Alþýðublaðið - 11.05.1963, Blaðsíða 15
ert í sýningu hennar, nema af-
hjúpun einhvers hellings af
holdi.
Skömmu eftir miðnætti, þegar
ég var farinn að halda, að ég
liefði verið að sóa tíma mínum,
varð nokkur hreyfing við dyrn-
ar og lágvaxinn. dökkhærður mað
ur kom inn á veitingastaðinn.
Hann var í snjáðum smóking
og með þykkar gleraugnaumgerð
ir.
Hann var í snjáðum smóking
og með þykkar gleraugnaum-
gerðir.
Hann stóð í dyrunum, smellti
fingrum og iðaði likamanum í
takt við músíkina: djöfull í
mannsmynd.
Hann var magur og hárið var
farið að grána í vöngum. Hör-
undið var eins og tólg á lit. Var-
irnar voru blóðlausar. Úrkynj-
unin í andliti hans sagði sína eig
in sögu.
Ég þurfti ekki að horfa tvisvar.
Þetta var Wilbur.
SJÖTTI KAFLI
I
Dökkhærða stúlkan I þrönga
kjólnum, sem hafði talað við mig,
gekk með dillandi mjöðmum í átt
ina til Wilbur með bros á vör.
Hún stanzaði nálægt honum og
svartiitaðar augnabrúnir hennar
lyftust bjóðandi.
Wilbur hélt áfram að smella
fingrunum og iða líkamanum í
takt við músíkina, en glitrandi
ugluaugun bak við gleraugun
beindust að stúlkunni og litlaus-
ar varir hans lyftust frá tönnun-
um í brosi, sem ekki þýddi neitt.
Svo hreyfði hann sig í áttina til
hennar, en smellandi fingrum, og
hún tók að reigja sig og stappa í
takt við músíkina.
Þau fóru í hringi hvort um
annað, veifuðu höndunum út í
loftið, reigðu líkamana, rétt eins
og tveir villimenn í einhvers kon
ar trúardansi.
Fólkið í kring hætti að borða
og dansa til að stara á þau.
Wilbur greip í hönd stúlkunn-
ar og hringsneri- henni, svo að
pilsin lyftust og sýndu langa
leggi hennar upp á mið læri.
Hann kippti henni að sér, þeytti
henni síðan frá sér, kippti henni
til sín aftur, hringsneri henni
aftur, sleppti henni síðan og juð-
aði í kringum hana og stappaði,
þar til hljómsveitin hætti að
leika.
Síðan tók hann í handlegginn
á henni og leid'di hana að borði
í horninu gegnt mér og settist
með hana þar, rétt eins og hann
ætti hana.
Ég hafði verið að grandskoða
hann. Fyrstu viðbrögð mín, þeg-
ar ég sá hann koma inn, höfðu
verið léttir og sigurvissa. En nú,
er ég hafði horft á hann dansa,
horft á kalt og grimmt andlitið
á honum, leitaði hugur minn aft-
ur til þeirrar stundar, er hann
hafði komið inn á bar Rustys með
hnífinn í hendinni, og ég sá hinn
ægilega skelfingarsvip á Rimu
og heyrði aftur óp hennar.
Á þessari stundu fann ég til
hiks. Ég hafði vitað, þegar ég
byrjaði á leit minni, að ég hugð-
ist drepa hana, en ég hafði allt
af veigrað mér við því að hugsa
nákvæmlega um það, livernig ég
ætlaði að fara að því. Ég vissi
vel, að þó að ég væri búinn að
finna hana, mundi ég ekki hafa
kjark til að drepa hana með köldu
blóði, jafnvel þó að ég væri einn
með henni í húsi. Þess í stað
hafði ég farið að leita að þess-
um manni, sem ég vissi að ætlaði
að drepa hana. Ég vissi, að hann
mundi gera það, ef honum væri
sagt hvar hún væri. Ég efast um
það. Það var eitthvað uggvænlegt
og banvænt við liann.
Ef ég sigaði þessum manni á
hana, mundi ég bera ábyrgð á
dauða hennar; það mundi ekki
vera auðveldur dauðdagi; það
yrði ægilegur dauði. Um Ieið og
ég segði honum hvar hann gæti
fundið hana, mundi ég undirrita
dauðadóm hennar.
En ef hún ekki dæi, yrði ég að
þola fjárkúgun hennar það sem
eftir væri lifsins eða þar til hún
dæi. Ég gæti aldrei losnað Við
hana.
,,Hvað er betra en peningar?“
hafði hún sagt.
Það var hennar heimspeki.
Hún hafði enga meðaumkun með
mér eða Saritu: hví skyldi ég þá
sýna henni nokkra miskunn?
Ég herti mig upp. Ég yrði að
framkvæma þetta.
En áður en ég segði Wilbur
hvar hana væri að flnna, yrði ég
að koma Vasari undan. Það var
hugsanlegt, að Wilbur yrði fljót-
ari þessum stóra og stirðlega
manni og dræpi hann, ef hann
reyndi að verja Rimu. Ég ætlaði
mér ekki að bera ábyrgð á dauða
Vasaris. Ég hafði ekkert á móti
honum.
Fyrsta verkefni mitt var að
vita hvar ég gæti íundið Wilbur.
Ég hafði alls ekki í hyggju að
láta hann vita hver ég væri. Þeg-
ar ég léti hann hafa heimilisfang
Rimu, mundi það vera gegnum
síma: nafnlaus ábending.
Síðan varð ég að koma Vasari
í burtu. Að dæma af því, sem ég
hafði heyrt, þegar þau Rima rif-
ust, þá var lögreglan á hælunuift
á honum. Aftur mundi nafnlaus
upphringing með aðvörun um,
að lögreglan væri að leita að hon
um, verða til þess að hann hlypi
á brott, en mundi Rima fara með
honum?
Ætlunin var flókin, en liún var
það bezta, sem ég gat gert. Og
tíminn var að renna út. Ég hafði
nú aðelns níu daga til stefnu, áð-
ur en ég yrði að borga þrjátíu
þúsundin.
Ég horfði á Wilbur og stúlk-
una talast við. Hann virtist vera
að reyna að telja hana á að gera
eitthvað. Hann hallaði sér fram
á borðið og talaði í lágum hljóð-
um á meðan hann fitlaði við
rauða bólu á hökunni.
Loks yppti hún óþolinmóð öxl-
um, stóð upp og gekk yfir í fata-
geymsluna.
Wilbur gekk yfir að barnum,
pantaði sér Skota, sem hann
skellti í sig, og gekk síðan að út-
göngudyrunum. Hljómsveitin var
aftur farin að leika, og þegar
hann fór smellti hann fingrunum
og veifaði höndunum í takt við
músíkina.
Ég nóði í hattinn minn og
frakkann í sama mund sem stúlk
an gekk út, klædd í plastregn-
kápu yfir kvöldkjólnum. Ég var
rétt á eftir henni.
Ég stanzaði úti á gangstéttar-
brúninni, eins og ég væri að líta
eftir leigubíl. Stúlkan flýtti sér
niður eftir götunni. Ég sá, að
Wilbur beið eftir henni. Stúlkan
gekk til hans og þau gengu hratt
saman yfir götuna og upp hliðar
götu.
Ég elti þau og hélt mig í skugg
anum. Á liorninu stanzaði ég og
leit varlega í kringum mig. Ég
var nógu snemma á ferðinni til
að sjá stúlkuna ganga upp tröpp-
ur á leigulijalli með Wilbur á
hælunum.
Þau hurfu úr augsýn.
Ég vissi ekki, hvort hann hafði
í hyggju að dvelja nóttina hjá
stúlkunni, en fannst það ólíklegt.
Ég tók mér stöðu í dimmri dyra
gætt og beið.
Ég beið hálftíma, þá sá ég liann
koma niður tröppurnar og rölta
niður götuna.
Ég elti hann.
Það var ekki erfitt að elta
hann. Hann horfði ekki í neitt
einasta skipti til baka og hann
rölti áfram og blístraði hvellt og
við og tók við hann flókin dans-
spor.
Loks gekk hann inn íHélegt
hótel niðri við höfn. Ég stanzaði
og horfði á hann gegnum gler-
dyrnar taka lykil af hanka og
liverfa upp brattan stiga.
Ég gekk aftur á bak og horfðl
á skiltið: Anderson Hotel Res-
aurant.
Ég gekk hratt út á enda göt-
unnar, þar sem ég náði í leigu-
bíl og ók til hótels mins.
Bjó Wilbur á þessu hóteli að-
pins eina nótt eða lengur? Ég
mátti ekki hætta á að missa af
lionum nú, þegar ég var búinn
að finna hann.
En jafnvel nú hikaði ég. Að-
eins hugsunin um Saritu og knýj
andi nauðsyn mín til að vernda
MATREIÐSLUMAÐUR -
MATREIÐSLUKONA
og kona vön bakstri óskast strax á sumargistihúsið að
Laugarvatni. — Uppl. í síma 9, Laugarvatni.
Verzlunarstjón
óskast í eina af matvörubúðum ókkar.
Upplýsingar á skrifstofunni næstu daga ,
M. 14.00 — 16.00.
t i
Kaupfélag Reykjavíkur '
og nágrennls.
Aðalfundur
Byggingafélags verkamanna
í Heykjavík.
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu
við Austurvöll þriðjudaginn 14. þ. m. kl. 8,30 e. h.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
Stjórnin.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
vantar unglinga til að bera blaðið til kaujn
enda í þessum hverfum: 1
FREYJUGÖTU
MIÐBÆNUM
LINDARGÖTU
Afgreiðsla Alþýéublaésins
Sími 14-900
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 11. maí 1963 |,5