Alþýðublaðið - 15.05.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.05.1963, Blaðsíða 5
s FORMANNI R. K. í. hefur ný lega borizt svohljóðandi bréf frá Henrik Beer, framkv.stjóra Alþjóða Rauða krossins í Genf: „Ég verð að tjá yður, hversu gagntekinn ég var, þegar mér varð ljós árangur þeirrar hjálp ar, sem íslenzka þjóðin veitti hinum hungruðu og þjáðu börn um í Alsír á vegum Rauða kross íslands. Þetta er lofsvert afrek og þess hefur verið getið í greinum víðs vegar um heim nm starfsemi Rauða krossins. Ég bið yður að fiytja öllum þeim, sem lagt hafa hönd á plóginn, vorar innilegustu þakk ir“. í bréfi frá San Francisco- deild Rauða krossins segir, að Henrik Beer hafi skrifað deild- inni m. a. eftirfarandi: „ . . . Viðfangsefni þau, sem vér eigum við að glíma í Al- sír, eru geysileg. Þar eru fimm milljónir manna, sem þarfnast hjálpar. Fordæmi það, sem ís- lenzka þjóðin hefur gefið í þesu efni, mun áreiðanlega verða öðrum þjóðum til mik- iliar hvatningar, og getur jafn- vel leitt til þess, að einstakar þjóðir fari að bindast bræðra- böndum til lausnar mörgum þeim vandamálum, sem þj-ngst hvíla á heiminum í dag . . . “ 31. marz sl. iauk hjálpar- starfi því, sem var á vegum Al- þjóða Rauða krossins til hjálp- ar nauðstöddu fólki í Alsír. Hjálparstarf þetta hófst í á- gúst 1962, en þá voru alsirskir flóttamenn nýkomnir heim til sín frá Marokkó og Túnis, þar sem Rauði krossinn og Flótta- mannastofnun Sameinuðu Þjóð anna höfðu í sameiningu séð fyrir þeim í 3Vz ár. Frá því í ágúst og til marz- Ioka hafði Rauði krossinn xit- hiutað matvælum til 1.600.000 manns í Alsír. Fékk hver þurf andi maður mánaðarlega 8 kg. af hveiti, 500 gr. af baunum, 500 gr. af matarolíu og 400 gr. af sykri, auk 100 gr. af sápu. Ennfremur hafði Rauði kross- inn komið upp 300 mjólkur- gjafastöðvum, þar sein a. m. k. 300 þús. börn fengu á hverj- imi morgni mjólk og brauð og þrisvar í viku ýmis bæíiefni í töflum. Eins og kunnugt er, voru 35 af þessum mjólkur- gjafastöfflvum Ijostaðar af ís- lenzku gjafafé og báru nafn Rauða kross íslands. Loks var úthlutað 320 þús. teppum og alfatnaði handa 380 þús. manns og hjúkrunarstöðvar starfrækt- ar. Nú hefur Rauði krossinn í Alsír, sem þac nefnist Rauði hálfmáninn, tei.t'ð að sér að annast mjólkurgjafa- og hjúkr- unarstöðvarnar og aðra svip- aða líknarstarfsemi þar í Iandi, en Alþjóða Rauði krossinn mun styrkja hann til þess og aðstoða, og mun mennta innlenda menn og þjálfa til þessara starfa. — Ríkisstjórnin þar hefur og víð tækar ráðagerðir á prjónunum til hjálpar bágstöddum Alsír- búum. W LANSFE Frh. af 16. síðu. þeirra bæja, sem eru í örustum vexti stórlega batnað. Táknrænasta dæmið um framan greind álu-if er Kópavogskaupstað ur. Á starfsárum Húsnæðismála- stofnunarinnar hefur lánsfé til Kópavogs skiptst þannig á milli ára: 1955 (frá ágúst) 1.769.000.00 1956 3.115.000.00 1957 3.060.000.00 1958 2.143.000.00 1959 2.159.000.00 1960 7.528.000.00 Teak 3—51/2 fet, 2x4—6’» Yang 2x6” Oregon pine 31/4x514” Brenni 2 og 2V2” Abachi 114” Mahogni 2” Birki 2, 21/2 og 3” Eikarspónn 1. flokks Teakspónn 1. flokks Harðplastplötur. Væntanlegt í vikunni: JAPÖNSK EIK 1, IV2 og 2” Páll Þorgeirsson Laugavegi 22. — Sími 16412. 1961 7.694.000.00 1962 10.007.000.00 1963 (í apríllok 10.187.000.00 Samtals kr. 47.662.000.00 Þannig hefur lánsfé til Kópa- vogs nánast fjórfaldast við þessa breytingu Emils. Til minnis skal þess að lokum getið að árið 1955 og fram eftir ár- inu 1956 var Steingrímur Stein- þórsson félagsmálaráðherra, þá tók við Hannibal Valdimarsson. Meginhluta ársins 1959 var Frið- jón Skarphéðinsson félagsmála- ráðherra, en þá tók við Emil Jóns son og hefur verið félagsmálaráð- herra síðan. TÓNLLIST Frh. úr Opnu. byrjaði vitleysan fyrir alvöru. Flutningur verksins var stríð milli einleika,’a ng hl.iómsveit- ar frá byrjun til enda, en þó virtist sem stutt vopnahlé væri samið í hæga kaflanum. Nálg- ast það ekki ósvífni að bjóða heimsfrægum pianista upp á herra StrieHand, svo illa kunn- ugan'verkefni sínu, að í miðj- um konsertkafla verður ein- leikari að hætta sinni iðju og gera ítrekaðar tilraunir til að koma hljómsveitarstjóranum í skilning um að kaflinn sé raun- verulega h«-”ninn til grunna og líklega væri gáfulegast að byrja á hý me* ***** h V'dn og vængja blaki? Seinasta verk efnisskrár innar var Oanriccio Espagnol eftir Rimsky-Korsakow. Sem íónskáldsins er von og vísa þá er þetta þróttmikið og vel „or- cliestrerað” verk, sem í hönd- um Stricklands varð flatneskju- legt og spennulaust, þó konsert- meistarinn gerði það sem liann gat til að trekkja grammófón- inn npp. Að loknum flutningi þessa verks af góðum kröftum er venjulega háspenna ríkjandi meðal áheyrenda, en í þessu til- felli létu þeir hið gagnstæða 6- spart I ljós — með óvenju þrótt litlu Iófaklappi. Jón S; Jónsson. STOKKHÓLMI, 15. maí (NTB-TT), 57 ÁRA gömul kona dó ný- lega á sjúkrahúsi í Stokk- hólmi úr sjúkdómi, sem virð ist hafa verið bóla. Maður hennar og bróðursonur voru einnig lagðir inn á sjúkrahús ið, en hafa ekki orðið eins ilia úti. Dauðsfallið varð 23. apríl. — Sjúkdómurinn kom skyndilega og gekk svo hratt að hún dó tveim dógum eftir að hún var lögð inn. skrifstofan Hafnarfirði Kosningaskrifstofa Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði er op- in aila daga frá kl. 2-7 og 8- 10 e.h. Sími skrifsíofunnar er 50499. Heimasími 50285 Alþýðuflokksfólk hafiff sam- band við skrifstofuna. Fjárfesting Framhald af 1. síðu. 1961 1128 — 1962 1307 — Ef athugað er, hversu mikill hlutur fjárfestingar í atvinnuveg- unum af heildarfjárfestingunni er, kemur þetta í ljós: 1957 42.7% 1958 44.1% 1959 44.9% 1960 51.6% 1961 47.3% 1962 48.2% Af framangreindum tölum er það ljóst, að viðreisnarstjórnin hef ur búið mun betur að atvinnuveg- um þjóðarinnar en vinstri stjórn- in gerði. Ef litið er á fjárfestingu í nokkr stökum greinum atvinnuveganna kemur eftirfarandi í lj'í.s: Landbúnaður. 1957 286 millj. 1958 297 — 1959 302 — 1960 253 — 1961 252 — 1962 270 — Fiskveiffar. 1957 146 millj. 1958 165 — 1959 229 — 1960 547 _ 1961 120 _ 1962 135 _ Vinnsla sjávarafurða. 1957 120 millj. 1958 162 _ 1959 118 — 1960 121 — 1961 119 — 1962 220 _ Annar iðnaður. 1957 201 millj. 1958 234 — 1959 177 — 1960 187 _ 1961 171 — 1962 178 — Athyglisvert er það, hversu mikil aukning hefur orðið í íjár» festingu í vinnslu sjávarafurða frá 1958-1962. Sýnir það, auk hins rnikla innflutnings á fiskiskipum, nversu mjög ríkisstjórnin hefur hlúð að sjávarútveginum. En enda þótt ríkisstjórnin hafl hlúð vel að atvinnuvegunum und- anfarið hefur hún þó þegar lagt grundvöll að enn meiri upphygg ingu atvinnuveganna, en þegar hef ur átt sér stað. Hin nýja Þjóð- hags- og framkvæmdaáætlun ger- ir ráð fyrir stórfelldri aukningu fjárfestingar í atvinnuvegunum öllum. Og þegar á yfirstandandl ári mun verða gífurleg aukning. Á þessu ári er áætlað að fjáríest- ing í atvinnuvegunum muni nemÆ 1565 millj. kr. — Mest verður aukningin í fískveiðum, en í þeina er fjárfesting áætluð 405 m:!li| kr. í ár eða 240 millj. kr. rr.eirt* en 1958, síðasta ár vinstri stjórn arinnar. Sýnir þetta hetur on nokk uð annað, hversu vel viðreisnar-j stjórnin hefur hugsað um það ao tryggja atvinnuástand og efla at- vinnuvegi þjóðarinnar. MILWOOD Framh. af 1. síðu ins í máli þessu. Sagði hann, a9 það væri mikið tap fyrir brezka sjómenn og eiganda togarans, a3 honum skuli vera haldið liér, og hann krafðist þess, að citthvaö yrði gert í málinu, sem yrði til þess að hægt yrði að sigla Mi\ wood heim. Hughes þessi er hæsf ré|É|rlögmaður, og ku eiga nt því®ð bera fram fyrirspurnir. hefur blaðið fregnað, bre4ti sjóherinn hafi víðar vericj, „krítsieraður” fyrir að hafa ekkií varið Milwood, og séð um að hann kæmist til brezkrar hafnar. Þá er og talið, að málið verði ofar á baugi, er fréttist að brezkt birgða* og olíuskip hafi verið send á ís» landsmið með forða fyrir eftirlíts- skipin. Tslboð óskast í noMcrar f óliksbif reiðir er verða sýndar í ^adS arárporti fimmtudaginn 16. þ. m. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 3 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. Osta- og smjörsalan s.f. Snorrabraui 54 — Sími 10020 ALÞ7ÐUBLAÐIÐ — 15, maí 1963 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.