Alþýðublaðið - 21.05.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.05.1963, Blaðsíða 8
I l { * / J- i SÚLNASALURINN í Hótel Sögu var troðfullur síðast liðinn sunnudag, er 'kjós- endafagnaður A-'listans hófst þar. Var fund- urinn táknrænn fyrir þann mikla sóknar- ihug, er nú einkennir allt starf Alþýðu- flokksins fyrir kosningarnar. Sigurður Guðmundsson framkvæmda- stjóri Alþýðuflokksins setti fagnaðinn og bauð gesti velkomna. Þrír frambjóðendur A-listans í Reykjavik fluttu ávörp en auk þess söng Þuríður Pálsdóttir óperusöng- kona og nýr söngkvartett „söng“. Skipa þann söngkvartett 4 úrvals leikarar, þeir Brynjólfur Jóhannesson Bessi Bjamason, Lárus Ingólfsson og Ámi Tryggvason. Guðmundur Magnússon skólastjóri flutti fyrstu ræðuna. Hann byrjaði á því að þakka Alþýðuflokksfélagi Reykja víkur, sem nýlega átti 25 ára afmæfi, gott starf. Því næst vék hann að stjórn- málaþróun síðustu ára. Hann kvað vinstri stjóm- ina 'hafa hlaupið frá vand- anum en ríkisstjórn Emils Jónssonar hafa tekið við á örlagastund og stöðvað verðbólguna. Emils- stjómin hefði tekið það skýrt fram, að hún mundi' aðeins leysa málin til bráðabirgða þar til mynduð hefði verið stjóm með þing- meirihluta að baki sér. Og það hefði komið í hlut núverandi stjómar að gera hinar stærri aðgerðir á þjóðarbúinu til þéss að koma efnáhagslífinu á réttan kjöl. Guð- mundur sagði, að núverandi ríkisstjórn hefði komið mörgum góðum málum frám og samstarf stjórnarflokkanna hefði einkennzt að heilindum gagnstætt því er átt hefði sér stað í vinstri stjóminni. Guðmundur- vék að Framsókn og kommúnistum. Hann kvað það fcoma úr hörðustu átt er þeir, er hlaup- izt hefðu frá vandanum 1958 tækju að gagn- rýna þá, er bjargað hefðu þjóðarbúinu. Guðmundur sagði, að kommúnistar ættu að einangrast sem áhrifalaus og fámennur flokkur. Þeir hefðu sýnt það í Ungverja- 'lands uppreisninni 1956, að þeir væm hve- 1Í«Í‘' * . Xs || mm * ’>rSÍ^ Sæwp 'Mwmm iip-. fWm > ? , 'ÁÁ lif. JWm 8 21. maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐI0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.