Alþýðublaðið - 21.05.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.05.1963, Blaðsíða 3
Blakkir stúdentar í Alabama reknir WASHINGTON og BIRMING- HAM, 20. maí (NTB-Reuter). Yfirvöld kennslumála í BirraicK ham ákváðu í kvöld að reka eða Harmar atburðinn Framh. af lti. síðu þeirri traustu trú, að Juniper myndi verða skipað að fara undir- eins til Rvíkur. Hann varð mjög undrandi og leiður þegar eigendur Junipers neituðu að skipa Juniper að fara til Reykjavíkur. Brezku ríkisstjórninni þykir leitt að Smith skipstjóri skyldi komast hiá handtöku á þennan hátt og harmar það avik mjög. Brezka ríkisstjórnin tekur einnig á sig fulla ábyrgð á athöfnum K.M.S. Palliser dagana 27.-28. apríl. Þótt brezka ríkisstjórnin verði að gera fyrirvara um efnishlið og lagarök málsins hefur hún við ýmis tækifæri ráðlagt eigendum Milwood að *e1ia Smith skipstjóra á að lúta íslenzkri lögsögu. Stjórn in er enn í þeírri von, að liaim muni fallast á slíkt. Brezka stiórnin vonar einlæg- lega, að f'efnum þessum skýrJng- um, að Milwood atvikið verði ekni til þess að raska hinu góða sam- bandi mil'i íslands og Stóra-Bret- lands, sem Vráezka ríkisstjjórnin metur m.iös mikils.1 Wanríkisráðuneytið Reykjavík. 19. maí 1963 vísa úr skóla um stundarsakir 1081 negrastúdent. Stúdentar þessir eru við nám í skóla og háskóla í ’iæn um og hafa tekið þátt í mótmæla- aðgerðum gegn aðskilnaði kyn- þátta. AIls eru 16 reknir, hinir eru reknir um stundarsakir. Hér er um að ræða nemendur og stúdenta, sem setið hafa í haldi síðan fyrr í mánuðinum er þeir yo.ru hanteknir eftir mótmælaað- gerðir. Hæstiréttur Bandarikj-, anna hnekkti í dag dómutn þeim sem lægri dómstólar felldu nýlega gegn negrum og hvítum mönnum, sem mótmælt höfðu kynþáttaað- skilnaði í fjórum suðumkjum Bandaríkjanna með því að neita að yfirgefa kaffihús, sem aðeins hvít ir menn höfðu aðgang að. Úrskurður hæstaréttar /arðaði tvö mál í Birmingham í Alabama og eitt í Greenville í Suður-Caro line Durham í Norður-Caroline og Nýju Orleans í Louisiana. Hæsti réttur hnekkti einnig dómum, sem kveðnir voru upp yfir sex negrum, sem neituðu að yfirgefa skemmti garð í Savannah í ríkinu Georgia. Hæstiréttur í Washington v:s- aði jafnframt á bug áskorun frá Ross Barnett ríkisstjóra í Missi- sippi og Paul Johnson vararikis- stjóra þess efnis, að hin fyrirhug- uðu réttarhöld gegn þeim fyrir að sýna réttinum fyriiitningu í sambandi við óeirðarnar varðandi upptöku negrastúdentsins James Meredith í ríkisháskólann í Ox- ford í fyrrahaust, yrði tekið fyrir þegar í stað. CÖMLU BRÝRNAR NÝTTAR ÁFRAM 72 m. brú á Þverá, Blöndu- brú fullgerð EITT stærsta verkefni í brúar- gerð í sumar verðiu: að ljúka við smíði hinnar nýju brúar á Blöndu. Brúin verður með tveim akbraut- um ogr var lokið við aðra þeirra i fyrrahaust, og hún tekin í notk- un. Vinna við seinni áfanga þeirr- ar brúar hófst svo sl. fimmtudag, að því er Árni Pálsson, verkfræð- WWWWMMWWMWtWtW FIS 35 ARA I dag eru liðin 35 ár frá stofn un Félags íslenzkra stórkaupmanna Félagið var stofnað af frumkvæði nokkurri stórkaupmanna, sem þ. 7. febrúar 1927 ákváðu að stofna féiagið. Var þeim Arent Claesscn aðalræðismanni, Birni Ólafssyni, stórkaupmanni og John heitnum Fenger sj/rkaupmanni, falið að undirbúa stofnun félagsins. Þann 21. maí 1928 var svo formlega gengið frá stofnuo félagsins. Núverandi formaður félagsins er Hilmar Fenger stórkaupmaður, en aðrir í stjóm eru Haunes Þnr- steinsson, Vilhjálmur H. ViUijálms son, Einar Farestveit, Ólafur Guðnason, Gunnar Ingimarsson og Jón Ó. Hjörleifsson. í tilefni þessa merkisáfanga í sögu félagsins gengst stjórn félags- in fyrir hátíðarfundi í Hótel Sögu á hádegi í dag. 4 ARA TELPA FYRIR BÍL ÞAÐ slys varð um kl. 2 e. h. í gær, að lítil stúlka varð fyrir bifreið á móts við hús- ið Vesturgötu 14 í Reykja- vík. Var hún flutt þegar á Slysavarðstofuna, ea ekki er talið, að meiðsli hennar hafi verið alvarleg. Stúlkan er til heimilis að Vesturgötu 19. Hún heitir Rannveig María Þorsteinsdóttir, og er fædd 29. okt. ’59. Slysið var þann- ig, að bifreiðin var á leið austur Vesturgötu, er Maria litla ætlaði yfir. Lenti hún á vinstra framhomi bifreið- arinnar og skall í götuna. MMWMMMMM%MMMMMMM Myndin er af núverandi stjórn FÍS. Sitjandi: Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson, Hilmar Fenger form. félags- ins og Hannes Þorsteinsson. Standandi: Ólatur Guðnason, Einar Farestveit, Hafstcinn Sigurðsson, framkvæmdastj. félagsins, Gunnar Ingimars- son og Jón Ó. Hjörleifsson. ingur hjá vegamálastjórninni, tjáði | blaðinu. Ákveðið hefur verið, að gamla Blöndubrúin verði flutt fram í Svartárdal og sett á Svartá við bæinn Steiná. Þá verður endumýjuð brúin á Þverá í Rangárvallasýslu. Þar er nú stálbitabrú á staurum, byggð 1932, en stauramir orðnir feisknir og þola ekki lengur hinn mikla þunga. Þama verður nú byggð 72 metra löng bitabrú, sem verður í tölu stærstu brúa landsins. Þriðja stærsta verkið í sumar, r,em eins og þau tvö, er fyrr getur um, er byggt fyrir fé Brúasjóðs, er svo ný brú á Hólmsá í Vestur- Skaftafellssýslu. Þar lá gamla brú- in í djúpu gili og var krókur á sjálfri brúnni, svo að hún var orð- ! in ófær breiðum bifreiðum. — Nú | veröur byggð þama 35 metra löng bitabrú, svo að breiðustu bílar eiga þá að komast auðveldlega austur á Síðu. Vinna við þessa brú er þegar hafin. Var lokið við að steypa stöpla nýju brúarinnar sl. miðviku dagskvöld, en nauðsynlegt var að ljúka því verki, áður en tæki að vaxa í ánni. FJÁRLAGABRÝR. Allmargar „fjárlagabrýr” þ.e.a.s. brýr, sem veitt er sérstaklega fé til á fjárl., verða bvggðar í sumar ! Hinar stærstu þeirra em brú á Eskifjarðará, 36 metra löng bita- : brú, sem kemur í stað veikbyggðr- | ar brúar á tréstaurum, er orðin var of veik fyrir þunga vagna. Þá verður byggð 38 metra löng stál- bitabrú með tþégólfi á Kaldbaksós á Ströndum. Þá verður byggt mikið af brúm fyrir innanhéraðssamgöngur, t. d. á Núpsá á Stykkishólmsvegi í Eyjahreppi. Þar var gömul brú, of þröng fyrir stóra bíla. Og loks má geta þess, að þrjár 20 metra lang- ar brýr verða byggðar á Fitjaá iijá Efri-Fitjum, Laxá hjá Dönustöðum í Laxárdal í Dalasýslu og á_Tunguá hjá Háafelli f Miðdölum. GÖMLU BRÝRNAR NÝTTAR. Eins og áður er getið, verður gamla Blöndubrúin flutt fram í Svartárdal og notuð þar á Svartá. Þetta er ekki eina dæmið um, að gömlu brýrnar, sem lúta í lægra haldi fyrir kröfum tímanna, geti haldið áfram að gera gagn. Til dæmis verður 26 metra stykki tek- Leyniskjalið Framh. af 1. síðu haustsins 1959. Verkálýðsíélögin áttu ekki einu sinni að fá að end- urskoða samninga sina áður en kaupbindinguni yrði skellt á. Það átti þegjandi og hljóðalaust að lög- festa alla gildandi kaup- or kjara- samninga í 2 ár en það hefði að j sjálfsögðu þýtt verkíallsbann á sama tíma. ÞANNIG VAR HUGl R FRAMSÓKNAR TIL VEKR4- LÝÐSINS HAUSTIÐ 1957. Alþýðublaðið mun birta meira úr leyniskjalinu á morgun. ið úr gömlu Rangárbrúnni og sett á Kálfá í Gnúpverjahreppi. Þá er áformað að taka járngrindabita, sem var á Öxnadalsá og flytja bann upp á Sprengisandsleið og setja hann á Köldukvísl, og loks er búið að flytja 32 metra langan bita af brúnni, sem var á Brunná í Amarfirði (en þar var byggð ný brú 1958) austur í Laxárdal í S- Þingeyjarsýslu, þar sem hanu verður settur á Laxá á svonefndu Sogi. SMÁBRÝR. Auk þessara stóru brúa verður svo byggt mikið af smærri brúm víða um land, sem ekki er ástæða til að telja upp, sagði Ámi Páls- son, verkfræðingur að lokum. WMMMMMMMMMMMWMtM USA á móti GENF, 20. maí, (NTB-Reuter). Ríkin sex í Efnahagsbanda lagi Evrópu lögðu í dag mála miðlunartillógu fyrir GATT- ráðstefnuna í því skyni að leysa umræðurnar um gagu- kvæmar tollalækkanir í hinni svokölluðu Kennedy- umferð í sjálfheldunni, en þegar í kvöld gerði formæl- andi bandarísku sendinefndar innar ljóst^ að Bandarikin myndu ekki viðurkenna tii- löguna. mmmmmmmmmmmmmmmm Hersteinn Pálsson lætur af rit- stjórastarfi Hersteinn Pálsson hefur látið af ritstjórn Vísis. Það var tilkynnt í Vísi fyrir helgina. Hersteinn hefur manna lengst verið ritstjóri við íslenzkt dag- blað, alls 27 ár og jafnan verið talinn í fremstu röð íslenzkra blaðamanna. MMMMMMMMMtMMMMMW Lítill árangur ADDIS ABEBA, 20 maí, (NTB-Reuter). Ráðstefnu utanríhit.ráo- herra Af^íkuríkja í Addis Abeba lýkur á morgun. Utan ríkisráðherrlirnir, sem eru frá 31 ríki, hafa lagt grund- völl að fundi æðstu manna Afríku, sem hefst á miðviku daginn. Lítill áranglir hefur náðst á ráðstefnunni. í dag komust utanríliisráð- herravnir að samkomulagi í grundvallaratriðum um stofn un afrísks sammarkaðs, ón þess þó að einstök atriði málsins yrðu rædd. Lögð var áherzla á, að þetta mundi taka mjög langan tíma. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21, maí 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.