mönnum, sem taka sér herbergi eða íbúðir á efstu hæðunum og eru með grun- samlega mikinn útbúnað til ljós- myndunar meðferðis. Öryggisverðirnir hafa einnig liaft áhyggjur vegna þess, ef ein- hverjum vitfirringi dytti í hug, að reyna aö skjóta drottninguna frá hótelinu, en þeir telja að fjar- lægðin sé of mikil til að slíkt sé hægt. Fyrir sunnan Buckingham höll er nýreistur skýjakljúfurt en það- an mun útsýni yfir höllina mun verra en frá hótelinu. Ekki hefur þó komið til mála aö bygging þessara skýjakljúfa yrði stöðvuð eða bönnuð, vegna þess að þeir þættu ógnandi örýggi drottningarinnar eða fjölskyldu hennar. Á átjándu öld var Anna drottn- ing gröm vegna fólksfjöldans í Hyde Park, en þar voru áður veiði lendur konungsfjölskyldunnar, sem síðar voru oppaðar almenn- ingi. Ðrottningin spurði einn ráð- herra sinna, hvað það mundi kosta mikið að láta setja rammgerða girðingu f kringum garðinn, til að halda fólkinu á brott. Sagt er að ráðherrann hafl svar að henni mjög hnyttilega, nefni- lega, að það mundi kosta hana stöffuna. Miss Malaya 1963 Þ A Ð eru fleiri en við íslendingar, sem halda fegurðarsam- keppni meðal kvenna og til marks um það er myndin, sem hér birtist. Hún sýnir fegurðarsamkeppni malayiskra kvenna og er tekin á þeirri áhrifamiklu stund, þegar frönsk leikkona, Capu- cine að nafni, en hún var um þessar mundir í skemmtil’erð á Malaya, krýnir Ungfrú Malaya 1963. Hin 19 ára gamla stúlka, sem varð heiðursins aðnjótawái, verður væntanlega send til alheimsfegurðarsamkeppninnar í London í nóvember næstkomandi. Verður þessi unga og fallega stúlka fyrsti fullírúi Mayaya í slíkri keppni og verður vissulega gaman að fylgjast með því, hvernig henni vegnar. Ungfrú Malaya er 19 ára kvenstúdent, kia- versk að ætterni, og heitir Catherine Loh. Föstudagur 10. maf. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónl. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku, 13.25 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.30 Veður- fregnir. — Tónl. — 17.00 Fréttir. — Endurt. tónlistarefni). 18.30 Harmonikulög. — 18.50 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: ísrael, — svipmyndir úr lífi pýrrar þjóðar (Hjálmar R. Bárðarson skipaskoðunarstjóri). 20.30 Þjóðlög frá ísrael, sungin og leikin. 20.40 í ljóði, — þáttur í umsjá Baldurs Pálmasonar. Arnheiður Sig- urðardóttir les kvæði eftir Sigurð Jónsson frá Arnarvatni og Ævar Kvaran les kvæði eftir Jakob Jóh. Smára. 21.05 Tónleikar: Leon Goossens óbóleikari leikur ýmis lög; Gerald Moore leikur undir á píanó. 21.15 Kvöldið fyrir lokadag: Dagskrá Slysavarnardeildarinnar Ingólfs í Reykjavík, tekin saman af Flosa Ólafssyni. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Efst á baugi (Björgin Guðmundsson og Tómas Karlsson). 22.40 Á síðkvöldi: Léttklassísk tónlist. a) Nicolai Gedda syngur óperuaríur. b) Covent Garden hljómsveitin leikur ballettsvítuna ^Giselle" eftir Charles Adolphe Adam; Robert Irving stjórnar. 23.25 Dagskrárlok. Dýrir fætur Dómstóll nokkur f London mat fyrir skömmu fætur ungrar konu á rúmlega 160 þús. kr. fslenzkar. Þessar skaðabætur fékk hin 26 ára gamla frú Vivian B. Pettit eft- fr að hún hafði lent í bflslysi og fótbrotnað. Þegar brotið var gró- ið og hún aftur komin á stjá, kom í ljós, að annar fóturinn hafði bognað nokkuð, og varð ekkert við því gert. í dómi sinum sagði dómarinn að nú á dögum, þegar algengt væri að kvenfólk sprangaði um á stutt buxum, væru fagrir fætur taldir hverri konu til ágætis og að þeim væri dáðst. Unga konan ætti því sannarlega rétt á skaðabótum ef fætur hennar sködduðust vegna atvika, sem hún gæti ekki ráðið við. -SMÆLKI-SMÆLKI-SMÆLKI —- '"'lí * *.r v \ !’> IV — Ég vona bara aff það sé ekki fióS núna. — Maðurinn minn varð reiður við mig í gærkvöldi og skipaði mér að fara til fjandans. — Hvað ætlarðu að gera í því? — Ætli ég fari ekki heim til hennar mömmu. ★ Pabbinn: Jæja, barnið gott, — nú ertu búinn að eignast lítinn bróður. Sonurinn.- Og hvaðan kom hann? Pabbinn (vandræðalega): Ja — hann kom frá úútlöndum. Sonurinn (arsur): Einn helvítis út- lendingurinn enn. ★ — Hve oft á ég að segja þér það, Dengsi litli, að maður á að loka augunum, þegar söfnuðurinn biður. — Já, en mamma — hvernig veizt þú, að ég hef bau opin? ★ Eiginmaðurinn: Jæja, svo að þú segir, að ég hafi talað upp úr svefni í nótt. Það var annars sannarlega undarlegt, af því að mig dreymdí hana mömmu þína. Eiginkonan: Hvers vegna var það svo undarlegt? Eiginmaðurinn: Vegna þess, að yfirleitt kemst ég aldrei að, þegar ég tala við hana móður þína. — Hvað fékk Nlagga litla á af- mælisdaginn, Nonni minn? — Hún fékk þriár bækur, fjóra klúta — og mislinga. Viðskiptavinur (við afgreiðslih stúlku I bókabúð: Hafið þið bók me<3 heitinu „Menn, sem heilla kveih fólkið?" Afgreiðslustúlkan (stutt í sp.unajs Skáldsögurnar eru á efri hæðinn*, herra minn. ★ — Ég samhryggist þér mnilega, kæri vinur. — Hvað áttu við? — Konan mín keypti nýjan hati í gær. — Ég skil þig ekki. — Veiztu ekki, að konan mín ej boðin til konunnar þinmir i kvöld? ★ — Konan mín hljóp frá mér me3 bezta vini mínum. — Lítur hann vel út, þessi vinur þinn? — Ég veit það ekki. Ég hef nefní lega ekki séð hann síðan. ★ Móðirin (iýsir af innfjálgi hinurrj margvfslegu kostum dóttur sinnarþ Dóttir mín syogur, leikur á píanó, leggur stund á grasafræh og dýra fræði og skiiur bæði frönsku og ítölsku, — sem sagt: Hón er fulL komin. Hvað er um yður að segja, herra minn? Tengdasonurinn tilvonandi (hóg- vær): Ja, — ef í hart íer, býst ég við að ég geti annast matseldina og ef til vill stagað eitthvaö í sokka. HIN SfÐAN ALÞÝÐUBIAÐÍÐ — iö. maí 19^3 .jj w

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.