Alþýðublaðið - 21.05.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 21.05.1963, Blaðsíða 15
batna fljótar heima hjá sér en á hælinu. Það voru ekki Iengur neinar fréttir um morðið í neinu blaði. Ég sagði við sjálfan mig, að þetta mundi verða allt í lagi. Vasari hlaut að hafa komizt úr landi. Þeir mundu aldrei . finna hann. ( Svo var það kvöld eitt, er ég var að koma úr heimsókn til Saritu, að þegar ég stöðvaði bíl- inn fyrir utan fjölbýlishúsið, sem ég bjó í, sá ég stóran mann hall ast upp að veggnum, eins og hann væri að bíða eftir einhverj um. Ég þekkti strax þennan stóra og digra mann: Það var Keary, lögregluforingi. Það fór hrollur um mig, er ég starði á hann út um bílglugg- ann. Ég varð þurr 1 munninum, og ég varð að berjast gegn ofsa legri löngiui til að ræsa bílinn aftur og aka burtu. Það voru nú þrjár vikui slð- an ég hafði séð hann, og ég hafði vonað, að ég mundi ekki sjá hann framar. Og þó var hann þama, og augljóslega að bíða eftir mér. Ég fór mér rólega út úr bíln- um, og þegar ég var kominn til hans, var ég búinn að ná stjórn á mér aftur. „Sælir, foringi", sagði ég. „Hvað eruð þér að gera liér?“ „Bíða eftir yður“, sagði hann stuttaralega. „Mér var sagt, að þér væruð farinn á spítalann, svo að ég kom hingað.“ „Hvað viljið þér mér?“ Mér reyndist ókleift að halda röddinni styrkri. „Hvað er nú um að . vera?“ Ég gekk upp þrepin, yfir and- dyrið og að íbúð minni. Keary kom á eftir mér. „Mér er sagt, að kona yðar hafi verið mikið veik“, sagði hann, þegar við komum inn fyr- ir. „Líður henni betur núna?“ Ég fleygði hattinum og frakk- . anum á stól og gckk yfir að arn- inum og srieri mér að lionum. „Já, henni líður miklu betur núna, þakka yður fyrir“, sagði ég. Hann valdi sér stærsta og þægi legasta stólinn í herberginu og settist. Hann tók af sér hattinn og lagði liann á gólfið við hlið- ina á sér. Svo byrjaði liann á sínu vanaverki að taka utan af tyggigúmmíplötu. „Þegar ég hitti yður síðast, herra Halliday", sagði liann og horfði fast á to'ggigúmmíið, „sögðuð þér mér, að þér þekkt- uð ekki og hefðuð aldrei heyrt talað um Rimu Marshall." Ég rak kreppta hnefana niður í buxnavasana. Hjarta mitt barð ist svo 'æðislega, að ég var hræddur um, að hann mundi heyra það. „Rétt er það", sagöi ég. Þá leit hann upp og litlu, græriu augun störffu fast á mig. „Ég hef ástæffu til að ætla, að, að þér. hafið logið, herra Halliday, og að þér hafiö Taun- verulega þekkt hina látnu konu.“ „Hvers vegna haldið þér það?“ sagði ég. „Það var birt mynd af henni í blöðunum. Maður, sem heitir Joe Masini, og á Callowayhótel- ið, hefur komið fram með upp- lýsingar. Hann er vinur þessar- ar Marshall konu. Hann segir, að hún hafi hitt á hótelinu hjá sér mann með ör á kinn og lafandi augnalok hægra megin. Hún virtist vera hrædd við þennan mann og bað Masini um að koma í veg fyrir, að sá maður elti hana, þegsr hún fór burtu úr hótelinu. Lýsingln á manninum með örið á við yður, herra Halli day.“ Ég sagði ekki neitt. Keary tuggði hægt og hélt á- fram að stara á mig. „Þessi Marshall kona hefur bankareikning í Santa Barba", hélt hann áfram. „Ég skoðaði hann 1 gær. Tvisvar sinnum á síðastliðnum sex vikum hafa tíu þúsund dollarar verið greiddir £ reikning hennar. Báðar þessar upphæðir voru greiddar með á- vísun á bankarelkning yðar. Haldið þér því ennþá fram, að þér hafið ekki þekkt þessa konu?“ Ég gekk að stól og settist nið- ur. „Já, ég þekkti hana“. „Hvers vegna létuð þér hana hafa allt þetta fé?“ „Það er ósköp augljóst, er það ekki? Hún kúgaði fé út úr mér.“ Hann hreyfffi sig í stólnum. „Já, mér datt það í hug. Hvers vegna kúgaði hún fé út úr yð- ur. „Skiptir það máli? Ég drap hana ekki og þér vitiö það full- vel“. Hann tuggði enn um stund og starði á mig. „Þér drápuð hana ekkl, þó að fjárkúgun sé góð astæða til morðs. Þér drápuð hana ekki vegna þess, að þér gátuð það ekki. Þér voruð hér, þegar bún dó. Ég hef genglð úr skugga um það“. Ég beið og andardráttur var hraður og. erfiður. „Ef þér hefðuð sagt mér sann leikann í byrjun, herra Halliday, hefðuð þér sparað mér mikla vinnu. Þér fóruð til Santa Barba til að hitta þessa konu?" „Ég fór þangað til að finna hana“, sagði ég. „Ég ætlaði að biðja hana um frest til að greiða næstu afborgun af kúguna^fénu. Ég þurfti á peningunum að halda til að greiða með uppskurð konu minnar, en ég fann hana ekki. Mér lá á. Ég reyndi tvisvar, en í hvorugt skiptið fann ég hana.“ „Hvað gerðist? Borguðuð þér?“ „Nei. Hún dó, áður en ég þyrfti að borga.“ „Þægilegt fyrir yður, ekki satt?“ „Já“. „Hvers vegna var hún að kúga út úr yður fé?“ Það var hlutur, sem ég liafði ekki í hyggju að segja honum frá. „Þetta venjulega — ég hitti hana, hélt við hana, hún komst að því, að ég var kvæntur og hótaði að segja konu minni frá öllu saman". Hann nuddaði á sér feitan nefbroddinn, leiður á svip. „Hún heimtaði mikið fé fyr- ir slíkt fannst yður ekki?“ „Hún hafði mig í spennitreyju. Konan mín var dauðveik. Hvers konar áfall hefði getað orðið ban vænt.“ Hann hleypti í miklar axlimar og sagði: „Yður er ljóst, herra Halliday, að það er alvarlegur hlutur að ljúga í rannsókn í morðmáli?" „Já, mér er það ijóst." „Ef þér hefðuð viðurkennt í byrjun, að þér þekktuð þessa konu, hefðuð þér sparaff mér hel víti mikla vinnu“. „Samskipti við slíka konu eru ekki hlutur, sem maður er fús til að viðurkenna", sagði ég. „Ójá“. Hann klórðai sér í feita kinnina. „Jæja, ókei, ég býst við, að þetta nægi. Þér þurfið ekki að hafa frekari áhyggjur af því. Ég ætla ekki að gefa skýrslu. Ég er bára að taka saman end- ana.“ , Nú var komið að mér að stara á hann. „Þér ætlið ekki að gefp skýrslu?" -»)• I sveitina t Strigaskór, margar stærðir Gúmmístígvél — Gúmmískór Sandalar — Inniskór Skóverzlun PÉTURS ANDRÉSSONAR Laugavegi 17. — Framnesvegi 2. Gef mér líka! Svona, svona, ungfrú góð. Ekki svona mikið í einu! Sjáðu bara hvernig mamma fer að: Lítið á einu sinni oft- ar. En þú hefur rétt fyrir þér — mað- ur byrjar aldrei of snemma á réttri húðsnyrtingu. Mamma þín hefir líka frá æsku haft þessa reglu: Nivea dag- lega. Gott er að til er NIVEA! Nivea inniheldur Euce- , rit — efni skylt húðfit- s unni — frá því stafa: hin góðu áhrif þess* ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. maí 1963 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.