Alþýðublaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 10
Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON Ávarp frá framkvæmda- nefnd norrænu sund- keppninnar 1963 FRÁ því 1949 hefur þriðja hvert ár verið efnt til norrænnar sund- keppni. íslendingar hafa tekið þátt í fjórum af fimm. Hér er um keppni að ræða, sem Sundsamband Norðurlanda gengst fyrir. Vart mun til í heiminum víð tækari keppni. Árið 1960 voru þátt takendur nær hálf milljón. Við íslendingar höfðum verið ó- ánægðir með ákvörðun grundvall- artölu. Tillögur Sundsambands ís- lands hafa eigi náð fram að ganga. Sú þjóð sigrar, sem eykur hund- raðstölulega þátttöku sína mest frá grundvallartölu sinni. Grundvallartala hverrar þjóðar sem reikna skal hundraðstölulega aukningu eftir nú, er meðaltal þátt tökufjölda 1957 og 1960. Samkvæmt útreikningi hins Norræna Sundsambands eru grund vallartölur þjóðanna þessar: Danmörk 30.967 Finnland i 129.239 ísland 28.206 Noregur 48.614 Svíþjóð 219.760 Úr því að hér er um keppni að ræða, er rétt að ræða möguleika fslands á sigri. Árið 1960 vann Noregur keppn- lna með því að auka þátttöku sína frá jöfnunartölunni um 46%, svo hárri aukningu hefur engin þjóð náð fyrr. Ætti ísland að ná þeirri ✓ Islendingur dæmir leikSkota og Norðmanna NORSKA knattspyrnusam- bandið' hefur farið þess á Ieit við Knattspyrnusamband fs- lands, að það tilnefni dóm- ara til að dæma landsleik milli Noregs og Skotlands, sem fram fer 4. júní n. k. í Bergen. Er þetta í fyrsta sinn, sem íslenzkur dómari er kvadd- nr til dómarastarfa erlendis. Nánar mun tilkynnt síðar, hvaða dómari verður valinn. hundraðstölulegu aukningu, þyrftu 14 þúsund að synda fram yfir 28 þús. eða 42 þús. Árið 1954 syntu rúmlega 38 þús. íslendingar eða 10 þús. fleiri en grundvallartalan er nú. Vafalaust munu 25 þúsund fleiri íslendingar kunna sund nú en þá. Sundstöðum hefur einnig fjölgað um 10 frá því 1954 og 2 bætast við í sumar. Verði 20% aukningarinnar þátttakendur þá er náð 50% aukningu frá grund vallartölunni. Mörgum hefur fundizt rök- færzla fyrir möguleika á sigri 1954, 1957 og 1960 blekkingar, en eftir á hefur þeim verið ljóst, að svo var eigi, t. d. 1954 vantaði 1100 þátttakendur til þess að fs- land sigraði. Geta allir sannfærst um þetta, sem grannskoða árang- ur keppninnar á yfirlitsskránni. Við treystum því, að allir, sem vinna að keppninni í ár, séu þeg- ar frá byrjun sannfærðir um að það er engin fjarstæða að ætia að 42 þúsund íslendingar syndi 200 metrana, þegar 38 þús. syntu þá 1954. Sá fjöldi, hvað þá meiri, — myndi vafalítið færa íslandi sigur. Árangur keppninnar 1957 var af mörgum talinn sýna, að þjóðin hefði minnkandi áhuga á keppni þessari, en aukin þátttaka 1960 — um 7 þús. — sýndi annað og sund- sókn almennings til sundstaðanna sýndi, að aðal tilgangi keppninn- ar var áð, þ. e. auknar sundiðk- anir. Aldrei' hefur aðsókn verið meiri að sundlaugum en 1960. Holl usta sú, sem auknar sundiðkanir landsmanna færa þjóðinni er ó- umdeilanleg og ýmis atvik í sam- bandi við hin mörgu sjóslys und- anfarandi ára hafa glögglega sann- að gildi sundsins. Við vonum að hið ágæta viðhorf sem skapaðist sumarið 1960 til sundsins, megi í sumar ríkja í hug um íslendinga. Það mun færa með sér gleði, aukna hollustuhætti og öryggi. Sigurverðlaunin í ár verða bik- ar, sem konungur Svíþjóðar gef- ur. Framkvæmd keppninnar verður í hverju bæjar- og sýslufélagi í höndum framkvæmdanefndar, sem viðkomandi stjórn héraðssam- bands eða íþróttabandalags skipar. Óskað er, að hvert ungmenna- og íþróttafélag skipi nefnd eða sundstjóra, sem örfi til þátttöku og geri þær ráðstafanir, sem þurfa þykir til þess að félagar eða aðrir íbúar á félagssvæðinu iðki sund og syndi 200 metrana. Stúlkur í Víðavangs- hlaupi Undanfarin ár hafa Hafn- firðingar efnt til Víðavangs hlaups á sumardaginn fyrsta. Þátttaka hefur verið mikil, sérstaklega meðal þeirra yngstu. Á þessu ári tóku stúlkur í fyrsta sinn þátt í keppninni og á mynd- inni eru tvær á lokasprett- inum. Ljósm. S. Þ. Norræn sundkeppni íer fram dagana 15. maí til 15. sept. Þá vildum við sérstaklega benda og árið 1960. félagsstjómunum á að fela í--| -■ þróttakennurum sínum, leiðbein-I endinn eða æfingastjórum að hvetja íþróttaiðkendur til sund- ferða og innræta þeim þann metn að, að hver og einn syndi 200 mtr.. Framkvæmdanefndunum vild- um við sérstaklega benda á, að ræða við forstöðumenn fyrirtækja og fá á til þess að velja sundstjóra innan fyrirtækisins, sem með að- stoð nefndarinnar fengi vikulega sérstakan tíma í lauginni, sero hann fær svo starfsfélaga sína, jafnvel ásamt konum þeirra og börnum, að nota til sundiðkana. Skólastjórar, kennarar og þá Ákveðið hefur verið að norræn j sundkeppni fari fram á árinu 1963. Skal hún fara fram á sama hátt Keppt verður á 200 metra vega- lengd og frjálst val um sundað- ferð. Enginn lágmarkstími, ekkert aldurstakroark. Keppnistíminn er frá 15. maí til 15. sept. þ.á. Grundvallartala keppninnar verður meðaltal af þátttöku fjölda hverrar þjóðar 1957 og 1960, og sú þjóð sigrar sem mest eykur þátt- töku sína hundraðstölulega frá grundvallartölunni. Niðurstöður keppninnar skulu komnar til forseta Sundsambands Norðurlanda, Nils R. Backlimd, í sérstaklega íþróttakennarar hafa s!ðasta laS! mánudaginn 31. okt. kl. 12,00. Keppt verður um bikar sem gefinn er af konungi Svíþjóðar sýnt keppninni mikinn velyilja. — : Við treystum því, að þeir, sem fyrr verði góðir liðsmenn við að efla sundmennt þjóðarinnar. Forráðamenn þeirra bæjar- og Frh. á 14. síffu. Skarðsmótið Skarðsmótiff 1963 fer fram i Siglufirði 1. og 2. júní næstk. og verður keppt í svigi og stórsvigí karla og kvenna. Þátttökutilkynningar eiga að hafa borizt Skíðafélagi Siglufjarð- ar Skíðaborg fyrir kl. 24 þann 26. maí næstk. Keppnisstaður verður Skarðdalsbotn. Mótstjórn annast: Jónas Ásgeirsson formaður, Guðmundur Árnason og Gústav Nílsson. Gústaf VI. Adolf. Norræna sundkeppnin er stærsta íþróttakeppni sem sögur fara af, hún er ekki fyrir stjörnur, heldur fjöldann, þar sem allir eru full- gildir þátttakendur, sem geta fíeytt sér 200 metra. Sundmerki þessarar keppni eru mjög falleg og er vonandi að þátt- takendur sjái sér fært að kaupa þau og styrkja með því gott mál- efni, enda fer allur ágóði af sölu merkjanna, að frádregnum kostn- aði til eflingar sundíþróttinni. Stjóm S.S.Í. hefur skipað fram- kvæmdanefnd til að annast að öllu leyti framkvæmd norrænu sund- keppninnar 1963, að því er ísland varðar. Nefndin er þannig skipuð: Fórm. Erlingur Pálsson yfirlög- regluþjónn. Frkystj. Þorsteinn Einarsson í« þróttafulltrúi. Aðstm. frkvstj. Þorgils Guff- mundsson fulltrúi. Varaform. Ingvi R. Baldvinsson forstjóri. Fjármálastjóri: Höskuldur Goði Karlsson forstjóri, gjaldk. Kristján L. Gestsson, fram- kvæmdastjóri. meðstjórnandi. Ragnar Steingrímsson forstjóri meðstjómandi. Ritari: Þorgeir Sveinbjarnarson forstjórL Tveir menn hafa ekki áður ver- ið í nefndinni, þeir Höskuldur G. Karlsson og s^eingrímeson sem báðir eru forstöðumenn fyrir útisundlaugum annarri i Austur- bæ og hinni ’ Væntum við góðs liðs af beim. Stjórn S. S t. leyfir sér að færa öllum þeim, sem unnið hafa í þágu norrænu keppninnar frá því þátt- taka íslands f kenpninni hófst, fyr- ir þýðingarmikil hugsjónastörf og vel af hendi leyst, og í þeim hópi eru fulltrúar biaða og rikisút- varps. Ensk knattspyrna Leikir í Englandi þriffjudag 7. maí 1 1. deíld. l t Leyton 0 — Burnley 1 W. Bromwich 0 — Everton 4 2. deild. 1 Bury 1 — Southampton 1 Rotherham 0 — Grimsby 0 Sehunthorpe 2 — Charlton 0 Everton á aðeins eftir að leika heima gegn Fulham og ef þeim tekst að sigra hafa þeir hlotið meistaratignina með 61 stigi. JO, 10. maí 1963 — ALÞÝPUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.