Alþýðublaðið - 10.05.1963, Page 15

Alþýðublaðið - 10.05.1963, Page 15
,,Ef ég héldi, að þú værir að kúga fé út úr honum, færi ég frá þér, vinan.“ ,,Þú? Færir frá mér? Hann er góður þessi. Passaðu þig bara, Ed. Það eru fleiri en þú, sem geta haft í hótunum. Hvað ætti svo sem að koma í veg fyrir, að ég hringi í lögguna og segi henni hvar þú ert niðurkominn? Ó, nei, þú ferð ekki frá mér.“ Það var löng þögn. í þögninni heyrði ég klukkuna tifa. Síðan sagði Vasari órólega: „Þú talar alltaf eins og vitlaus, þegar þú ert búin að fá skammt. Gleymdu þessu. Úr því að þú veizt, hvað þú ert að gera. Þú mundir ekki leggja fjárkúgun fyrir þig, vinan, er það?“ „Ég tala ekki eins og vitlaus!" sagði hún reiðilega. ,,Ef þér geðj ast ekki að líferni mínu, geturðu hypjað þig! Ég kemst af án þín, en ég er handviss um, að þú kemst ekki af án mín!“ „Ég hef áhyggjur af þessum náunga, Rima.“ Rödd hans var nú hikandi. „Hann lætur þig hafa stórfé, er það ekki? Hvernig stendur á, að hann skuldar þér alla þessa peqinga?" „Haltu kjafti um hann! Þú lieyrðir það, sem ég sagði: viltu fara eða viltu vera kyrr?“ ,,Ég vil ekki fara, vinan, ég elska þig. Svo framarlega sem ég veit, að þú ert ekki að steypa okkur báðum út í vandræði, þá er mér sama.“ „Það verða engin vandræði. Komdu og kysstu mig.“ ,,Þú ert viss um vandræðin? Þessi náungi mundi ekki . . . “ „Komdu og kysstu mig!“ Ég opnaði dyrnar hljóðlega og gekk fram í ganginn. Ég heyrði Kimu veina lágt, þegar ég gekk eftir ganginum og inn í eldhús- ið. Ég opnaði dyrnar, sem lágu út á veröndina, lokaði þeim var- lega á eftir mér og hljóp, þar til ég var kominn í skjól við sand- hólana. Ég iá utan í hóinum og horfði á húsið. Það va" ekki fyrr en klukkan fjögur að þau komu út og stigu upp í Pontiacinn. Þegar þau voru farin, stóð ég á fætur. Jæja, ég var að minnsta kosti búinn að ná í byssuna. Ég vissi nú, að Vasari vissi ekkert um fjárkúgun Rimu. Það var nokk- uð öruggt, að enginn vissi þetta nema hún sjálf. Ég vissi, að Wil- bur var laus og að leita að henni. Vandamál mín voru að verða einfaldari. Ef ég gæti fundið Wil bur og sagt honum, hvar Rima væri, mundi hann kála henni fyr ir mig. Það voru enn erfiðleikar á veg inúm. Ef hún kæmist að því, að byssan væri horfin, mundi hún þá skelfast, hlaupast burtu og fara í felur? Ég komst að þeirri niðurstöðu, að ástæða væri til að ætla, að hún mundi ekki komast að því, að ég hefði tekið byss- una. Hvað ætlaði hún að vera lengi í þessu húsi? Það var hlut- ur, sem ég varð að komast að. Það gæti tekið mig dálítinn tíma að finna Wilbur. Ég varð að vera viss um, að hún væri enn í hús- inu, þegar ég fyndi hann. Ég fór aftur til hótelsins. Ég hringdi til stærsta fasteignasal- ans í bænum og sagði honum, að ég hefði áhuga á að taka á leigu bungalowinn á East Shore. Vissi hann hvenær hann mundi losna? Hann sagði, að hann væri leigð- ur næstu sex mánuði. Ég þakk- aði honum og sagðist mundu líta inn, þegar ég ætti næst leið um til að sjá, hvort hann hefði nokk- uð annað að bjóða. Svo lagði ég tólið á. Ef Rima uppgötvaði ekki tap byssunnar, mundi hún augljós- lega verða í húsinu eins lengi og nauðsynlegt væri. Nú varð ég að finna Wilbur. Ég hringdi á heilsuhælið og spurði um líðan Saritu. Hjú;kr- unarkonan sagði, að henni væri enn að fara fram og engin ástæða væri fyrir mig til að kviða neinu. Ég sagði henni, að ég þyrfti að fara til San Francisco og mundi láta hana vita hvar hún gæti haft samband við mig, síðan gerði ég upp hótelið, skilaði Studebakern um í bifreiðageymsluna og tók lest til San Franciscö. Ég hafði ekki margt til að fara eftir: fornafn konu, heimilisfang hennar og þá vissu, að Wilbur hafði sézt í borginni. Það var allt og sumt, en ef ég væri heppinn, mundi það nægja. Ég sagði leigubílstjóranum að aka mér til hótels nálægt Ashby Avenue. Hann sagði, að það væru þrjú hótel í Ashby Avenue sjálfu, og hann mundi velja Roosevelthótel, hvernig svo sem mér mundi líka það. Ég sagði honum að fara með mig þangað. Þegar ég var búinn að fá her- bergi og var búinn að senda tösk una mína upp, fór ég út og gekk framhjá Castle Arms. Það reyndist vera stórt fjöl- býlishús, sem séð hafði fífil sinn fegri. Ég kom auga á húsvörðinn, þar sem hann var að viðra sig við útidyrnar. Þetta var lítill maður og í snjáðum einkennisbúníngi, og liann hafði gleymt að raka sig. Sú manngerð, sem vel gat notað dollar, án þess að spyrja spurn- inga. Ég þrammaði um göturnar næsta hálftimann, þar til ég kom að einni af þessum smáprent- smiðjum, þar sem prentað er fyr- ir mann á meðan maður bíður. Ég bað afgreiðslumanninn um að prenta fyrir mig nokkur nafn- spjöld. Ég skrifaði niður það, sem ég vildi: H. Masters. Trygginga- og lánakönnuður. City Agency, San Francisco. Hann sagðist mundu hafa spjöldin tilbúin innan klukku- tíma. Ég fór í kaffihús þar ná- lægt, las kvöldblaðið og drakk tvo kaffibolla. Síðan náði ég í spjöldin og rétt fyrir klukkan níu gekk inn í anddyrið í Castle Arms. Það var enginn við afgreiðslu- borðið, né' neinn við lyftuna. Lít- ið skilti með ör, sem benti á stig ann niður í kjallarann, gaf til kynna hvar húsvörðinn væri að finna. Ég gekk niður og barði á dyr fyrir neðan sligann. Dyrnar opn- uðust og snjáði maðurinn, sem ég hafði séð vera að viðra sig, horfði toríryggnislega á mig. Ég rétti nafnspjald að honum. „Get ég fengið keyptar nokkr- ar mínútur af tíma yðar?“ spurði ég. Hann tók spjaldið, starði á það og fékk mér það síðan aftur. „Hvað sögðuð þér?“ „Ég þarf á upplýsingum að halda. Get ég keypt þær af yð- ur?“ Ég var með fimm dollara seðil í hendinni og lét hann sjá hann, áður en ég stakk lionum í vasann aftur. Hann varð skyndilega vingjarn legur og ákafur. „Auðvitað, komdu inn, vinur- inn,“ sagði hann. „Hvað viltu vita?“ Ég gekk inn í lítið herbergi, sem taldist vera skrifstofa. Hann settist í eina stólinn. Þegar ég var búinn að ýta til hliðar tveim kústum og lyfta fötu niður á gólf, fann ég mér sæti á tómum tré- kassa. „Upplýsingar um konu, sem býr hér,“ sagði ég. Ég tók upp seðilinn aftur, braut hann sam- an og lét hann sjá hann. Hann starði áfjáður á hann. „Hún býr í íbúð númer 234.“ „Þú átt við Clare Sims?“ „Einmitt. Hver er hún? Hvað gerir hún?“ Ég fékk honum seöilinn, sem liann flýtti sér að stanga í rass- vasann. „Hún er nektardansmær í Gatsbyklúbbnum á MacArthur búlevarði,“ sagði hann. „Ég á í miklum erfiðleikum með hana. Ég held, að hún sé dópisti. Mað- ur gæti stundum haldið, að hún væri snarvitlaus. Eigandinn hef- ur aðvarað hana, að ef hún hætti ekki að valda erfiðleikum, verði lienni sag upp íbúðinni." „Ekki manneskja, sem rétt er að lána fé?“ „Mér dytti það aldrei I hug,“ sagði hann og yppti öxlum. „Ef þú ætlar þér að tala við liana, skaltu vara þig. Hún er hörð af sér.“ „Ég vil ekki tala við hana,“ sagði ég og stóð á fætur. „Ef hún er svona, vil ég ekki hafa neitt saman víð hana að sælda." Ég tók í liöndina á lionum, þakkaði honum fyrir hjálpiná og fór. Ég fór aftur á hótelið, skipti um föt og fékk mér síðan bíl í Gatsbyklúbbinn. <: Það var ekkert sérstakt við stað inn. Það er liægt að finna klúbb :: eins og Gatsby í livaða stórborgt, sem er. Hann er alltaf í kjallara. Á slíkum stað er alltaf fyrrver-. andi boxari sem dyravörður og út kastari. Hann er alltaf illa upp- lýstur og ævinlega er lítill bar rétt innan við anddyrið. Og við barinn hanga alltaf harðsvíraðar stelpur, sem bíða eftir að vera boðið upp á sjúss og eru tilbún- ar til að fara í rúmið með manni á eftir fyrir þrjá dollara, ef þær geta ekki fengið meira. Ég borgaði fimm dollara að- gangseyri, skrifaði Masters í , gestabókina og gekk inn í salinn. . Grönn stúlka í mjög þröngum kjól, sem benti til, að hún væri ekki í neinu undir honum, með svart hár, sem féll niður á axlir, og gráblá augu, sem voru full a£ þöglu og veraldlegu boði, kom til min og spurði, hvort hún mætti ' sitja hjá mér. Ég sagði ekkert sfax, en ég skyldi kaupa handa henni drykk seinna. Hún brosti dapurlega til mín og gekk burtu og hristi höfuðið til hinna fimm stúlknanna, sem horfðu hungruðum augum á mig. Ég borðaði ósköp ómerkilegan' mat;- og horfði á enn ómerkilegri skrautsýningu. Clare Sims afklæddi sig. \ Hún var stórvaxin og ljóshærð > með ofvöxt í brjóstunum og i mjaðmir, sem komu viðskiptavin unum til að stara. Það var ekk- ' — Þú áttir aúðvitað að koma með pillu handa kundinum líka. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 10. maí 1963 £5 I

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.