Alþýðublaðið - 11.05.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.05.1963, Blaðsíða 7
-SMÆLKI-SMÆLKI-SMÆLKI — Svo a3 ma3urinn þinn bannar þér a3 hafa ketti? — Já, hann segir, a5 það sé al- veg nóg, að ég fæði allar skepnur hverfisins, — hvernig er það ann- ars: var ég ekki búin að bjóða þér kaffi? Faðirinn (við unga manninn, sem er að biðja um hönd dóttur hans): Svo að yður fýsir að giftast dóttur tninni. En hafið þér nokkuð peninga vit, ef ég má spyrja? Ungi maðurinn: Nú, — hef ég ekki hug á að verða tengdasónur yðar? ik Læknirinn var að spyrja hjúkr- unarkonuna um líðan eins af sjúkl ingunum. Hafið þér kortið hans? — Nei, en .ég get sýnt yður dag bókina mína. ★ Sjúklingur (á geðveikrahæli): Okk ur geðjast betur að yður en lækn- inum, sem var hér á undan yður. Nýi læknirinn (ánægður): — Og hvernig stendur á því? Sjúklingurinn: Þér eruð eins og einn af okkur. ★ Drukkinn maður (horfir á tunglið speglast í lygnri tjörn): Hver skratt- inn er nú þetta? Félagi hans: Þetta er tunglið, maður! Sá drukkni (klórar sér í höfðinu): Hvernig í fjáranum hef ég komizt þangað? ★ Forstjórinn (byrstur): Veiztu, hvað við hér í fyrirtækinu gerum við pilta, sem skrökva. Sendisveinn (rogginn): Já, herra, þið eruð vanir að gera þá að sölu- mönnum, þegar þeir verða eldri. Nágrannakonan: Ég hef verið að leita að eiginmanni mínum í tvo tíma. Piparmærin: Það er hreint ekk- ert. Ég hef verið að leita að .eigin- manni mínum í rúmlega tuttugu ár og hef ekki fundið hann ennþá. — Hve lengi hefurðu unnið á skrifstofunni? — Alveg frá því að skrifstofu- stjórinn hótaði að reka mig. — Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að biðia stúlkunnar, úr •því að bú ert ekki hrifinn af henni —- Fiðlskvlda hennar hefur verið svo vincriarnleg við mig og ég get ekki tiáð henni bakklæti mitt betur með neinu öðru móti. ★ Hiúkrunarkona (á geðveikrahæli): Það er maður fvrir titan, sem spyr. hvort nnkkum sjúkling vanti af kariadeildinnf. Eæknirínn rhicca). Hvers vegna SDvr hnnn að bvf? Hii'ikrimarknnnn- Ja. hann SPöir að pinhvor ékimniimtr maðnr hafi hlaimí-H- ó hrntt rneð knnnnnf hanc í mnrmm ii ár í KVÖLD klukkan hálf sjö flytur Jón Pálsson, tómstundaráðu nautur, einn sinna skemmtilegu og fróðlegu tómstundaþátta, og verður það eins konar afmælisþáttur, sem sérstaklega verð- ur vandað til. Tómstundaþáttur Ríkisútvarpsins er XI ára í dag, 11. maí 1963, en Jón flutti einmitt fyrsta þáttinn af þessu tagl í ótvarpið 11. maí 1952. Tómslundaþátturinn hefur undir farsælli handleiðslu stjórnanda síns öðl- ast mjög miklar vinsældir meðal barna og unglinga tii sjávar og sveíta, enda nær undantekninga laust flutt afbragsðgott efni. í þættinum í kvöld verður að venju margt til skemmtunar og fróð- leiks og má þar nefna viðíal við formann nýstofnaðrar knattspyrnudeíldar í Kópavogi, Ijósmynda- þátt, frímerkjaþátt o. m. fl. Myndin hér að ofan er einmitt tekin við upptöku þáttarins, sem flutt- ur verður í kvöld, og hvað þeim Jóni og piltinum fór á miili, fáum við væntanlega að heyra klukkan 6,30. — Alþýðublaðið óskar stjórnanda tómstundaþáttarins og hinum fjölmörgu Mustend- um hans til hamingju með áfangann og vænttr þess, að þáttnrinn verði hér eftir sem hingað til góð- ur og gagnlegur. Langardagur 11. maí. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónl. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfr.). 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. 16.30 Veðurfregnir. Fjör í kringum fóninn: Úlfar Sveinbjörnsson kynnir nýjustu dans- og dægurlögin. 17.00 Fréttir. Æskulýðstónleikar. kynntir af dr. Hallgrími Helagsyni. 18.00 Söngvar í léttum tón. 18.30 Tómstundáþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 „Konungur flakkaranna“, óperettulög eftir Rudolf Friml (Gor- don MacRae og Lucille Norman syngja með hljómsveit Pauls Weston). 20.20 Leikrit: „Leikhúsið" eftir Guy Bolton; samið upp úr sögu eftir William Somerset Maugham. Þýðandi: Bjarní Bjarnason. — Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. 22.00 Fréttir og veðurfr. — 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok. LEIKARAR UM GA6NRÝNENDUR ÞAÐ er eríitt og vandasamt verk að vera kvikmyndagagnrýnandi og satt bezt að segja ekki alltaf sem þakhlátast. Bæði leikarar og áhorf- endur eru ekki ætíð samdóma gagn rýnendunum og láta þá óspart heyra það, en þó að svo sé er ekki þar með sagt, að þeir vilji vera 4u þeirra. Oft og mörgum sinnum hafa margir kunnir leiklistarmenn verið spurðir um álit sitt á lcik- gagnrýni og gagnrýnendunum sjálí um. Þegar hinn heimskunni ieikari og leikstjóri Orson Welles var spurður um sitt viðhorf til gagn- rýninnar svaraði hann á þessa leið: „Ég hef ekkert á móti gagnrýnend- unum sjálfum og þá, sem beita heiðarlegum vinnubrögðum og eru sanngjarnir f dómum, tek ég að sjálfsögðualvarlega. Þó get ég ekki stillt mig um, að óska þess að já- kvæð gagnrýni liefði eins góð áhrif á mig og sú neikvæða hefur slæm áhrif á mig.“ Einn ágætur kollega Orson Wcli- es, er ekki vildi láta nafns sfns get- ið, lét hafa eftirfarandi ummæli eft ir sér: „Kærið ykkur kollótta um hvað gagnrýnendurnir segja. Enn- þá hefur mér vitanlega engum dott ið f hug að reisa kvikmyndagagn- rýnanda minnisvarða." BREYTINGAR A ÞÝZKRITUNGU SÚ þýzka tunga, sem við lærðum í skólunum f gamla daga, er ekki lengur til, segir Thomas von Ve- gesack f Stokkhólms-tíðindum. Eft- ir heimsstyrjöldina síðari hafa átt sér stað geysilegar breytingar á þýzkuuni, — setningafræðin hefur orffið einfaldari og orðaforðinn hcf ur að miklu Ieyti verið endurnýj- aður. Auðvitað ber að sumu leyti að líta á þessar breytingar sem lið í því, sem nefna mætti uppgjöriö við fortíðina, — um leið og ríki Hitlers leið undir lok, varð einnig mikill hluti þýzkrar tungu að engu. Eng- inn heiðarlegur Þjóðverji getur nú á dögum' verið þckktur fyrir að tal.a sér í munn þau slagorð, og sleggju yrði, sem svo mög scttu svip únn á Hitlers-tímabilið. Hin myrku og oft óútskýranlegu orð og hugtök, sem Hitlerssinnar dengdu yfir þjóð ina eru sem sé úr sögunni, en í þess stað hcfur tungunni áskotnast sérstakur skýrleiki, sem segja má að minni fremur á frönsku en þýzku. Þessar breyttngar á þýzkunM, sem komið hafa fram í fjölbreytt- um myudum, setja auðvitað svip sinn á bókmenntir þjóðarinnar ag er það vel að flestra hyggju. Rii% höfundarnir vanda nú Iietur maJ-» far sitt og temja sér meiri skýrleik en oft áður og veldur þetia því, aif- margir hinna eldri höfmida, t. ö, Thomas Mann og fleiri meistarar eru síffur við hæfi leseuda en áður var. Auk þess, sem breytir.gar þessar hafa komið fram í bökmenntuna Þjóðverja í svo ríkum mæli, sem raun er á oröin, hafa þær og ieitá til þess að nýr og almennur áhugi fyrir tungunni og þróun hemrar hefur vaknað í Þýzkalai di. Þelta kom meðal annars í Ijðs, þegar Classcns forlagið í Hamtoorg hugð- ist hér á diigunum gefa iit orðabók yfir þýzkt talmál, og beiadi þeirri áskorun til almennin. s, að sem flestir Iegðu sitt af mörkum mcS því að taka þátt í orðasöfnuniuul, Hvorki meira né minna en 'iram hundruð sjálfboffaliðar buðu sig' fram, þar á meðal húsmaf our, skóla hörn, rithöfundar o. s. frv. úr gjör völlu Þýzkalaudi. Meira að segja blöðin og sjónvarpið lö ðu sitt aP mörkum til þessa máls. og árangur inn af þessu sameinaða starfi varéT uý orðabók, „Wörtex-touch der deutschen Umgangssprache", etL hún hefur að geyma um .1.0.000 njr orð. HÍN SlÐAN ALÞYöUgLAÖtD — U. maí-1363 y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.