Alþýðublaðið - 15.05.1963, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 15.05.1963, Qupperneq 8
Dr. Martin Luther King (lengst til vinstri) í hópi fulltrúa á ráðstefnu um trúarbrögð og kynþátta- mái, sem haldin var í Chicago. Nunnm-nar eru frá Chicago, hvítklæddi maðurinn er Indverji, lengst við hægri er prestur frá Suðurríkjunum. MARTIN LUTHER KING Þetta hófst í desember 1955 í höfuðstað Alabama, Montgo- mery, er lítið atvik í strætis- vagni, sem blökkumönnum var meinaður aðgangur að, varð neistinn, sem varð til þess, að blökkuménn tóku höndum sam an um að nota ekki strætis- vagna bæjarins. Fljótlega kom í ljós, að nauðsynlegt var fyr- ir biökkumennina, sem bjuggu á víð og dreif í Montgomery og höfðu engin sameiginleg sam tök með sér, að útvega aðgerð inni fasta forystu ef halda ætti henni áfram í framtíðinni. Innflytjandinn King varð fyrir valinu. Hann hafði komið frá Norðurríkjunum tæpu ári áður að loknu guðfræðinámi. Ungi presturinn og prestsson- urinn frá Atlanta, Georgia, reyndist dugmikill foringi. Hann kom ekki einungis í veg fyrir mcð ræðum, sem mikil áhrif höfðu, að hatur og beiskja gripi negrana, og afstýrði því, að ögrunum yrði svarað með valdi, heldur sýndi hann einn- ig, að hann hafði til að bera mikla kænsku. Níundi hver negri í Mont- gomery, en þeir voru 50 þús. talsins, ferðuðust ekki mcð strætisvögnum borgarinnar í eitt ár. Atvik þetta vakti mikla athygli hvarvetna í Bandaríkj- unum og einnig erlendis. Stræt isvagnafyrirtækið var fjárhags- Iega borið ofurliði, og þegar hæstiréttur lýsti því yfir ao lokum, að kynþáttaaðskilnaður á strætisvögnunum væri ólög- legur, var King orðinn lands- þekktur maður. Strætisvagnamálið hefur síð an verið fyrirmynd hinnar svo- kölluðu „nýju hreyfingar' blökkumanna í suðurríkjunum. Sú aðferð Gandhis, að mót- mæla án þess að beita valdi, hefur verið fyrirmynd hinna svonefndu „sit-in“ eða „setu“ mótmæla í kaffihúsum, „frels isferðanna", sem einkpm hafa beinzt gegn kynþáttaaðskilnaði á strætisvagnabiðstöðum og íleiri aðgerða, en jafnframt hefur Kirtg lagað aðferð Gandh is í hendi sér. Flestar aðgerða þessara eru runnar undan rifjum hópa, sem Kir.g íi'.heyrir ekki, en hann hefur alltaf verið við þær riðinn, og þegar ofstækisfyllstu kynþáttahatararnir úr hópi hvítra telja slg sjá King að baki þeirra allra, kunna þeir að hafa nokkuð til síns máls. Því að margt bendir til þess, að „nýja hreyfingin“ sé í leyni samhæfðari en hún virð- ist vera, að forystan sé í raun- mi»«iie ii i ii nnni—— inni sameinuð í samtökunum, seún King hefur grundvallað og er formaður fyrir „The South e^n Christian Ledership.“ 'Það er gömul hefð, að helztu foringjar blökkumanna í suð- urríkjunum séu prestar. Kirkj- an var upphaflega einu félags- samtökin sem blökkumenn fengu að taka virkan þátt í. En allt fram á síðustu ár voru prest arnir af gamla skólanum alls ráðandi. Þeir töldu það einu skyldu sína, að boða fagnaðar- erindið. Oft hjálpuðu þeir í rauninni hvítu mönnunum með starfi sínu að fá blökkumenn- ina til þess að sætta sig við auðmýkjandi hlutskipti sitt. King er helzti fulltrúi blökku mannaprestanna af nýja skól- anum. Þeir eru yfirleitt ung- ir, og nú eru þeir foringjar „nýju hreyfingarinnar" víðast hvar í suðurríkjunum. Þeir telja það skyldu sína sem and- legra leiðtoga félaga sinna af sama uppruna, að leiða þá fram til jafnréttis eins fljótt og unnt er. Til þessa hefur þeim tekizt að fá mikinn fjölda negra til virkrar þátttöku í árangurs- ríkri, aðdáunarverðri og frið- samlegri baráttu undir góðum aga. Það er undir hvitum and- stæðingum þeirra komið, hvort hægt verður að heyja barátt- una áfram í friði. (Arbeiderbladet). MAÐÚR I FRÉTTUNUM SIGGA V8GGA OG TELVEHAN BAPTISTAPRESTURINN Martin Luther King hefur ver ið víðkunnur foringi blökku- manna í Bandaríkjunum um árabil þótt hann sé aðeins 34 ára að aldri. Hann hefur ver- ið ákveðinn og óbifanlegur for ingi í baráttu negranna án valdbeitingar fyrir jafnrétti í þjóðfélaginu. Honum skýtur 65 BRAl STÝRIMA alltaf upp þegar aðgerð eftir forskrift hans er hafin, eins og nú í Birmingham, Alabama. llann stappar stálinu í þá, sem taka þátt í mótmælaaðgerðum, og talar máli þeirra við yfir- völd hvítu mannanna. Stýrimannaskólanum var sagt, upp hinn 11. þ.m. kl. 10 f.h. Áður en skólastjóri, Jónas Sig- urðsson, flutti skýrslu um starf kólans á skólaárinu, minntist hann þeirra, sem látizt höfðu af slys- förum á sjó og í lofti og ennfrem ur nokkurra manna úr Bjómanna- stétt, er látizt höfðu síðan skól- var sagt upp sl. vor og braut skráðust höfðu frá honum. Þá gat skólastjóri þess, að 70 ár væru liðin frá því að fyrsta próf var haldið við skólann, en það var í marz 1893 og hafði þá skólinn starfað í tvo vetur f rá því hann var settur í fyrsta sinn. Að þessu sinni luku 10 nemend- ur farmannaprófi og 55 fiskimanna prófi. í farmannaprófinu hlptu 6 nemendur 1. einkunn og 4 2. eink- unn. í fiskimannaprófinu hlutu 4 ág. einkunn, 37 1. einkunn, 12 2. eink- unn og 2 3. einkunn. Bókaverðlaun úr Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar fyrrv. skólastjóra, hlutu 4 fiski- menn, þeir: Davíð Gunnlaugsson, Eymar Ingvarsson, Gunnar Hall- grímsson og Þorleifur Valdimars- son, sem allir höfðu hlotið ág. einkunn. í janúar sl. voru brautskráðir fr áskólanum 24 nemendur með minna fiskimannaprófi og 22 frá námskeiðum hans úti á landi. Hæstu einkunn við farmannapróf hlaut Þórður Ingibergsson 7,01, við fiskimannapróf Davíð Guðlaftgsson 7,55, og við minna fiskimannapróf í Reykjavik þeir Lúkas Kárason og Þórólfur Sveinsson 7,17. Hæsta einkunn er 8. Eftir að skólastjóri haíði af- hent skírteini, ávarpaði hann nemendur og ræddi tim ábyrgð og skyldur yfirmanna á skipum. Sérstaklega brýndi hann fyrir þeim gætnj og fyrirhyggju á sjó í vondum og tvísýnum veðrum. Ennfremur ræddi hann nokkuð um nýjar og eldri siglingaaðfcrðir og tæki. Brýndi hann fyrir þeim að verða ekki algerlega háðir hinum nýju tækjum, heldur viðhalda jafnframt eldri aðferðum, þó að nýju tækin séu ágæt og ómetan- ileg til öryggis við siglingar. 8 15. maí 1963 — ALÞÝ0UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.